Bankaráðið sakar bankasýsluna um aðdróttanir Kjartan Kjartansson skrifar 17. apríl 2024 12:24 Nú gustar um bankaráð Landsbankans vegna kaupanna á TM. Bankaráðinu verður skipt út á aðalfundi bankans á föstudag að tillögu bankasýslunnar. Vísir/Sigurjón Ásakanir um að leiðin sem Landsbankinn fer til að fjármagna kaup á tryggingafélaginu TM hafi verið valin til að komast hjá því að leita samþykkis hluthafafundar eru aðdróttanir, að sögn bankaráðs Landsbankans. Bankinn sé langt yfir eiginfjárkröfum eftir kaupin. Miklar deilur hafa staðið yfir á milli bankaráðs Landsbankans og bankasýslunnar eftir að bankinn keypti TM gegn vilja þáverandi fjármálaráðherra. Bankasýslan segir kaupin ekki samræmast eigendastefnu ríkisins og að bankaráðið hafi ekki uppfyllt upplýsingaskyldu sína þegar bankinn bauð í félagið. Bankasýslan leggur fram tillögu um að skipta bankaráðinu út á aðalfundi á föstudag. Í yfirlýsingu sem bankaráðsins sendi frá sér í dag hafnar það því að hafa valið fjármögnunarleið fyrir kaupin gagngert til þess að komast undan því að fá samþykki hluthafa bankans. Vísar það til ítrekaðra ummæla frá Bankasýslu ríkisins um störf og ákvarðanir Landsbankans. „Það er fjarri sanni og í því felast aðdróttanir í garð bankaráðsins,“ segir í yfirlýsingunni. Hagstæðasta leiðin við fjármögnun Bankaráðið segir að sú leið að greiða fyrir TM með haldbæru og gefa út víkjandi skuldabréf til mótvægis hafi verið valin vegna þess að hún sé til þess fallin að viðhalda getu bankans til þess að greiða reglulegar arðgreiðslur til framtíðar í samræmi við markmið eigendastefnu ríkisins. „Þessi leið var talin hagstæðust fyrir bankann og eigendur hans. Ekki var þörf á útgáfu nýs hlutafjár, enda verða eiginfjárhlutföll bankans vel yfir lögbundnum mörkum og markmiðum bankans,“ segir í yfirlýsingunni. Hefði bankinn ætlað að fjármagna kaupin með útgáfu nýs hlutafjár hefði þurft samþykki hluthafafundar. Landsbankinn hefði hins vegar talið hagstæðast að greiða með haldbæru fæ og gefa í kjölfarið út víkjandi skuldabréf upp á 13,5 milljarða króna sem greiðist upp eftir fimm ár frekar en að gefa út nýtt hlutafé. Kaupin á TM lækki eiginfjárstöðu bankans um 1,5 prósentustig. Eftir þau verði eiginfjárhlutfallið 23,1 prósent, vel yfir eiginfjárkröfu hans um 20,7 prósent. Þessi leið var talin hagstæðust fyrir bankann og eigendur hans. Ekki var þörf á útgáfu nýs hlutafjár, enda verða eiginfjárhlutföll bankans vel yfir lögbundnum mörkum og markmiðum bankans. Telja sig hafa uppfyllt upplýsingaskyldu Ítrekað er í yfirlýsingunni að bankaráðið telji sig hafa uppfyllt upplýsingaskyldu þegar það lét vita af áhuga þess að kaupa TM daginn sem það gerði óskuldbindandi tilboð 20. desember. Bankasýslan hafi aldrei gert athugasemdir eða óskað eftir frekari upplýsingum eða gögnum fyrr en eftir að tilboð bankans var samþykkt. Formaður stjórnar bankasýslunnar hefur sagt að bankaráðið vísi þar til þriggja mínútna símtal formanns bankaráðsins og hans sjálfs. Þar hafi ekkert skuldbindandi tilboð í TM verið rætt. Það stæðist enga skoðun að halda þvi fram að bankasýslan hefði verið upplýst um fyrirhuguð kaup Landsbankans á félaginu. Kallaði hann yfirlýsingu sem bankaráðið