Íslenski boltinn

„Leið eins og ég væri að svífa um völlinn“

Smári Jökull Jónsson skrifar
Ari fagnar hér fyrra marki sínu í kvöld.
Ari fagnar hér fyrra marki sínu í kvöld. Vísir/Pawel

Ari Sigurpálsson átti frábæran leik fyrir Víkinga gegn Breiðablik í kvöld. Ari skoraði tvö mörk, skilaði góðri varnarvinnu og olli varnarmönnum Blika hugarangri með hraða sínum.

„Það er gott upplegg hjá þjálfaranum. Við erum með gæði og refsum,“ sagði Ari aðspurður hvað hefði skilað sigri Víkinga í dag.

„Við vorum aðeins í lágvörn í seinni en svo refsum við um leið og þeir gera mistök.“

Blikar byrjuðu betur í báðum hálfleikum leiksins í dag en síðan tóku Víkingar völdin.

„Þeir byrja töluvert betur en síðan náum við marki inn eftir góða sókn. Við tökum stjórnina en endum ekki nógu vel en það er skiljanlegt, þetta eru tvö af bestu liðum deildarinnar að mínu mati.“

Ari var frábær í leiknum í dag. Hann skoraði tvö góð mörk og virðist vera í fantaformi eftir meiðsli sem hafa verið að plaga hann.

„Sjálfstraust og allt það að koma upp. Strax eftir fyrsta markið leið mér eins og ég væri bara að svífa um völlinn. Þetta var geggjað,“ sagði Ari og bætti við að hann fyndi ekkert fyrir meiðslunum.

„Ég er ekkert búinn að finna fyrir meiðslunum. Ég er búinn að hugsa vel um mig og það er að skila sér núna. Ég þarf bara að halda áfram, er ekki alveg kominn í mitt besta form en ég er að nálgast það.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×