Skerjafjarðarskáldið segir Höllu Hrund eina með öllu Jakob Bjarnar skrifar 22. apríl 2024 13:31 Halla Hrund Logadóttir hefur óvænt blandað sér í slaginn um Bessastaði, sé miðað við nýjustu kannanir. Hún á sér aðdáendur víða, meðal annars í Skerjafjarðarskáldinu Kristjáni Hreinssyni sem segir hana eina með öllu. vísir/vilhelm Kristján Hreinsson skáld er einn eindregnasti stuðningsmaður Höllu Hrundar Logadóttur í baráttunni um Bessastaði og hann virkjar skáldagáfu sína henni til dýrðar. Kristján ávarpar vini sína á Facebook, „Kæru vinir“ og segist svo alltaf hafa litið á það sem virðingarverða yfirlýsingu að vera hlutlaus og neita að taka afstöðu. Þetta kann að koma einhverjum á óvart en Kristján lenti nýverið í rimmu vegna greina sinna sem að hans mati voru rækilega misskildar. En þetta leiddi til þess að hann var rekinn úr starfi sínu hjá endurmenntunardeild Háskóla Íslands. En var ráðinn aftur eftir að hafa snúið þá deild niður á hornunum. „Ég hvet ykkur til að skoða þann kost vandlega að kjósa Höllu Hrund í komandi forsetakosningum. Hér er frambjóðandi á ferðinni sem hreinlega stingur alla hina af. Ég hef kynnt mér þetta vel og held að hvert atkvæði til Höllu Hrundar sé gefandi fyrir okkur öll.“ Kristján segir hér á ferðinni konu sem hafi alla bestu kosti til að bera, hún skarti öllu sem forseti þurfi að skarta. Halla Hrund er glæsileg, hefur hlýtt og aðlaðandi viðmót, hún er skörp, talar góða íslensku, er rökfastur og snjall ræðumaður. Víst gæti listinn orðið langur en í gamni og alvöru segi ég að hún sé ,,ein með öllu," segir Kristján Skerjafjarðarskáld. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, hefur reyndar bent á að það kunni að orka tvímælis að tromma upp með kosningalag, slíkt hafi aldrei gefist vel og Egill Helgason sjónvarpsmaður bætir því við, á Facebook-síðu Gríms, að vísur séu algjört „no-no“. En hafi Kristján séð þessar bollaleggingar lætur hann þær ekki trufla sig og dúndrar út ljóðum um Höllu Hrund, eins og honum sé borgað fyrir það. Hér er ein limra úr hans herbúðum: Með atkvæði heiðrum við HölluHrund, þessa flottu og snjöllu,við sanngirni kjósumog sigri við hrósumer fáum við eina með öllu. Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Tengdar fréttir Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Sjá meira
Kristján ávarpar vini sína á Facebook, „Kæru vinir“ og segist svo alltaf hafa litið á það sem virðingarverða yfirlýsingu að vera hlutlaus og neita að taka afstöðu. Þetta kann að koma einhverjum á óvart en Kristján lenti nýverið í rimmu vegna greina sinna sem að hans mati voru rækilega misskildar. En þetta leiddi til þess að hann var rekinn úr starfi sínu hjá endurmenntunardeild Háskóla Íslands. En var ráðinn aftur eftir að hafa snúið þá deild niður á hornunum. „Ég hvet ykkur til að skoða þann kost vandlega að kjósa Höllu Hrund í komandi forsetakosningum. Hér er frambjóðandi á ferðinni sem hreinlega stingur alla hina af. Ég hef kynnt mér þetta vel og held að hvert atkvæði til Höllu Hrundar sé gefandi fyrir okkur öll.“ Kristján segir hér á ferðinni konu sem hafi alla bestu kosti til að bera, hún skarti öllu sem forseti þurfi að skarta. Halla Hrund er glæsileg, hefur hlýtt og aðlaðandi viðmót, hún er skörp, talar góða íslensku, er rökfastur og snjall ræðumaður. Víst gæti listinn orðið langur en í gamni og alvöru segi ég að hún sé ,,ein með öllu," segir Kristján Skerjafjarðarskáld. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, hefur reyndar bent á að það kunni að orka tvímælis að tromma upp með kosningalag, slíkt hafi aldrei gefist vel og Egill Helgason sjónvarpsmaður bætir því við, á Facebook-síðu Gríms, að vísur séu algjört „no-no“. En hafi Kristján séð þessar bollaleggingar lætur hann þær ekki trufla sig og dúndrar út ljóðum um Höllu Hrund, eins og honum sé borgað fyrir það. Hér er ein limra úr hans herbúðum: Með atkvæði heiðrum við HölluHrund, þessa flottu og snjöllu,við sanngirni kjósumog sigri við hrósumer fáum við eina með öllu.
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Tengdar fréttir Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Sjá meira
Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00