Taska stútfull af milljónum króna enn ófundin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. apríl 2024 11:45 Þjófarnir búnir að brjótast inn í lítinn sendiferðabíl Öryggismiðstöðvarinnar og að flytja peningatöskurnar inn í Toyota Yaris bílinn. Tvær fullar af peningum og fimm tómar. Ein af töskunum sjö sem þjófarnir í Hamraborg höfðu á brott með sér úr sendiferðabíl Öryggismiðstöðvarinnar fyrir tæpum fjórum vikum er ófundin. Sú var stúfull af peningum. Talið er að þjófarnir hafi haft upp úr krafsinu á milli tuttugu til þrjátíu milljónir króna þegar þeir brutust inn í bíl Öryggismiðstöðvarinnar í Hamraborginni í Kópavogi. Lögregla segist vita upp á krónu hve miklum fjármunum var stolið en að svo stöddu verði upphæðin ekki gefin út með nákvæmari hætti. Starfsmenn Öryggismiðstöðvarinnar voru nýbúnir að tæma spilakassana hjá Videomarkaðnum í Hamraborg. Starfsmennirnir keyrðu yfir götuna, lögðu bílnum beint fyrir framan innganginn á veitingastaðnum Catalinu og skildu bílinn eftir mannlausan. Myndband af þjófnaðinum var sýnt í fréttum Stöðvar 2 í gær. Á rúmum þrjátíu sekúndum brutust þjófarnir inn í bílinn, tóku sjö töskur og brunuðu í burtu. Tvær taskanna voru stútfullar af peningum en fimm þeirra tómar. Fyrstu fregnir af málinu hermdu að allar töskurnar sjö hefðu fundist en svo er ekki. „Þjófarnir höfðu með sér sjö töskur, þar af eru sex fundnar. Það þýðir að ein er ófundin.“ Þetta segir Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson rannsóknarlögreglumaður. Töskurnar sex fundust á nokkrum stöðum í Mosfellsbæ. Búið var opna þær með slípirokk og skilja þær eftir tómar. Aðalsteinn Örn segir vísbendingar um að litasprengjur í töskunum hafi sprungið og biður fólk um að hafa auga með peningaseðlum með bláum merkjum. Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson segir rannsókn lögreglu í fullum gangi. Hann hvetur fólk til að hafa augun hjá sér varðandi blámerkta peningaseðla og sömuleiðis gráan Toyota Yaris.Vísir/EinarÁrna Samkvæmt heimildum fréttastofu er taskan sem er ófundin önnur af peningatöskunum tveimur sem má áætla að hafi innihaldið á bilinu 10-15 milljónir króna úr spilakössunum í Videomarkaðnum. Rannsókn er í fullum gangi að sögn Aðalsteins sem fylgir eftir vísbendingum og ætlar sér að leysa málið. „Að eðlisfari er ég bjartsýnn maður. Við getum státað af því hér á Íslandi að við erum með hátt skor í að upplýsa mál, við viljum hafa það þannig og við gerum okkar besta.“ Peningum stolið í Hamraborg Lögreglumál Kópavogur Tengdar fréttir Myndband sýnir þjófana í Hamraborg hafa lítið fyrir hlutunum Þjófarnir í Hamraborgarmálinu voru rúmar þrjátíu sekúndur að brjótast inn í peningaflutningabíl Öryggismiðstöðvarinnar, færa peningatöskur yfir í eigin bíl og bruna í burtu með tuttugu til þrjátíu milljónir króna í fórum sínum. Þetta sýnir myndband sem komið er í dreifingu og barst fréttastofu. Margar mínútur liðu áður en upp komst um glæpinn. 18. apríl 2024 19:15 Þjófarnir leika lausum hala Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á því hverjir stálu á milli tuttugu til þrjátíu milljónum króna í formi spilakassapeninga í fórum starfsfólks Öryggismiðstöðvarinnar hefur ekki leitt til handtöku. Þjófarnir leika enn lausum hala. 8. apríl 2024 12:11 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Talið er að þjófarnir hafi haft upp úr krafsinu á milli tuttugu til þrjátíu milljónir króna þegar þeir brutust inn í bíl Öryggismiðstöðvarinnar í Hamraborginni í Kópavogi. Lögregla segist vita upp á krónu hve miklum fjármunum var stolið en að svo stöddu verði upphæðin ekki gefin út með nákvæmari hætti. Starfsmenn Öryggismiðstöðvarinnar voru nýbúnir að tæma spilakassana hjá Videomarkaðnum í Hamraborg. Starfsmennirnir keyrðu yfir götuna, lögðu bílnum beint fyrir framan innganginn á veitingastaðnum Catalinu og skildu bílinn eftir mannlausan. Myndband af þjófnaðinum var sýnt í fréttum Stöðvar 2 í gær. Á rúmum þrjátíu sekúndum brutust þjófarnir inn í bílinn, tóku sjö töskur og brunuðu í burtu. Tvær taskanna voru stútfullar af peningum en fimm þeirra tómar. Fyrstu fregnir af málinu hermdu að allar töskurnar sjö hefðu fundist en svo er ekki. „Þjófarnir höfðu með sér sjö töskur, þar af eru sex fundnar. Það þýðir að ein er ófundin.“ Þetta segir Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson rannsóknarlögreglumaður. Töskurnar sex fundust á nokkrum stöðum í Mosfellsbæ. Búið var opna þær með slípirokk og skilja þær eftir tómar. Aðalsteinn Örn segir vísbendingar um að litasprengjur í töskunum hafi sprungið og biður fólk um að hafa auga með peningaseðlum með bláum merkjum. Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson segir rannsókn lögreglu í fullum gangi. Hann hvetur fólk til að hafa augun hjá sér varðandi blámerkta peningaseðla og sömuleiðis gráan Toyota Yaris.Vísir/EinarÁrna Samkvæmt heimildum fréttastofu er taskan sem er ófundin önnur af peningatöskunum tveimur sem má áætla að hafi innihaldið á bilinu 10-15 milljónir króna úr spilakössunum í Videomarkaðnum. Rannsókn er í fullum gangi að sögn Aðalsteins sem fylgir eftir vísbendingum og ætlar sér að leysa málið. „Að eðlisfari er ég bjartsýnn maður. Við getum státað af því hér á Íslandi að við erum með hátt skor í að upplýsa mál, við viljum hafa það þannig og við gerum okkar besta.“
Peningum stolið í Hamraborg Lögreglumál Kópavogur Tengdar fréttir Myndband sýnir þjófana í Hamraborg hafa lítið fyrir hlutunum Þjófarnir í Hamraborgarmálinu voru rúmar þrjátíu sekúndur að brjótast inn í peningaflutningabíl Öryggismiðstöðvarinnar, færa peningatöskur yfir í eigin bíl og bruna í burtu með tuttugu til þrjátíu milljónir króna í fórum sínum. Þetta sýnir myndband sem komið er í dreifingu og barst fréttastofu. Margar mínútur liðu áður en upp komst um glæpinn. 18. apríl 2024 19:15 Þjófarnir leika lausum hala Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á því hverjir stálu á milli tuttugu til þrjátíu milljónum króna í formi spilakassapeninga í fórum starfsfólks Öryggismiðstöðvarinnar hefur ekki leitt til handtöku. Þjófarnir leika enn lausum hala. 8. apríl 2024 12:11 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Myndband sýnir þjófana í Hamraborg hafa lítið fyrir hlutunum Þjófarnir í Hamraborgarmálinu voru rúmar þrjátíu sekúndur að brjótast inn í peningaflutningabíl Öryggismiðstöðvarinnar, færa peningatöskur yfir í eigin bíl og bruna í burtu með tuttugu til þrjátíu milljónir króna í fórum sínum. Þetta sýnir myndband sem komið er í dreifingu og barst fréttastofu. Margar mínútur liðu áður en upp komst um glæpinn. 18. apríl 2024 19:15
Þjófarnir leika lausum hala Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á því hverjir stálu á milli tuttugu til þrjátíu milljónum króna í formi spilakassapeninga í fórum starfsfólks Öryggismiðstöðvarinnar hefur ekki leitt til handtöku. Þjófarnir leika enn lausum hala. 8. apríl 2024 12:11