Hvar er unga fólkið? Ingólfur Sverrisson skrifar 21. apríl 2024 21:31 Framtíðin hefur löngum verið áhugavert umhugsunarefni enda þótt margir dvelji einlægt við atburði fortíðar og hafi minni áhuga á því sem er að gerast í nútímanum hvað þá því sem fram undan er. Hingað til hefur eldra fólkið jafnan fyllt fortíðarhópinn en það unga meira rætt um framtíðina, hvernig hægt er að bæta ríkjandi ástand og stuðla að framförum fyrir land og lýð. Þannig hefur það verið um langan aldur en nú virðist margt benda til að breyting hafi orðið á og unga fólkið í landinu hafi minni áhuga á framtíðinni en áður var. Sjálfur upplifði ég á sínum tíma að unga fólkið í stjórnmálaflokkunum taldi skyldu sína að halda forystu flokkanna við mótaðar stefnur þegar því þótti sífelldar málamiðlanir hafa borið þá af leið. Nægir að minna á að ungliðar í Framsókn stofnuðu Möðruvallahreyfinguna og höfðu hátt um að flokkurinn væri orðinn allt of handgenginn hægri öflunum. Æskulýðsfylkingin brýndi forystu Alþýðubandalagsins að halda fast við hugsjónir sósíalismans, Ísland úr NATO og herinn burt. Eimreiðarhópurinn í Sjálfstæðisflokknum reis upp og minnti forystuna á að missa ekki sjónar af því sem þeir töldu mestu skipta í íhaldssömu samfélagi. Unga fólkið í Alþýðuflokknum lét til sín taka undir forystu Vilmundar Gylfasonar og úr varð Bandalag jafnaðarmanna ásamt ræðunni frægu sem hann flutti á Alþingi 23. nóvember 1982 þar sem hann talaði af mikilli andagift um ríkjandi frið „til varnar völdum hagsmunum.“ Varaði við veldi einkahagsmuna sem væri ávísun á mismunun og spillingu. Á þessum tímum þurftu flokkarnir sífellt að bregðast við innri gagnrýni og aðhaldi frá unga fólkinu sem var ófeimið við að láta í sér heyra um þau málefni sem því þótti mestu skipta varðandi mótun og þróun þessa litla samfélags norður í höfum. En nú er öldin önnur. Síðustu árin hefur efnahags- og krónuhagkerfið þróast á þann veg að aðgerðum til að lækka verðbólgu á hverjum tíma (með hækkun vaxta) er í aðalatriðum beint að minni og meðalstórum fyrirtækjum, sem eru föst inni í krónuhagkerfinu, ásamt unga fólkinu sem er að basla við að kaupa sér íbúðir og stofna heimili. Skuldlausir einstaklingar og stærri fyrirtæki sem færa allt sitt í evrum eða dollurum sleppa við þennan refsivönd ríkisvalds og banka, rétt eins og þau séu sjálf alsaklaus af verðbólgunni! Ójafnaðarþjóðfélagið er því komið upp í nýjar hæðir; hér búa nú í raun tvær þjóðir við gjörólíka aðstæður. Þar er hlutur unga fólksins í fyllsta máta dapurlegur og morgunljóst að í þessu margrómaða krónuhagkerfi okkar, þarf það að greiða íbúðir sínar tvisvar til þrisvar sinnum miðað við það sem gerist í nágrannalöndunum. Tæpast getur það talist eðlilegt hvað þá ásættanlegt. Það sem vekur þó mesta furðu er sú staðreynd að við þessar dæmalausu aðstæður heyrist ekkert í unga fólkinu – hvorki innan né utan stjórnmálaflokkanna. Algjör þögn eins og allur vindur sé úr þessari ágætlega menntuðu og vel gerðu kynslóð. Hvorki hósti eða stuna. Hvar eru nú Möðruvellingar nútímans, Æskulýðsfylkingin róttæka, Eimreiðarfólk meints frjálslyndis eða jafnaðarmenn Vilmundar? Þetta galvaska fólk lét ekki bjóða sér hvað sem var á sínum tíma en reis upp og hélt hugsjónum sínum hátt á lofti með málafylgju sem alþjóð tók eftir. Erum við virkilega komin þangað í upphafi 21. aldar að unga kynslóðin í okkar góða landi treystir sér ekki til að taka þátt í þjóðmálaumræðunni og hafa áhrif á þróun samfélagsins? Getur verið að það ætli þess í stað að horfa þegjandi og aðgerðarlaus upp á að framtíðin í þessu örsamfélagi byggist í raun á þremur eða fjórum gjaldmiðlum og það sjálft borgi brosandi þann fórnarkostnað sem af slíkri ósvinnu leiðir? Hvers vegna krefst það ekki alvöru umræðu um kosti þess að taka upp stærri og traustari gjaldmiðil? Hvað veldur þessari æpandi þögn unga fólksins? Þannig hlaðast spurningarnar upp og við gamlingjarnir undrumst fálæti þeirra sem landið erfa um eigin framtíð. Höfundur er eftirlaunaþegi og fyrrum forstöðumaður samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Sjá meira
Framtíðin hefur löngum verið áhugavert umhugsunarefni enda þótt margir dvelji einlægt við atburði fortíðar og hafi minni áhuga á því sem er að gerast í nútímanum hvað þá því sem fram undan er. Hingað til hefur eldra fólkið jafnan fyllt fortíðarhópinn en það unga meira rætt um framtíðina, hvernig hægt er að bæta ríkjandi ástand og stuðla að framförum fyrir land og lýð. Þannig hefur það verið um langan aldur en nú virðist margt benda til að breyting hafi orðið á og unga fólkið í landinu hafi minni áhuga á framtíðinni en áður var. Sjálfur upplifði ég á sínum tíma að unga fólkið í stjórnmálaflokkunum taldi skyldu sína að halda forystu flokkanna við mótaðar stefnur þegar því þótti sífelldar málamiðlanir hafa borið þá af leið. Nægir að minna á að ungliðar í Framsókn stofnuðu Möðruvallahreyfinguna og höfðu hátt um að flokkurinn væri orðinn allt of handgenginn hægri öflunum. Æskulýðsfylkingin brýndi forystu Alþýðubandalagsins að halda fast við hugsjónir sósíalismans, Ísland úr NATO og herinn burt. Eimreiðarhópurinn í Sjálfstæðisflokknum reis upp og minnti forystuna á að missa ekki sjónar af því sem þeir töldu mestu skipta í íhaldssömu samfélagi. Unga fólkið í Alþýðuflokknum lét til sín taka undir forystu Vilmundar Gylfasonar og úr varð Bandalag jafnaðarmanna ásamt ræðunni frægu sem hann flutti á Alþingi 23. nóvember 1982 þar sem hann talaði af mikilli andagift um ríkjandi frið „til varnar völdum hagsmunum.“ Varaði við veldi einkahagsmuna sem væri ávísun á mismunun og spillingu. Á þessum tímum þurftu flokkarnir sífellt að bregðast við innri gagnrýni og aðhaldi frá unga fólkinu sem var ófeimið við að láta í sér heyra um þau málefni sem því þótti mestu skipta varðandi mótun og þróun þessa litla samfélags norður í höfum. En nú er öldin önnur. Síðustu árin hefur efnahags- og krónuhagkerfið þróast á þann veg að aðgerðum til að lækka verðbólgu á hverjum tíma (með hækkun vaxta) er í aðalatriðum beint að minni og meðalstórum fyrirtækjum, sem eru föst inni í krónuhagkerfinu, ásamt unga fólkinu sem er að basla við að kaupa sér íbúðir og stofna heimili. Skuldlausir einstaklingar og stærri fyrirtæki sem færa allt sitt í evrum eða dollurum sleppa við þennan refsivönd ríkisvalds og banka, rétt eins og þau séu sjálf alsaklaus af verðbólgunni! Ójafnaðarþjóðfélagið er því komið upp í nýjar hæðir; hér búa nú í raun tvær þjóðir við gjörólíka aðstæður. Þar er hlutur unga fólksins í fyllsta máta dapurlegur og morgunljóst að í þessu margrómaða krónuhagkerfi okkar, þarf það að greiða íbúðir sínar tvisvar til þrisvar sinnum miðað við það sem gerist í nágrannalöndunum. Tæpast getur það talist eðlilegt hvað þá ásættanlegt. Það sem vekur þó mesta furðu er sú staðreynd að við þessar dæmalausu aðstæður heyrist ekkert í unga fólkinu – hvorki innan né utan stjórnmálaflokkanna. Algjör þögn eins og allur vindur sé úr þessari ágætlega menntuðu og vel gerðu kynslóð. Hvorki hósti eða stuna. Hvar eru nú Möðruvellingar nútímans, Æskulýðsfylkingin róttæka, Eimreiðarfólk meints frjálslyndis eða jafnaðarmenn Vilmundar? Þetta galvaska fólk lét ekki bjóða sér hvað sem var á sínum tíma en reis upp og hélt hugsjónum sínum hátt á lofti með málafylgju sem alþjóð tók eftir. Erum við virkilega komin þangað í upphafi 21. aldar að unga kynslóðin í okkar góða landi treystir sér ekki til að taka þátt í þjóðmálaumræðunni og hafa áhrif á þróun samfélagsins? Getur verið að það ætli þess í stað að horfa þegjandi og aðgerðarlaus upp á að framtíðin í þessu örsamfélagi byggist í raun á þremur eða fjórum gjaldmiðlum og það sjálft borgi brosandi þann fórnarkostnað sem af slíkri ósvinnu leiðir? Hvers vegna krefst það ekki alvöru umræðu um kosti þess að taka upp stærri og traustari gjaldmiðil? Hvað veldur þessari æpandi þögn unga fólksins? Þannig hlaðast spurningarnar upp og við gamlingjarnir undrumst fálæti þeirra sem landið erfa um eigin framtíð. Höfundur er eftirlaunaþegi og fyrrum forstöðumaður samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði.
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun