Opna miðstöð fyrir palestínsk börn Árni Sæberg skrifar 18. apríl 2024 20:24 Sams konar miðstöð var opnuð fyrir úkraínsk börn. Reykjavíkurborg Skóla- og fjölskyldumiðstöð fyrir börn á leikskóla-, grunnskóla- og framhaldsskólaaldri verður komið á fót í kjölfar fjölskyldusameiningar fólks frá Palestínu. Þetta var samþykkt í borgarráði í dag og stefnt er að formlegri opnun mánudaginn 22.apríl. Í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar segir að í síðasta mánuði hafi 35 börn komið frá Gasa til Reykjavíkur á grundvelli fjölskyldusameiningar. Þau séu komin í þjónustu velferðarsviðs á forsendum samræmdrar móttöku flóttafólks. Í hópnum séu fmmtán börn á leikskólaaldri, 19 á grunnskólaaldri og eitt barn á framhaldsskólaaldri. Þá liggi fyrir að fjölga muni í þessum hópi á næstu vikum. Mikilvægt þyki að koma á fót skóla- og fjölskyldumiðstöð sem gegni því hlutverki að vera skjól fyrir börnin við komuna til landsins og fyrstu vikurnar í íslensku samfélagi. Í miðstöðinni sé gert ráð fyrir þátttöku foreldra og hugsanlega annarra ættingja, jafnvel systkina sem þegar eru búsett á Íslandi. Börnin komi úr ómannúðlegum aðstæðum Um sé að ræða tímabundið úrræði til að mæta náms- og félagslegum þörfum barnanna. Ljóst sé að þessi börn koma úr ómannúðlegum aðstæðum og rannsóknir sýni að börn sem þurft hafa að upplifa stríð kljást við áfallastreitu. „Því er mikilvægt að skapa griðastað þar sem börn og fjölskyldur þeirra upplifa öryggi, rútínu og hlýju.“ Áfallamiðuð nálgun verði leiðarljós í starfinu með áherslu á náið og gott samstarf skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, velferðarsviðs, Rauða kross Íslands, Unicef og annarra sem koma að velferð og námi barna. Í miðstöðinni muni starfa fólk úr skóla- og frístundastarfi með þekkingu á eða bakgrunn frá Austurlöndum nær auk starfsfólks með góða íslenskukunnáttu. Góð reynsla hafi skapast af verkefni sem þessu þegar tekið var á móti fólki frá Úkraínu fyrir tveimur árum síðan. Hugmyndin sé að starfrækja miðstöðina til 30. júní næstkomandi og hún eigi að skapa blíða byrjun fyrir börnin inn í almennt skóla- og frístundastarf í Reykjavík. Sækjast eftir þrettán milljónum Skóla- og fjölskyldumiðstöðin verði opin virka daga frá klukkan 8:30 til 13:00 og áhersla verði lögð á eftirfarandi: Vettvang fyrir samveru fjölskyldna. Samfélagsfræðslu. Mat á náms- og félagslegri stöðu barna. Kynningu á leikskóla-, grunnskóla- og frístundastarfi, meðal annars með vettvangsheimsóknum. Latneska leturgerð. Grunnorðaforða í íslensku. Undirbúning fyrir leik- og grunnskólagöngu. Undirbúning fyrir foreldra í skólafærni. Verkefnið sé fjármagnað að hluta úr ramma skóla- og frístundasviðs en þörf sé á viðbótarfjármagni upp á 13,1 milljón króna og sótt verði um styrk frá mennta- og barnamálaráðuneytinu til að mæta þeim viðbótarkostnaði. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Flóttafólk á Íslandi Borgarstjórn Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Fleiri fréttir Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Sjá meira
Í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar segir að í síðasta mánuði hafi 35 börn komið frá Gasa til Reykjavíkur á grundvelli fjölskyldusameiningar. Þau séu komin í þjónustu velferðarsviðs á forsendum samræmdrar móttöku flóttafólks. Í hópnum séu fmmtán börn á leikskólaaldri, 19 á grunnskólaaldri og eitt barn á framhaldsskólaaldri. Þá liggi fyrir að fjölga muni í þessum hópi á næstu vikum. Mikilvægt þyki að koma á fót skóla- og fjölskyldumiðstöð sem gegni því hlutverki að vera skjól fyrir börnin við komuna til landsins og fyrstu vikurnar í íslensku samfélagi. Í miðstöðinni sé gert ráð fyrir þátttöku foreldra og hugsanlega annarra ættingja, jafnvel systkina sem þegar eru búsett á Íslandi. Börnin komi úr ómannúðlegum aðstæðum Um sé að ræða tímabundið úrræði til að mæta náms- og félagslegum þörfum barnanna. Ljóst sé að þessi börn koma úr ómannúðlegum aðstæðum og rannsóknir sýni að börn sem þurft hafa að upplifa stríð kljást við áfallastreitu. „Því er mikilvægt að skapa griðastað þar sem börn og fjölskyldur þeirra upplifa öryggi, rútínu og hlýju.“ Áfallamiðuð nálgun verði leiðarljós í starfinu með áherslu á náið og gott samstarf skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, velferðarsviðs, Rauða kross Íslands, Unicef og annarra sem koma að velferð og námi barna. Í miðstöðinni muni starfa fólk úr skóla- og frístundastarfi með þekkingu á eða bakgrunn frá Austurlöndum nær auk starfsfólks með góða íslenskukunnáttu. Góð reynsla hafi skapast af verkefni sem þessu þegar tekið var á móti fólki frá Úkraínu fyrir tveimur árum síðan. Hugmyndin sé að starfrækja miðstöðina til 30. júní næstkomandi og hún eigi að skapa blíða byrjun fyrir börnin inn í almennt skóla- og frístundastarf í Reykjavík. Sækjast eftir þrettán milljónum Skóla- og fjölskyldumiðstöðin verði opin virka daga frá klukkan 8:30 til 13:00 og áhersla verði lögð á eftirfarandi: Vettvang fyrir samveru fjölskyldna. Samfélagsfræðslu. Mat á náms- og félagslegri stöðu barna. Kynningu á leikskóla-, grunnskóla- og frístundastarfi, meðal annars með vettvangsheimsóknum. Latneska leturgerð. Grunnorðaforða í íslensku. Undirbúning fyrir leik- og grunnskólagöngu. Undirbúning fyrir foreldra í skólafærni. Verkefnið sé fjármagnað að hluta úr ramma skóla- og frístundasviðs en þörf sé á viðbótarfjármagni upp á 13,1 milljón króna og sótt verði um styrk frá mennta- og barnamálaráðuneytinu til að mæta þeim viðbótarkostnaði.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Flóttafólk á Íslandi Borgarstjórn Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Fleiri fréttir Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Sjá meira