Fótbolti

Endur­heimtu Haf­rúnu en töpuðu stigum í titil­bar­áttunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hafrún Rakel Halldórsdóttir er búin að ná sér af meiðslunum sem eru góðar fréttir.
Hafrún Rakel Halldórsdóttir er búin að ná sér af meiðslunum sem eru góðar fréttir. Getty/Aitor Alcalde

Tvö Íslendingalið sættust á jafntefli í toppslag í dönsku kvennadeildinni í dag þar sem Bröndby átti möguleika á að auka forskot sitt á toppnum.

Gleðiefnið var að íslenska landsliðskonan Hafrún Rakel Halldórsdóttir er komin aftur inn á völlinn.

Kristín Dís Árnadóttir var að venju í byrjunarliði Bröndby sem hægri bakvörður. Hafrún byrjaði líka og lék sinn fyrsta leik í mánuð.  Hafrún hafði misst af þremur síðustu leikjum Bröndby vegna meiðsla og var heldur ekki með í íslenska landsliðinu í síðasta glugga.

Emelía Óskarsdóttir kom inn á sem varamaður hjá Köge á 67. mínútu.

Bröndby komst í 1-0 með marki Cecilie Buchberg á 25. mínútu en Olivia Garcia jafnaði fyrir Köge í uppbótatíma fyrri hálfleiks.

Bröndby er með tveggja stiga forskot á Nordsjælland en það lið á leik inni og getur því tekið toppsætið. Köge er í þriðja sætinu, þremur stigum á eftir Bröndby. Það er því mikil spenna í titilslagnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×