Hvað eru mikilvægir hagsmunir? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 21. apríl 2024 14:01 Mjög langur vegur er frá því að aldrei séu teknar ákvarðanir á vettvangi Evrópusambandsins sem fara gegn mikilvægum hagsmunum einstakra ríkja innan þess eins og stundum hefur verið haldið fram í gegnum tíðina í röðum þeirra sem kalla eftir inngöngu Íslands í sambandið. Mun minna þó í seinni tíð. Enginn skortur er þannig á dæmum um það að farið hafi verið gegn mikilvægum hagsmunum einstakra ríkja þess. Vert er að hafa í huga í þessum efnum að ríkin ákveða ekki sjálf hvað flokkist sem mikilvægir hagsmunir þeirra heldur Evrópusambandið. Væri það í höndum ríkjanna sjálfra myndu þau ekki ósennilega skilgreina flest eða öll hagsmunamál sín sem mikilvæg. Þá eru ófá dæmi um það að minna mikilvægum hagsmunum að mati sambandsins hafi verið fórnað fyrir hagsmuni sem talið hefur verið að skiptu meira máli. Hagsmunir fjölmennari ríkja innan Evrópusambandsins, og þá einkum og sér í lagi þeirra fjölmennustu, teljast iðulega vega mun þyngra en hagsmunir fámennari ríkja. Einkum þeirra fámennustu. Hagsmunir fjölmennustu ríkjanna eru þannig allajafna taldir mikilvægustu hagsmunirnir. Ekki bætir úr skák að tvö fjölmennustu ríkin, Þýzkaland og Frakkland, funda reglulega og samræma afstöðu sína til einstakra mála. Fimm prósent af þingmanni á Alþingi Hægt er að telja nánast á fingrum annarrar handar þá málaflokka þar sem enn er krafizt einróma samþykkis ríkja Evrópusambandsins við ákvarðanatöku í ráðherraráði þess. Hvorki sjávarútvegsmál né orkumál, sem skipta okkur Íslendinga afskaplega miklu máli, eru þar á meðal. Þar, líkt og í langflestum öðrum málaflokkum, gildir einungis aukinn meirihluti þar sem vægi ríkjanna fer fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra. Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið yrði vægi landsins í ráðherraráði sambandsins allajafna aðeins um 0,08% sem væri á við um 5% hlutdeild í þingmanni á Alþingi. Staðan í þeim efnum yrði eilítið skárri innan þings Evrópusambandsins þar sem ekki er miðað alfarið við íbúafjölda þar. Þar fengi Ísland sex þingmenn af rúmlega 700 sem samsvaraði um hálfum þingmanni á Alþingi. Þetta er „sætið við borðið“. Hvað framkvæmdastjórn Evrópusambandsins varðar eiga ríki ekki eiginlega fulltrúa í henni. Þó ríkin tilnefni einn einstakling hvert er tekið skýrt fram í Lissabon-sáttmála þess að þeim sem þar sitja sé óheimilt að draga taum heimaríkja sinna. Fyrir vikið gæti Íslendingur sem sæti ætti í framkvæmdastjórninni eðli málsins samkvæmt seint talizt málsvari Íslands. Viðkomandi yrði einfaldlega embættismaður sambandsins. Við yrðum ekki lengur við stjórnvölinn Mörg dæmi eru um það að margfalt fjölmennari ríki en Ísland hafi orðið undir í ráðherraráði Evrópusambandsins þegar miklir hagsmunir þeirra hafa verið í húfi. Líkt og þegar Írar urðu um árið að sætta sig við makrílsamning við Færeyinga þvert á eigin hagsmuni eða þegar Danir urðu að taka þátt í refsiaðgerðum sambandsins gegn Færeyjum, hluta af danska konungdæminu, vegna síldveiða Færeyinga í eigin lögsögu. Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið yrðum við Íslendingar eftirleiðis einfaldlega að vona að þær ákvarðanir sem teknar yrðu á vettvangi þess væru okkur hagfelldar enda ljóst að þær yrðu seint teknar með íslenzka hagsmuni og aðstæður í huga og að við yrðum ekki lengur við stjórnvölinn í þeim efnum. Þó einhverjar þeirra gætu mögulega hentað sæmilega skipti vitanlega mestu þegar sú yrði ekki raunin. Málflutningur talsmanna þess að Ísland gangi í Evrópusambandið breyttist ekki að ástæðulausu fyrir 15-20 árum síðan úr því að landið þyrfti að ganga þar inn til þess að hafa áhrif yfir í tal um sæti við borðið. Það er jú engin trygging fyrir því að hlustað yrði á þann sem þar sæti. Fyrir utan aðrar afleiðingar inngöngu í sambandið er lítið gagn að því að eiga sæti við borðið þegar ekki er einu sinni setið við sama borð. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Mjög langur vegur er frá því að aldrei séu teknar ákvarðanir á vettvangi Evrópusambandsins sem fara gegn mikilvægum hagsmunum einstakra ríkja innan þess eins og stundum hefur verið haldið fram í gegnum tíðina í röðum þeirra sem kalla eftir inngöngu Íslands í sambandið. Mun minna þó í seinni tíð. Enginn skortur er þannig á dæmum um það að farið hafi verið gegn mikilvægum hagsmunum einstakra ríkja þess. Vert er að hafa í huga í þessum efnum að ríkin ákveða ekki sjálf hvað flokkist sem mikilvægir hagsmunir þeirra heldur Evrópusambandið. Væri það í höndum ríkjanna sjálfra myndu þau ekki ósennilega skilgreina flest eða öll hagsmunamál sín sem mikilvæg. Þá eru ófá dæmi um það að minna mikilvægum hagsmunum að mati sambandsins hafi verið fórnað fyrir hagsmuni sem talið hefur verið að skiptu meira máli. Hagsmunir fjölmennari ríkja innan Evrópusambandsins, og þá einkum og sér í lagi þeirra fjölmennustu, teljast iðulega vega mun þyngra en hagsmunir fámennari ríkja. Einkum þeirra fámennustu. Hagsmunir fjölmennustu ríkjanna eru þannig allajafna taldir mikilvægustu hagsmunirnir. Ekki bætir úr skák að tvö fjölmennustu ríkin, Þýzkaland og Frakkland, funda reglulega og samræma afstöðu sína til einstakra mála. Fimm prósent af þingmanni á Alþingi Hægt er að telja nánast á fingrum annarrar handar þá málaflokka þar sem enn er krafizt einróma samþykkis ríkja Evrópusambandsins við ákvarðanatöku í ráðherraráði þess. Hvorki sjávarútvegsmál né orkumál, sem skipta okkur Íslendinga afskaplega miklu máli, eru þar á meðal. Þar, líkt og í langflestum öðrum málaflokkum, gildir einungis aukinn meirihluti þar sem vægi ríkjanna fer fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra. Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið yrði vægi landsins í ráðherraráði sambandsins allajafna aðeins um 0,08% sem væri á við um 5% hlutdeild í þingmanni á Alþingi. Staðan í þeim efnum yrði eilítið skárri innan þings Evrópusambandsins þar sem ekki er miðað alfarið við íbúafjölda þar. Þar fengi Ísland sex þingmenn af rúmlega 700 sem samsvaraði um hálfum þingmanni á Alþingi. Þetta er „sætið við borðið“. Hvað framkvæmdastjórn Evrópusambandsins varðar eiga ríki ekki eiginlega fulltrúa í henni. Þó ríkin tilnefni einn einstakling hvert er tekið skýrt fram í Lissabon-sáttmála þess að þeim sem þar sitja sé óheimilt að draga taum heimaríkja sinna. Fyrir vikið gæti Íslendingur sem sæti ætti í framkvæmdastjórninni eðli málsins samkvæmt seint talizt málsvari Íslands. Viðkomandi yrði einfaldlega embættismaður sambandsins. Við yrðum ekki lengur við stjórnvölinn Mörg dæmi eru um það að margfalt fjölmennari ríki en Ísland hafi orðið undir í ráðherraráði Evrópusambandsins þegar miklir hagsmunir þeirra hafa verið í húfi. Líkt og þegar Írar urðu um árið að sætta sig við makrílsamning við Færeyinga þvert á eigin hagsmuni eða þegar Danir urðu að taka þátt í refsiaðgerðum sambandsins gegn Færeyjum, hluta af danska konungdæminu, vegna síldveiða Færeyinga í eigin lögsögu. Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið yrðum við Íslendingar eftirleiðis einfaldlega að vona að þær ákvarðanir sem teknar yrðu á vettvangi þess væru okkur hagfelldar enda ljóst að þær yrðu seint teknar með íslenzka hagsmuni og aðstæður í huga og að við yrðum ekki lengur við stjórnvölinn í þeim efnum. Þó einhverjar þeirra gætu mögulega hentað sæmilega skipti vitanlega mestu þegar sú yrði ekki raunin. Málflutningur talsmanna þess að Ísland gangi í Evrópusambandið breyttist ekki að ástæðulausu fyrir 15-20 árum síðan úr því að landið þyrfti að ganga þar inn til þess að hafa áhrif yfir í tal um sæti við borðið. Það er jú engin trygging fyrir því að hlustað yrði á þann sem þar sæti. Fyrir utan aðrar afleiðingar inngöngu í sambandið er lítið gagn að því að eiga sæti við borðið þegar ekki er einu sinni setið við sama borð. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur.
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun