„Ég get ekki fundið réttu orðin“ Smári Jökull Jónsson skrifar 17. apríl 2024 22:32 Mikel Arteta vonsvikinn á hliðarlínunni. Vísir/Getty Mikel Arteta sagðist eiga erfitt með að finna orðin til að hressa leikmenn sína við eftir tapið gegn Bayern Munchen í Meistaradeildinni í kvöld. Hann segir Arsenal hafa gefið Bayern tvö mörk í fyrri leiknum. Í augnablikinu eru allir miður sín í búningsklefanum. Þetta er mjög svekkjandi,“ sagði Arteta í viðtali eftir leikinn í kvöld. „Ég get ekki fundið réttu orðin til að hressa leikmennina við. Ég vildi óska þess að ég gæti það. Við þurfum að komast í gegnum þetta,“ sagði Areta og bætti við að liðið hefði viljað komast í undanúrslit eða úrslit eftir að hafa verið fyrir utan Meistaradeildina síðustu sjö tímabilin. „Okkur langaði þetta mjög mikið en þú getur séð að hjá sumum liðum tekur það sex til sjá ár að komast þetta langt. Við vorum mjög nálægt því, það er raunveruleikinn.“ „Við þurfum að fara í gegnum þennan sársauka í dag og á morgun, koma okkur á fætur með sama viðhorfi og við sýndum hér og vonandi vinna Úlfana,“ en Arsenal er í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar, tveimur stigum á eftir Manchester City. „Gáfum þeim tvö mörk“ Hann segir að mistök í fyrri leik liðanna hafi verið dýrkeypt. „Við reyndum á móti liði sem er með mikla reynslu og í gegnum einvígið hafa þetta verið lítil atriði. Við vorum betri á köflum.“ „Við gáfum þeim tvö mörk og í einvíginu var það mjög mikið forskot að gefa.“ Hann segir að það hafi ekkert pláss verið fyrir mistök og að liðið hafi gert stór mistök í vítateignum þegar Joshua Kimmich skoraði sigurmarkið í leiknum í kvöld. Arteta og Thomas Tuchel knattspyrnustjóri Bayern takast í hendur eftir leik.Vísir/Getty „Það er á þessum tímapunkti sem þarf að standa með leikmönnum og styðja þá. Við þurfum að standa með þeim því það eru þeir sem hafa farið með okkur í þetta ferðalag.“ „Það þurfti mistök eða einverja töfra til að opna þetta einvígi. Við náðum ekki að vinna fyrri leikinn eins og við hefðum getað gert. Við vorum betri en þeir þá og í kvöld vorum við með yfirburði á köflum en þú þarft neista í teignum til að ná sigrinum.“ Hann sagði tímabilið þó hvergi nærri búið. „Það sem er eftir fyrir okkur að spila um er fallegt.“ Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira
Í augnablikinu eru allir miður sín í búningsklefanum. Þetta er mjög svekkjandi,“ sagði Arteta í viðtali eftir leikinn í kvöld. „Ég get ekki fundið réttu orðin til að hressa leikmennina við. Ég vildi óska þess að ég gæti það. Við þurfum að komast í gegnum þetta,“ sagði Areta og bætti við að liðið hefði viljað komast í undanúrslit eða úrslit eftir að hafa verið fyrir utan Meistaradeildina síðustu sjö tímabilin. „Okkur langaði þetta mjög mikið en þú getur séð að hjá sumum liðum tekur það sex til sjá ár að komast þetta langt. Við vorum mjög nálægt því, það er raunveruleikinn.“ „Við þurfum að fara í gegnum þennan sársauka í dag og á morgun, koma okkur á fætur með sama viðhorfi og við sýndum hér og vonandi vinna Úlfana,“ en Arsenal er í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar, tveimur stigum á eftir Manchester City. „Gáfum þeim tvö mörk“ Hann segir að mistök í fyrri leik liðanna hafi verið dýrkeypt. „Við reyndum á móti liði sem er með mikla reynslu og í gegnum einvígið hafa þetta verið lítil atriði. Við vorum betri á köflum.“ „Við gáfum þeim tvö mörk og í einvíginu var það mjög mikið forskot að gefa.“ Hann segir að það hafi ekkert pláss verið fyrir mistök og að liðið hafi gert stór mistök í vítateignum þegar Joshua Kimmich skoraði sigurmarkið í leiknum í kvöld. Arteta og Thomas Tuchel knattspyrnustjóri Bayern takast í hendur eftir leik.Vísir/Getty „Það er á þessum tímapunkti sem þarf að standa með leikmönnum og styðja þá. Við þurfum að standa með þeim því það eru þeir sem hafa farið með okkur í þetta ferðalag.“ „Það þurfti mistök eða einverja töfra til að opna þetta einvígi. Við náðum ekki að vinna fyrri leikinn eins og við hefðum getað gert. Við vorum betri en þeir þá og í kvöld vorum við með yfirburði á köflum en þú þarft neista í teignum til að ná sigrinum.“ Hann sagði tímabilið þó hvergi nærri búið. „Það sem er eftir fyrir okkur að spila um er fallegt.“
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira