Af hverju Helgu Þórisdóttur? Haukur Arnþórsson skrifar 19. apríl 2024 13:02 Fullyrða má að Helga sé einkum merkisberi framþróunar þjóðfélagsins og siðmenningar í opinberu lífi. Einkenni sem ákall hefur verið eftir. Upplýsingatæknin og líftæknin opna tækifæri og skapa ógnir sem lítið eru ræddar á innlendum vettvangi; málefni sem Helga fylgist vel með. Hún er merkisberi persónuverndar og mannréttinda og hluti af evrópskri hreyfingu sem vill auka jákvæð áhrif nýrrar framþróunar. Hreyfingin og evrópsku reglurnar, sem ná til fjölmargra sviða, m.a. viðskipta, er eina haldbæra svar mannkynsins gegn hættunum sem fylgja nýrri tækni – en notkun hennar beinist víða að eftirliti með almenningi og jafnvel inngripum í líf hans. Fáar eftirlitsstofnanir hafa breytt eins miklu fyrir almenning og Persónuvernd. Á meðan líf hvers og eins er yfirvöldum sums staðar opin bók búum við Íslendingar við öryggi um okkar eigin málefni. „Það skiptir máli hver stjórnar“ segja stjórnmálamennirnir, og það sama á við um opinbera embættismenn. Helga hefur verið staðföst og óhrædd við að móta hvernig framþróunin kemur við okkur. Það hefur verið gaman að sjá hvernig einn embættismaður með leiðtogahæfileika hefur leitt okkur með siðferðisstyrk sínum – okkur sem greinilega höfum verið óafvitandi um þetta og álitið að mannréttindi féllu í okkar hlut án beitingu jákvæðs opinbers valds – og við hljótum að íhuga að sömu hæfileikar eigi vel heima á Bessastöðum. Þar sem reynir á staðfestu gagnvart vinstri og hægri og vald á grundvelli siðmenningar. Frægðarljómi frambjóðendanna hefur mótað skoðanakannanir hingað til. En kannski má líta dýpra. Ég vona að eiginleikar og störf þeirra eigi eftir að fá hærri sess í umræðunni. Við ætlum það vori á morgun og viðjarnar falli. Að meðmæli berist af torgum að þjóðin kalli. Eftir Helgu að hæstu borgum. Höfundur er stjórnsýslufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Arnþórsson Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sátt um laun kennara Guðríður Arnardóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Fullyrða má að Helga sé einkum merkisberi framþróunar þjóðfélagsins og siðmenningar í opinberu lífi. Einkenni sem ákall hefur verið eftir. Upplýsingatæknin og líftæknin opna tækifæri og skapa ógnir sem lítið eru ræddar á innlendum vettvangi; málefni sem Helga fylgist vel með. Hún er merkisberi persónuverndar og mannréttinda og hluti af evrópskri hreyfingu sem vill auka jákvæð áhrif nýrrar framþróunar. Hreyfingin og evrópsku reglurnar, sem ná til fjölmargra sviða, m.a. viðskipta, er eina haldbæra svar mannkynsins gegn hættunum sem fylgja nýrri tækni – en notkun hennar beinist víða að eftirliti með almenningi og jafnvel inngripum í líf hans. Fáar eftirlitsstofnanir hafa breytt eins miklu fyrir almenning og Persónuvernd. Á meðan líf hvers og eins er yfirvöldum sums staðar opin bók búum við Íslendingar við öryggi um okkar eigin málefni. „Það skiptir máli hver stjórnar“ segja stjórnmálamennirnir, og það sama á við um opinbera embættismenn. Helga hefur verið staðföst og óhrædd við að móta hvernig framþróunin kemur við okkur. Það hefur verið gaman að sjá hvernig einn embættismaður með leiðtogahæfileika hefur leitt okkur með siðferðisstyrk sínum – okkur sem greinilega höfum verið óafvitandi um þetta og álitið að mannréttindi féllu í okkar hlut án beitingu jákvæðs opinbers valds – og við hljótum að íhuga að sömu hæfileikar eigi vel heima á Bessastöðum. Þar sem reynir á staðfestu gagnvart vinstri og hægri og vald á grundvelli siðmenningar. Frægðarljómi frambjóðendanna hefur mótað skoðanakannanir hingað til. En kannski má líta dýpra. Ég vona að eiginleikar og störf þeirra eigi eftir að fá hærri sess í umræðunni. Við ætlum það vori á morgun og viðjarnar falli. Að meðmæli berist af torgum að þjóðin kalli. Eftir Helgu að hæstu borgum. Höfundur er stjórnsýslufræðingur.
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar