Arteta segir að sigur á Bayern myndi breyta Arsenal Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. apríl 2024 15:01 Mikel Arteta er sannfærður um að Arsenal gæti breytt miklu fyrir félagið með því að komast í undanúrslit Meistaradeildarinnar. AP/Matthias Schrader Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, segir að komast í undanúrslit Meistaradeildarinnar í kvöld myndi breyta öllu fyrir félagið. Arsenal mætir Bayern München í Þýskalandi í kvöld í seinni leik þeirra í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar en liðin gerðu 2-2 jafntefli í fyrri leiknum. Arsenal hefur aldrei unnið Meistaradeildina og þetta tímabil er það fyrsta hjá félaginu í Meistaradeildinni í sjö ár. Arteta var spurður á því á blaðamannafundi hvort að sigur á Bayern í kvöld myndi fara með Arsenal upp á annað stig. Beating Bayern would be transformative for Arsenal - Arteta https://t.co/THKhuPAqKB— ESPN (@espnvipweb) April 17, 2024 „Algerlega. Það yrði ótrúlegt. Ef okkur tekst það á morgun (í kvöld) og komumst í undanúrslitin þá værum við búnir að afreka það sem félaginu hefur ekki tekist í fimmtán ár,“ sagði Mikel Arteta. Hann er á því að slík úrslit myndu breyta öllu fyrir Arsenal. Arteta segir að tapið á móti Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni um helgina myndi ekki skipta neinu máli í leiknum í kvöld. „Sá leikur mun ekki hafa nein áhrif á það hvernig þessi leikur fer. Menn þurfa að ná aftur upp einbeitingu, efla sjálfstraustið, traustið og átta sig á því að hvað við þurfum að gera til að komast áfram,“ sagði Arteta. „Ég vil að mínir menn hugsi fyrst og fremst að vera þeir sjálfir. Stundum viltu gera eitthvað en mótherjinn leyfir það ekki. Við erum með það á hreinu hvernig við viljum spila í þessum leik og hvar bestu möguleikarnir á sigri liggja,“ sagði Arteta. „Það er fullt af hlutum sem við getum gert til að skrifa söguna öðruvísi á morgun (í kvöld). Við vitum það og við þurfum mjög góða frammistöðu sem lið og sem einstaklingar til að komast í undanúrslitin,“ sagði Arteta. Leikur Bayern München og Arsenal hefst klukkan 19.00 og verður hann sýndur beint á Vodafone Sport. Leikur Manchester City og Real Madrid verður sýndur á Stöð 2 Sport 2 en upphitun fyrir leiki dagsins hefst á sömu stöð klukkan 18.35. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Sjá meira
Arsenal mætir Bayern München í Þýskalandi í kvöld í seinni leik þeirra í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar en liðin gerðu 2-2 jafntefli í fyrri leiknum. Arsenal hefur aldrei unnið Meistaradeildina og þetta tímabil er það fyrsta hjá félaginu í Meistaradeildinni í sjö ár. Arteta var spurður á því á blaðamannafundi hvort að sigur á Bayern í kvöld myndi fara með Arsenal upp á annað stig. Beating Bayern would be transformative for Arsenal - Arteta https://t.co/THKhuPAqKB— ESPN (@espnvipweb) April 17, 2024 „Algerlega. Það yrði ótrúlegt. Ef okkur tekst það á morgun (í kvöld) og komumst í undanúrslitin þá værum við búnir að afreka það sem félaginu hefur ekki tekist í fimmtán ár,“ sagði Mikel Arteta. Hann er á því að slík úrslit myndu breyta öllu fyrir Arsenal. Arteta segir að tapið á móti Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni um helgina myndi ekki skipta neinu máli í leiknum í kvöld. „Sá leikur mun ekki hafa nein áhrif á það hvernig þessi leikur fer. Menn þurfa að ná aftur upp einbeitingu, efla sjálfstraustið, traustið og átta sig á því að hvað við þurfum að gera til að komast áfram,“ sagði Arteta. „Ég vil að mínir menn hugsi fyrst og fremst að vera þeir sjálfir. Stundum viltu gera eitthvað en mótherjinn leyfir það ekki. Við erum með það á hreinu hvernig við viljum spila í þessum leik og hvar bestu möguleikarnir á sigri liggja,“ sagði Arteta. „Það er fullt af hlutum sem við getum gert til að skrifa söguna öðruvísi á morgun (í kvöld). Við vitum það og við þurfum mjög góða frammistöðu sem lið og sem einstaklingar til að komast í undanúrslitin,“ sagði Arteta. Leikur Bayern München og Arsenal hefst klukkan 19.00 og verður hann sýndur beint á Vodafone Sport. Leikur Manchester City og Real Madrid verður sýndur á Stöð 2 Sport 2 en upphitun fyrir leiki dagsins hefst á sömu stöð klukkan 18.35.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Sjá meira