sendi frá sér á föstudag „auma“ í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Kaup Landsbankans á TM Landsbankinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjármálafyrirtæki Mest lesið Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Miklar deilur hafa staðið yfir á milli bankaráðs Landsbankans og bankasýslunnar eftir að bankinn keypti TM gegn vilja þáverandi fjármálaráðherra. Bankasýslan segir kaupin ekki samræmast eigendastefnu ríkisins og að bankaráðið hafi ekki uppfyllt upplýsingaskyldu sína þegar bankinn bauð í félagið. Bankasýslan leggur fram tillögu um að skipta bankaráðinu út á aðalfundi á föstudag. Í yfirlýsingu sem bankaráðsins sendi frá sér í dag hafnar það því að hafa valið fjármögnunarleið fyrir kaupin gagngert til þess að komast undan því að fá samþykki hluthafa bankans. Vísar það til ítrekaðra ummæla frá Bankasýslu ríkisins um störf og ákvarðanir Landsbankans. „Það er fjarri sanni og í því felast aðdróttanir í garð bankaráðsins,“ segir í yfirlýsingunni. Hagstæðasta leiðin við fjármögnun Bankaráðið segir að sú leið að greiða fyrir TM með haldbæru og gefa út víkjandi skuldabréf til mótvægis hafi verið valin vegna þess að hún sé til þess fallin að viðhalda getu bankans til þess að greiða reglulegar arðgreiðslur til framtíðar í samræmi við markmið eigendastefnu ríkisins. „Þessi leið var talin hagstæðust fyrir bankann og eigendur hans. Ekki var þörf á útgáfu nýs hlutafjár, enda verða eiginfjárhlutföll bankans vel yfir lögbundnum mörkum og markmiðum bankans,“ segir í yfirlýsingunni. Hefði bankinn ætlað að fjármagna kaupin með útgáfu nýs hlutafjár hefði þurft samþykki hluthafafundar. Landsbankinn hefði hins vegar talið hagstæðast að greiða með haldbæru fæ og gefa í kjölfarið út víkjandi skuldabréf upp á 13,5 milljarða króna sem greiðist upp eftir fimm ár frekar en að gefa út nýtt hlutafé. Kaupin á TM lækki eiginfjárstöðu bankans um 1,5 prósentustig. Eftir þau verði eiginfjárhlutfallið 23,1 prósent, vel yfir eiginfjárkröfu hans um 20,7 prósent. Þessi leið var talin hagstæðust fyrir bankann og eigendur hans. Ekki var þörf á útgáfu nýs hlutafjár, enda verða eiginfjárhlutföll bankans vel yfir lögbundnum mörkum og markmiðum bankans. Telja sig hafa uppfyllt upplýsingaskyldu Ítrekað er í yfirlýsingunni að bankaráðið telji sig hafa uppfyllt upplýsingaskyldu þegar það lét vita af áhuga þess að kaupa TM daginn sem það gerði óskuldbindandi tilboð 20. desember. Bankasýslan hafi aldrei gert athugasemdir eða óskað eftir frekari upplýsingum eða gögnum fyrr en eftir að tilboð bankans var samþykkt. Formaður stjórnar bankasýslunnar hefur sagt að bankaráðið vísi þar til þriggja mínútna símtal formanns bankaráðsins og hans sjálfs. Þar hafi ekkert skuldbindandi tilboð í TM verið rætt. Það stæðist enga skoðun að halda þvi fram að bankasýslan hefði verið upplýst um fyrirhuguð kaup Landsbankans á félaginu. Kallaði hann yfirlýsingu sem bankaráðið sendi frá sér á föstudag „auma“ í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Kaup Landsbankans á TM Landsbankinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjármálafyrirtæki Mest lesið Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira