„Margt búið að ganga á bakvið tjöldin“ Smári Jökull Jónsson skrifar 21. apríl 2024 21:48 Arnar á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/diego Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga sagði frammistöðu hans liðs hafa verið heilsteypta gegn Blikum í dag. Hann sagði að ýmislegt væri búið að ganga á bakvið tjöldin í Víkinni sem fólk vissi ekki af. „Sanngjarn sigur, getur vel verið að 4-1 hafi verið aðeins of stórt,“ sagði Arnar í viðtali við Gunnlaug Jónsson strax eftir leik. „Frábær fyrri hálfleikur að undanskildum fyrstu fimm mínútunum, annars var fyrri hálfleikur gjörsamlega frábær. Svo skora þeir mark og þá fá þeir auka adrenalín og sjálfstraust sem þeir áttu ekki beint skilið á þessum tímapunkti í leiknum.“ „Í seinni hálfleik eru þeir komnir í smá „chaos“ fótbolta sem við díluðum illa við. Langir boltar innfyrir og þess háttar en við erum beittir í skyndisóknum,“ bætti Arnar við en bæði mörk Víkinga í seinni hálfleik komu eftir skyndisóknir. Ari Sigurpálsson átti frábæran leik fyrir Víkinga í dag og Arnar var sérstaklega ánægður með hans þátt. „Hrikalega gaman að sjá Ara koma til baka. Hann er búinn að þola mikið í fyrra og í vetur og var frábær fyrir okkur árið 2022. Vonandi er þessi meiðslasaga að baki því þetta er frábær leikmaður og drengur.“ Arnar sagði frammistöðu Víkinga hafa verið heilsteypta og sagði liðið hafa gert flesta hluti vel. „Við vorum öflugir í báðum teigum og gerðum flesta hluti vel. Við gátum pressað vel og gátum haldið boltanum vel þegar við fengum tíma og pláss. Svo gátum við nýtt skyndisóknir vel. Þetta var heilsteyptur leikur sem gladdi mig mikið.“ „Mikilvægt að gefa hinum liðunum ekki smjörþefinn“ Gunnlaugur spurði síðan Arnar að því hvort sigur Víkinga væri yfirlýsing en þeir eru nú eina liðið í Bestu deildinni sem er með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir. „Ég talaði um það fyrir leikinn að eftir þrjár umferðir er erfitt að lesa í mótið. Það er bara mikilvægt að gefa liðunum ekki einhvern smjörþef að við séum ekki orðnir saddir sem er eðlilegt að tala um. Það er mikilvægt að hin liðin finni það ekki.“ Hann sagði margt búið að ganga á bakvið tjöldin hjá Víkingum og ræddi meðal annars stöðu Danijel Djuric sem var nálægt því að vera seldur til félags í Búlgaríu. „Að því leyti má segja að þetta hafi verið smá „statement“ því það er búið að vera smá bras á okkur, það verður bara að viðurkennast. Bras af mismunandi ástæðum. Margir leikmenn búnir að vera í rugli, Danni (Danijel Djuric) kannski ósáttur að hafa ekki verið seldur á sínum tíma. Eðlilegar tilfinningar sem hann var að díla við.“ „Það er margt búið að ganga á bakvið tjöldin og þess vegna er svo mikilvægt á meðan það gengur að ná að vinna. Svo á Jón Guðni eftir að koma inn og Matti, Aron fékk mínútur í dag þannig að þetta lítur vel út.“ Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Sjá meira
„Sanngjarn sigur, getur vel verið að 4-1 hafi verið aðeins of stórt,“ sagði Arnar í viðtali við Gunnlaug Jónsson strax eftir leik. „Frábær fyrri hálfleikur að undanskildum fyrstu fimm mínútunum, annars var fyrri hálfleikur gjörsamlega frábær. Svo skora þeir mark og þá fá þeir auka adrenalín og sjálfstraust sem þeir áttu ekki beint skilið á þessum tímapunkti í leiknum.“ „Í seinni hálfleik eru þeir komnir í smá „chaos“ fótbolta sem við díluðum illa við. Langir boltar innfyrir og þess háttar en við erum beittir í skyndisóknum,“ bætti Arnar við en bæði mörk Víkinga í seinni hálfleik komu eftir skyndisóknir. Ari Sigurpálsson átti frábæran leik fyrir Víkinga í dag og Arnar var sérstaklega ánægður með hans þátt. „Hrikalega gaman að sjá Ara koma til baka. Hann er búinn að þola mikið í fyrra og í vetur og var frábær fyrir okkur árið 2022. Vonandi er þessi meiðslasaga að baki því þetta er frábær leikmaður og drengur.“ Arnar sagði frammistöðu Víkinga hafa verið heilsteypta og sagði liðið hafa gert flesta hluti vel. „Við vorum öflugir í báðum teigum og gerðum flesta hluti vel. Við gátum pressað vel og gátum haldið boltanum vel þegar við fengum tíma og pláss. Svo gátum við nýtt skyndisóknir vel. Þetta var heilsteyptur leikur sem gladdi mig mikið.“ „Mikilvægt að gefa hinum liðunum ekki smjörþefinn“ Gunnlaugur spurði síðan Arnar að því hvort sigur Víkinga væri yfirlýsing en þeir eru nú eina liðið í Bestu deildinni sem er með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir. „Ég talaði um það fyrir leikinn að eftir þrjár umferðir er erfitt að lesa í mótið. Það er bara mikilvægt að gefa liðunum ekki einhvern smjörþef að við séum ekki orðnir saddir sem er eðlilegt að tala um. Það er mikilvægt að hin liðin finni það ekki.“ Hann sagði margt búið að ganga á bakvið tjöldin hjá Víkingum og ræddi meðal annars stöðu Danijel Djuric sem var nálægt því að vera seldur til félags í Búlgaríu. „Að því leyti má segja að þetta hafi verið smá „statement“ því það er búið að vera smá bras á okkur, það verður bara að viðurkennast. Bras af mismunandi ástæðum. Margir leikmenn búnir að vera í rugli, Danni (Danijel Djuric) kannski ósáttur að hafa ekki verið seldur á sínum tíma. Eðlilegar tilfinningar sem hann var að díla við.“ „Það er margt búið að ganga á bakvið tjöldin og þess vegna er svo mikilvægt á meðan það gengur að ná að vinna. Svo á Jón Guðni eftir að koma inn og Matti, Aron fékk mínútur í dag þannig að þetta lítur vel út.“
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Sjá meira