FÍB vill að Neytendastofa grípi til aðgerða vegna ófremdarástands í bílastæðamálum Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 17. apríl 2024 08:29 Runólfur Ólafsson er framkvæmdastjóri FÍB. Vísir/Arnar Félag íslenskra bifreiðaeigenda fer fram á það við Neytendastofu að gripið verði til aðgerða vegna þess sem félagið kallar ófremdarástand við gjaldtöku á bílastæðum hér á landi. FÍB telur að innheimtufyrirtæki varpi ábyrgð af óskýrleika í greiðsluöppum með ósanngjörnum hætti á herðar neytenda. Félagið segir að fjöldi félagsmanna hafi haft samband til að kvarta undan vanrækslugjöldum sem þeir fá vegna þess að bílastæði óskyldra aðila liggja hlið við hlið og auðvelt að ruglast á þeim. FÍB beinir gagnrýni sinni sérstaklega að fyrirtækinu Parka lausnum ehf, sem rekur Parka appið, og systurfyrirtæki þess Myparking ehf, sem rekur fjölmörg bílastæði í einkaeigu. Í kvörtun FÍB er fullyrt að Myparking ehf sendi kröfu um vanrækslugjöld í heimabanka bíleigenda án nokkurra skýringa eða upplýsinga um fyrirtækið. Auðvelt sé að ruglast á bílastæðum óskyldra aðila í Parka appinu og þá leggi skilmálar Parka appsins alla ábyrgð á herðar notenda og standist ekki kröfur um góða viðskiptahætti. Neytendastofa er því hvött til að kanna réttmæti þessara skilmála. Hafa áður bent á „vaxandi græðgisvæðingu“ „Áður hefur FÍB bent á vaxandi græðgisvæðingu á bílastæðum í einkaeigu, þar sem farið er að innheimta háar fjárhæðir fyrir afnot bílastæða allan sólarhringinn,“ segir ennfremur á heimasíðu FÍB. „Og eftir því sem þrengir að bílastæðum í miðborg Reykjavíkur hækka bílastæðagjöldin. Í bílakjallara Hafnartorgs kostar hver klukkutími 660 kr og vangreiðslugjald er komið í 7.500 kr. Mikill ruglingur myndast þegar bílum er ekið á milli bílakjallara Hafnartorgs og Hörpu og hafa bíleigendur fengið fjárkröfur vegna þess. Víða skortir verðupplýsingar, þrátt fyrir lagaskyldu þar um." Að auki er bent á að FÍB hafi áður gagnrýnt „frumskóg“ greiðsluleiða fyrir bílastæði. „Engin ein greiðsluleið virkar í öll bílastæði eða bílahús. Bíleigendur þurfa að hlaða niður a.m.k. fjórum mismunandi öppum og skrá greiðslukort sín í þau.“ Þetta telur FÍB vera flækjustig greiðsluleiða sem komi í veg fyrir samkeppni og gangi því gegn hagsmunum almennings. Bílastæði Neytendur Bílar Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira
FÍB telur að innheimtufyrirtæki varpi ábyrgð af óskýrleika í greiðsluöppum með ósanngjörnum hætti á herðar neytenda. Félagið segir að fjöldi félagsmanna hafi haft samband til að kvarta undan vanrækslugjöldum sem þeir fá vegna þess að bílastæði óskyldra aðila liggja hlið við hlið og auðvelt að ruglast á þeim. FÍB beinir gagnrýni sinni sérstaklega að fyrirtækinu Parka lausnum ehf, sem rekur Parka appið, og systurfyrirtæki þess Myparking ehf, sem rekur fjölmörg bílastæði í einkaeigu. Í kvörtun FÍB er fullyrt að Myparking ehf sendi kröfu um vanrækslugjöld í heimabanka bíleigenda án nokkurra skýringa eða upplýsinga um fyrirtækið. Auðvelt sé að ruglast á bílastæðum óskyldra aðila í Parka appinu og þá leggi skilmálar Parka appsins alla ábyrgð á herðar notenda og standist ekki kröfur um góða viðskiptahætti. Neytendastofa er því hvött til að kanna réttmæti þessara skilmála. Hafa áður bent á „vaxandi græðgisvæðingu“ „Áður hefur FÍB bent á vaxandi græðgisvæðingu á bílastæðum í einkaeigu, þar sem farið er að innheimta háar fjárhæðir fyrir afnot bílastæða allan sólarhringinn,“ segir ennfremur á heimasíðu FÍB. „Og eftir því sem þrengir að bílastæðum í miðborg Reykjavíkur hækka bílastæðagjöldin. Í bílakjallara Hafnartorgs kostar hver klukkutími 660 kr og vangreiðslugjald er komið í 7.500 kr. Mikill ruglingur myndast þegar bílum er ekið á milli bílakjallara Hafnartorgs og Hörpu og hafa bíleigendur fengið fjárkröfur vegna þess. Víða skortir verðupplýsingar, þrátt fyrir lagaskyldu þar um." Að auki er bent á að FÍB hafi áður gagnrýnt „frumskóg“ greiðsluleiða fyrir bílastæði. „Engin ein greiðsluleið virkar í öll bílastæði eða bílahús. Bíleigendur þurfa að hlaða niður a.m.k. fjórum mismunandi öppum og skrá greiðslukort sín í þau.“ Þetta telur FÍB vera flækjustig greiðsluleiða sem komi í veg fyrir samkeppni og gangi því gegn hagsmunum almennings.
Bílastæði Neytendur Bílar Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira