Lyngby gengur frá kaupunum á Andra: Mætir brosandi á æfingar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. apríl 2024 10:28 Andri Lucas Guðjohnsen er íslenskur landsliðsmaður og hefur blómstrað í dönsku deildinni. Lyngby Boldklub Danska félagið Lyngby hefur gengið frá kaupunum á íslenska landsliðsframherjanum Andra Lucas Guðjohnsen. Andri hefur verið í láni hjá Lyngby frá Norrköping í Sviþjóð en hann kom þangað eftir að hafa lítið spilað með sænska félaginu. Andri hefur í framhaldinu skrifað undir þriggja ára samning við danska félagið. Hinn 22 ára gamli Andri hefur staðið sig mjög vel í dönsku úrvalsdeildinni á leiktíðinni og skorað ellefu mörk í 25 leikjum í öllum keppnum. „Það er enginn vafi á því að við erum mjög ánægðir með þetta samkomulag. Andri kom til okkar á láni eftir að við höfum verið að skoða hann í langan tíma. Hann hefur skilað til liðsins frá fyrsta degi. Hann er þegar búinn að skapa sér nafn í dönsku úrvalsdeildinni en er enn bara 22 ára gamall og á því langan feril fyrir höndum,“ sagði Nicas Kjeldsen, stjóri Lyngby Boldklub, við heimasíðu félagsins. „Andri er leikmaður sem kemur úr hillu sem við þurfum að hafa mikið fyrir því að fá leikmenn úr. Vonandi segir það heilmikið um okkar getu til að byggja upp leikmenn að við höfum fengið hann til okkar,“ sagði Nicas. Andri Lucas er líka sjálfur mjög sáttur með samninginn. „Ég hef verið ótrúlega ánægður þessa fyrstu átta mánuði mína hjá Lyngby Boldklub og ég mjög sáttur að við höfðum gengið frá því að þetta verði til frambúðar,“ sagði Andri. „Það var tekið vel á móti mér á fyrsta degi og Lyngby varð fljótt að minni annarri fjölskyldu og í raun nýtt heimili fyrir mig. Ég brosi á hverjum degi, bæði þegar ég mæti á æfingu en líka þegar ég fer heim af æfingu. Það er mikilvægt fyrir mig,“ sagði Andri. Danski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Sjá meira
Andri hefur verið í láni hjá Lyngby frá Norrköping í Sviþjóð en hann kom þangað eftir að hafa lítið spilað með sænska félaginu. Andri hefur í framhaldinu skrifað undir þriggja ára samning við danska félagið. Hinn 22 ára gamli Andri hefur staðið sig mjög vel í dönsku úrvalsdeildinni á leiktíðinni og skorað ellefu mörk í 25 leikjum í öllum keppnum. „Það er enginn vafi á því að við erum mjög ánægðir með þetta samkomulag. Andri kom til okkar á láni eftir að við höfum verið að skoða hann í langan tíma. Hann hefur skilað til liðsins frá fyrsta degi. Hann er þegar búinn að skapa sér nafn í dönsku úrvalsdeildinni en er enn bara 22 ára gamall og á því langan feril fyrir höndum,“ sagði Nicas Kjeldsen, stjóri Lyngby Boldklub, við heimasíðu félagsins. „Andri er leikmaður sem kemur úr hillu sem við þurfum að hafa mikið fyrir því að fá leikmenn úr. Vonandi segir það heilmikið um okkar getu til að byggja upp leikmenn að við höfum fengið hann til okkar,“ sagði Nicas. Andri Lucas er líka sjálfur mjög sáttur með samninginn. „Ég hef verið ótrúlega ánægður þessa fyrstu átta mánuði mína hjá Lyngby Boldklub og ég mjög sáttur að við höfðum gengið frá því að þetta verði til frambúðar,“ sagði Andri. „Það var tekið vel á móti mér á fyrsta degi og Lyngby varð fljótt að minni annarri fjölskyldu og í raun nýtt heimili fyrir mig. Ég brosi á hverjum degi, bæði þegar ég mæti á æfingu en líka þegar ég fer heim af æfingu. Það er mikilvægt fyrir mig,“ sagði Andri.
Danski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Sjá meira