Boða til fundar til að ræða framtíð MÍR eftir dómsmál Kjartan Kjartansson skrifar 18. apríl 2024 07:01 Fundur sem hópur fólks sem stefndi MÍR hefur boðað til um framtíð félagsins fer fram í safnaðarheimili Laugarneskirkju annað kvöld. Vísir Áhugafólk um starfsemi íslensk-rússneska menningarfélagsins MÍR hefur boðað til opins fundar um framtíð þess í kjölfar dóms sem ógilti aðalfund félagsins og ákvarðanir sem voru teknar á honum. Fyrrum stjórn hefur sagst undirbúa nýjan aðalfund. Deilur hafa staðið um Menningartengsl Íslands og Rússlands (MÍR), sögufrægt félag sem stofnað var af kommúnistum og Rússlandsvinum árið 1950, frá því að þáverandi stjórn félagsins ákvað að hætta starfsemi þess í þáverandi mynd og stofna þess í stað sjóð til styrktar verkefnum sem tengdust rússneskri menningu. Áformaði stjórnin að selja húsnæði félagsins að Hverfisgötu 105 og aðrar eignir til þess að fjármagna sjóðinn. Þessu vildu þrír aldnir félagar ekki una, þar á meðal fyrrverandi formaður félagsins til áratuga, og höfðuðu dómsmál þar sem þeir kröfðust þess að ákvarðanir þessa efnis sem voru teknar á aðalfundi sumarið 2022 yrðu ógiltar. Héraðsdómur Reykjavíkur varð við kröfum stefnendanna í síðasta mánuði. Taldi dómurinn að fundurinn hefði ekki verið löglega boðaður. Stjórnarkjör sem fór fram á fundinum var einnig ógilt. Einar Bragason, formaður fyrrverandi stjórnar, hefur sagt Vísi að stjórnin vinni að undirbúningi nýs aðalfundar og að til standi að leggja sömu tillögu fram aftur. Um ástæður þess að breyta starfsemi MÍR hefur Einar sagt að áhugi á henni hafi minnkað verulega, félagsmönnum fækkað mikið og orðið lítið virkir. Svo fámennt félag ráði ekki lengur við að reka stórt húsnæði. Stjórnin hafi gert umdeildar breytingar á starfsemi MÍR Nú hefur hópur fólks boðað til opins fundar um dóminn og sýn hans á framtíð MÍR í kvöld. Í fundarboði á samfélagsmiðlinum Facebook er fyrrverandi stjórn sögð umboðslaus og mæta stefnendunum í málinu með þrjósku, óbilgirni og ólund. Pattstaða sé í deilunni. Stefnendurnir þrír: Ívar Jónsson, fyrrverandi formaður MÍR, Ragnhildur Rósa Þórarinsdóttir, fyrrverandi stjórnarmaður og eiginkona Ívars, og Kjuregej Alexandra Argunova, eru skrifaðir fyrir fundinum í fundarboðinu. Þau eru öll á níræðis- og tíræðisaldri. Aðeins Kjuregej er á meðal umsjónarmanna viðburðarins á Facebook. Í færslu á síðu fundarins á Facebook skrifar Evegnía Mikaelsdóttir, einn fjögurra umsjónarmanna viðburðarins, að fyrrverandi stjórnin hafi gert umdeildar breytingar á starfseminni. Tengsl við rússnesku rétttrúnaðarkirkjuna hafi verið slitin og rússneskumælandi hópa. Í ljósi þess að nokkur þúsund rússneskumælandi manna séu á Íslandi hafi í raun verið lokað á stóran hóp. Einnig hafi samskipti við systurfélagið ODRI í Rússlandi og rússneska sendiráðið hér á landi fallið niður í tíð stjórnarinnar. „Í ljósi dómsins telja stefnendur að þessir umboðslausu aðilar eigi að stíga til hliðar og afhenda húsnæðið, skjöl og reikninga félagsins o.þ.h. Hins vegar mæta stefnendur þrjósku, óbilgirni og ólund af hálfu mótaðilans sem og engan vilja til að fylgja dómsúrskurðinum. Þrátt fyrir mjög skýra dómsniðurstöðu er staðan enn óleyst. Því bjóða stefnendur öllum sínum félögum í MÍR og áhugafólki um málefni félagsins á opinn fund um MÍR og framtíð þess,“ segir í færslunni. Opni fundurinn fer fram í safnaðarheimili Laugarneskirkju og hefst klukkan 18:30 í kvöld. Tengdist ekki innrásinni beint Aðalfundurinn þar sem ákveðið var að hætta starfsemi MÍR og breyta félaginu í menningarstyrktarsjóð var haldinn aðeins rúmum þremur mánuðum eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. Einar, formaður fyrrverandi stjórnarinnar, sagði Vísi í fyrra að innrásin hefði ekki átt beinan þátt í ákvörðuninni. Upp úr samskiptum við sendiráðið hafi slitað tveimur árum fyrir innrásina út af ágreiningi sem tengdist hátíðarhöldum í kringum 75 ára afmælis loka síðar heimsstyrjaldarinnar. Núverandi sendiherra hafi síðan reynt að endurnýja sambandið. „Þá vantar náttúrulega vini. Þeir finna alveg og sjá að við erum nú ekki hrifin af þessu brölti þeirra í Úkraínu Íslendingar almennt,“ sagði Einar þá. Rússland Félagasamtök Dómsmál Tengdar fréttir Saka formann fyrrverandi stjórnar um að eyðileggja MÍR Þrír félagar í íslensk-rússneska menningarfélaginu MÍR sem stefndu því fyrir dómi saka formann fyrrverandi stjórnar félagsins um að vinna að því að eyðileggja félagið og sóa fjármunum þess. Þeir sækjast eftir því að blása nýju lífi í starfsemina. 9. apríl 2024 07:00 Halda áformum um framtíð MÍR til streitu eftir dóm Stjórn menningarfélagsins MÍR stefnir enn á að selja húsnæði félagsins og leggja niður starfsemi þess í núverandi mynd. Unnið er að undirbúningi nýs aðalfundar eftir að dómstóll ógilti ákvarðanir sem voru samþykktar á fundi sem hann taldi ekki löglega boðaðan. 5. apríl 2024 07:02 Máttu ekki leggja félagið niður á fundi sem var boðaður með plaggi í glugga Héraðsdómur Reykjavíkur hefur ógilt afdrifaríkar ákvarðanir sem teknar voru á aðalfundi félagasamtakanna Menningartengsla Íslands og Rússlands (MÍR) í júní árið 2022. Dómurinn taldi að brotið hefði verið gegn jafnræði félagsmanna með því að boða til aðalfundarins með því að hengja tilkynningu í glugga húsnæðis félagsins. 20. mars 2024 18:55 Friðurinn úti hjá MÍR Fyrrverandi formaður félagasamtakanna Menningartengsla Íslands og Rússlands (MÍR) til áratuga er á meðal þriggja félagsmanna sem hafa stefnt stjórn félagsins vegna ákvörðunar um að breyta því í styrktarsjóð og selja húsnæði þess. Stjórnarmenn vísa ásökunum stefnendanna um að ákvörðunin hafi verið ólögleg á bug. 6. maí 2023 07:00 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Deilur hafa staðið um Menningartengsl Íslands og Rússlands (MÍR), sögufrægt félag sem stofnað var af kommúnistum og Rússlandsvinum árið 1950, frá því að þáverandi stjórn félagsins ákvað að hætta starfsemi þess í þáverandi mynd og stofna þess í stað sjóð til styrktar verkefnum sem tengdust rússneskri menningu. Áformaði stjórnin að selja húsnæði félagsins að Hverfisgötu 105 og aðrar eignir til þess að fjármagna sjóðinn. Þessu vildu þrír aldnir félagar ekki una, þar á meðal fyrrverandi formaður félagsins til áratuga, og höfðuðu dómsmál þar sem þeir kröfðust þess að ákvarðanir þessa efnis sem voru teknar á aðalfundi sumarið 2022 yrðu ógiltar. Héraðsdómur Reykjavíkur varð við kröfum stefnendanna í síðasta mánuði. Taldi dómurinn að fundurinn hefði ekki verið löglega boðaður. Stjórnarkjör sem fór fram á fundinum var einnig ógilt. Einar Bragason, formaður fyrrverandi stjórnar, hefur sagt Vísi að stjórnin vinni að undirbúningi nýs aðalfundar og að til standi að leggja sömu tillögu fram aftur. Um ástæður þess að breyta starfsemi MÍR hefur Einar sagt að áhugi á henni hafi minnkað verulega, félagsmönnum fækkað mikið og orðið lítið virkir. Svo fámennt félag ráði ekki lengur við að reka stórt húsnæði. Stjórnin hafi gert umdeildar breytingar á starfsemi MÍR Nú hefur hópur fólks boðað til opins fundar um dóminn og sýn hans á framtíð MÍR í kvöld. Í fundarboði á samfélagsmiðlinum Facebook er fyrrverandi stjórn sögð umboðslaus og mæta stefnendunum í málinu með þrjósku, óbilgirni og ólund. Pattstaða sé í deilunni. Stefnendurnir þrír: Ívar Jónsson, fyrrverandi formaður MÍR, Ragnhildur Rósa Þórarinsdóttir, fyrrverandi stjórnarmaður og eiginkona Ívars, og Kjuregej Alexandra Argunova, eru skrifaðir fyrir fundinum í fundarboðinu. Þau eru öll á níræðis- og tíræðisaldri. Aðeins Kjuregej er á meðal umsjónarmanna viðburðarins á Facebook. Í færslu á síðu fundarins á Facebook skrifar Evegnía Mikaelsdóttir, einn fjögurra umsjónarmanna viðburðarins, að fyrrverandi stjórnin hafi gert umdeildar breytingar á starfseminni. Tengsl við rússnesku rétttrúnaðarkirkjuna hafi verið slitin og rússneskumælandi hópa. Í ljósi þess að nokkur þúsund rússneskumælandi manna séu á Íslandi hafi í raun verið lokað á stóran hóp. Einnig hafi samskipti við systurfélagið ODRI í Rússlandi og rússneska sendiráðið hér á landi fallið niður í tíð stjórnarinnar. „Í ljósi dómsins telja stefnendur að þessir umboðslausu aðilar eigi að stíga til hliðar og afhenda húsnæðið, skjöl og reikninga félagsins o.þ.h. Hins vegar mæta stefnendur þrjósku, óbilgirni og ólund af hálfu mótaðilans sem og engan vilja til að fylgja dómsúrskurðinum. Þrátt fyrir mjög skýra dómsniðurstöðu er staðan enn óleyst. Því bjóða stefnendur öllum sínum félögum í MÍR og áhugafólki um málefni félagsins á opinn fund um MÍR og framtíð þess,“ segir í færslunni. Opni fundurinn fer fram í safnaðarheimili Laugarneskirkju og hefst klukkan 18:30 í kvöld. Tengdist ekki innrásinni beint Aðalfundurinn þar sem ákveðið var að hætta starfsemi MÍR og breyta félaginu í menningarstyrktarsjóð var haldinn aðeins rúmum þremur mánuðum eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. Einar, formaður fyrrverandi stjórnarinnar, sagði Vísi í fyrra að innrásin hefði ekki átt beinan þátt í ákvörðuninni. Upp úr samskiptum við sendiráðið hafi slitað tveimur árum fyrir innrásina út af ágreiningi sem tengdist hátíðarhöldum í kringum 75 ára afmælis loka síðar heimsstyrjaldarinnar. Núverandi sendiherra hafi síðan reynt að endurnýja sambandið. „Þá vantar náttúrulega vini. Þeir finna alveg og sjá að við erum nú ekki hrifin af þessu brölti þeirra í Úkraínu Íslendingar almennt,“ sagði Einar þá.
Rússland Félagasamtök Dómsmál Tengdar fréttir Saka formann fyrrverandi stjórnar um að eyðileggja MÍR Þrír félagar í íslensk-rússneska menningarfélaginu MÍR sem stefndu því fyrir dómi saka formann fyrrverandi stjórnar félagsins um að vinna að því að eyðileggja félagið og sóa fjármunum þess. Þeir sækjast eftir því að blása nýju lífi í starfsemina. 9. apríl 2024 07:00 Halda áformum um framtíð MÍR til streitu eftir dóm Stjórn menningarfélagsins MÍR stefnir enn á að selja húsnæði félagsins og leggja niður starfsemi þess í núverandi mynd. Unnið er að undirbúningi nýs aðalfundar eftir að dómstóll ógilti ákvarðanir sem voru samþykktar á fundi sem hann taldi ekki löglega boðaðan. 5. apríl 2024 07:02 Máttu ekki leggja félagið niður á fundi sem var boðaður með plaggi í glugga Héraðsdómur Reykjavíkur hefur ógilt afdrifaríkar ákvarðanir sem teknar voru á aðalfundi félagasamtakanna Menningartengsla Íslands og Rússlands (MÍR) í júní árið 2022. Dómurinn taldi að brotið hefði verið gegn jafnræði félagsmanna með því að boða til aðalfundarins með því að hengja tilkynningu í glugga húsnæðis félagsins. 20. mars 2024 18:55 Friðurinn úti hjá MÍR Fyrrverandi formaður félagasamtakanna Menningartengsla Íslands og Rússlands (MÍR) til áratuga er á meðal þriggja félagsmanna sem hafa stefnt stjórn félagsins vegna ákvörðunar um að breyta því í styrktarsjóð og selja húsnæði þess. Stjórnarmenn vísa ásökunum stefnendanna um að ákvörðunin hafi verið ólögleg á bug. 6. maí 2023 07:00 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Saka formann fyrrverandi stjórnar um að eyðileggja MÍR Þrír félagar í íslensk-rússneska menningarfélaginu MÍR sem stefndu því fyrir dómi saka formann fyrrverandi stjórnar félagsins um að vinna að því að eyðileggja félagið og sóa fjármunum þess. Þeir sækjast eftir því að blása nýju lífi í starfsemina. 9. apríl 2024 07:00
Halda áformum um framtíð MÍR til streitu eftir dóm Stjórn menningarfélagsins MÍR stefnir enn á að selja húsnæði félagsins og leggja niður starfsemi þess í núverandi mynd. Unnið er að undirbúningi nýs aðalfundar eftir að dómstóll ógilti ákvarðanir sem voru samþykktar á fundi sem hann taldi ekki löglega boðaðan. 5. apríl 2024 07:02
Máttu ekki leggja félagið niður á fundi sem var boðaður með plaggi í glugga Héraðsdómur Reykjavíkur hefur ógilt afdrifaríkar ákvarðanir sem teknar voru á aðalfundi félagasamtakanna Menningartengsla Íslands og Rússlands (MÍR) í júní árið 2022. Dómurinn taldi að brotið hefði verið gegn jafnræði félagsmanna með því að boða til aðalfundarins með því að hengja tilkynningu í glugga húsnæðis félagsins. 20. mars 2024 18:55
Friðurinn úti hjá MÍR Fyrrverandi formaður félagasamtakanna Menningartengsla Íslands og Rússlands (MÍR) til áratuga er á meðal þriggja félagsmanna sem hafa stefnt stjórn félagsins vegna ákvörðunar um að breyta því í styrktarsjóð og selja húsnæði þess. Stjórnarmenn vísa ásökunum stefnendanna um að ákvörðunin hafi verið ólögleg á bug. 6. maí 2023 07:00