Uppgjör, viðtöl og myndir: Stjarnan - Víkingur 1-2 | Nýliðarnir byrja á sigri Andri Már Eggertsson skrifar 22. apríl 2024 19:55 Víkingur Reykjavík fagnaði sigri Vísir/Pawel Cieslikiewicz Nýliðarnir byrjuðu Bestu deild kvenna með stæl og unnu 1-2 útisigur gegn Stjörnunni í 1. umferð. Hafdís Bára Höskuldsdóttir gerði sigurmarkið. Leikurinn byrjað afar rólega og upp úr engu skoraði Sigdís Eva Bárðardóttir fyrsta mark leiksins á sjöundu mínútu. Sigdís fékk boltann á vinstri kantinum þar sem hún var með mikið pláss og tíma. Hún leitaði inn á völlinn og lét vaða fyrir utan teig þar sem hún skoraði stöngin inn. Sigdís Eva Bárðardóttir skoraði fyrsta mark VíkingsVísir/Pawel Cieslikiewicz Eftir mark Víkings fór að ganga betur hjá Stjörnunni og heimakonur fóru að færa sig ofar á völlinn. Henríetta Ágústsdóttir jafnaði metin á 20. mínútu. Andrea Mist Pálsdóttir tók hornspyrnu sem Arna Dís Arnþórsdóttir fór í skallaeinvígi og þaðan datt boltinn beint fyrir Henríettu inn í teignum og hún náði að binda endahnútinn á færið og skoraði. Henríetta Ágústsdóttir skoraði mark StjörnunnarVísir/Pawel Cieslikiewicz Staðan var jöfn í hálfleik 1-1. Þegar að tæplega fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleik skoraði Hafdís Bára Höskuldsdóttir annað mark Víkings. Emma Steinsen Jónsdóttir átti laglega sendingu inn í svæðið þar sem Hafdís var inn í vítateig og hún kláraði færið vel. Þriggja manna vörn Stjörnunnar leit afar illa út í markinu. Stjarnan - Víkingur Besta deild kvenna vor 2024Vísir/Pawel Cieslikiewicz Stjörnunni tókst ekki að jafna metin og Víkingur vann 1-2 sigur. Víkingur vann 1-2 sigurVísir/Pawel Cieslikiewicz Atvik leiksins Sigdís Eva Bárðardóttir skoraði fyrsta mark Víkings í efstu deild undir eigin merkjum í um fjörutíu ár. Mark Sigdísar var ansi huggulegt þar sem hún setti boltann í stöngina og inn og gerði fyrsta mark leiksins. Stjarnan - Víkingur Besta deild kvenna vor 2024Vísir/Pawel Cieslikiewicz Stjörnur og skúrkar Sigdís Eva Bárðardóttir, leikmaður Víkings, spilaði afar vel. Hún var síógnandi og var dugleg að sækja á varnarmenn Stjörnunnar. Sigdís skoraði fyrsta mark leiksins sem var glæsilegt þar sem hún setti boltann í stöngina og inn fyrir utan teig. Hannah Sharts, leikmaður Stjörnunnar, fékk dauðafæri í stöðunni 0-0 til þess að koma heimakonum yfir en náði ekki að stýra boltanum á markið þrátt fyrir að hafa verið nálægt markinu. Hannah fær hins vegar hrós fyrir hversu löng innköst hún getur tekið. Það að hún geti hent boltanum inn á miðjan vítateig er svakalegt vopn og mun nýtast Stjörnunni í allt sumar. Stjarnan - Víkingur Besta deild kvenna vor 2024Vísir/Pawel Cieslikiewicz Varnarleikur Stjörnunnar leit afar illa út í öðru marki Víkings. Það var allt of mikið pláss á milli leikmanna sem Hafdís Bára Höskuldsdóttir nýtti sér og skoraði. Heimakonur voru næstum því búnar að gefa annað mark strax í kjölfarið. Dómarinn Bergrós Lilja Unudóttir dæmdi leik kvöldsinsVísir/Pawel Cieslikiewicz Bergrós Lilja Unudóttir, dómari leiksins, hafði góð tök á leiknum. Bergrós þurfti ekki að taka neina erfiða ákvörðun en stýrði leiknum vel. Þegar að eina sem hægt er að týna til er ein möguleg aukaspyrna á miðjum velli sem Víkingur átti að fá var leikurinn vel dæmdur. Bergrós fær 7 í einkunn. Stemning og umgjörð Sem betur fer er Ölgerðin búin að skipta um umbúðir á Pepsi Max dósunum. Eftir að hafa fengið Pepsi Max úr gömlu umbúðunum leist mér ekki á blikuna og eftir að hafa skoðað stimpilinn kom í ljós að það var útrunnið. Til að fá sem flesta á völlinn hefðu liðin átt að lesa veðurspána fyrir leik og víxla heimaleikjunum. Mætingin var ekkert spes enda bongóblíða úti og þá er Samsung-völlurinn ekki staðurinn til að vera á. Heimavöllur Víkings er hins vegar einn sá allra besti þegar að það er gott veður úti þar sem stúkan snýr réttu megin við sólina. „Ætlum að spila þetta leikkerfi á mánudögum“ Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, á hliðarlínunni í leik kvöldsinsVísir/Pawel Cieslikiewicz Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var svekktur eftir tap gegn Víkingi. „Við byrjuðum bæði fyrri og seinni hálfleik veikt. Eftir að við lentum undir áttum við mjög góðan fyrri hálfleik og sú frammistaða verskuldaði mörk. En við byrjuðum síðan seinni hálfleik illa og unnum okkur aldrei út úr því,“ sagði Kristján í viðtali eftir leik. Kristján var nokkuð léttur og fór yfir leikkerfi liðsins þar sem Stjarnan spilaði með þrjá varnarmenn. „Við vorum með fljótandi þrjá hafsenta til þess að koma á óvart í fyrsta leik og það gekk vel. Við munum nota þetta leikkerfi á mánudögum og svo sjáum við til hvað gerist um helgar.“ „Það eru engin leikkerfi í fótbolta og við gerðum mistök inn á miðjum velli í báðum mörkunum þar sem við áttum að taka afgerandi ákvarðanir en í kjölfarið töpuðum við boltanum og annað markið leit ekki vel út en við eigum eftir að skoða það.“ Kristján var ekki ánægður með spilamennsku Stjörnunnar í seinni hálfleik og honum fannst ganga illa að sækja jöfnunarmark. „Leikmenn fóru inn í skelina og varnarlínan var allt of fljót að falla tilbaka,“ sagði Kristján Guðmundsson að lokum. Besta deild kvenna Stjarnan Víkingur Reykjavík
Nýliðarnir byrjuðu Bestu deild kvenna með stæl og unnu 1-2 útisigur gegn Stjörnunni í 1. umferð. Hafdís Bára Höskuldsdóttir gerði sigurmarkið. Leikurinn byrjað afar rólega og upp úr engu skoraði Sigdís Eva Bárðardóttir fyrsta mark leiksins á sjöundu mínútu. Sigdís fékk boltann á vinstri kantinum þar sem hún var með mikið pláss og tíma. Hún leitaði inn á völlinn og lét vaða fyrir utan teig þar sem hún skoraði stöngin inn. Sigdís Eva Bárðardóttir skoraði fyrsta mark VíkingsVísir/Pawel Cieslikiewicz Eftir mark Víkings fór að ganga betur hjá Stjörnunni og heimakonur fóru að færa sig ofar á völlinn. Henríetta Ágústsdóttir jafnaði metin á 20. mínútu. Andrea Mist Pálsdóttir tók hornspyrnu sem Arna Dís Arnþórsdóttir fór í skallaeinvígi og þaðan datt boltinn beint fyrir Henríettu inn í teignum og hún náði að binda endahnútinn á færið og skoraði. Henríetta Ágústsdóttir skoraði mark StjörnunnarVísir/Pawel Cieslikiewicz Staðan var jöfn í hálfleik 1-1. Þegar að tæplega fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleik skoraði Hafdís Bára Höskuldsdóttir annað mark Víkings. Emma Steinsen Jónsdóttir átti laglega sendingu inn í svæðið þar sem Hafdís var inn í vítateig og hún kláraði færið vel. Þriggja manna vörn Stjörnunnar leit afar illa út í markinu. Stjarnan - Víkingur Besta deild kvenna vor 2024Vísir/Pawel Cieslikiewicz Stjörnunni tókst ekki að jafna metin og Víkingur vann 1-2 sigur. Víkingur vann 1-2 sigurVísir/Pawel Cieslikiewicz Atvik leiksins Sigdís Eva Bárðardóttir skoraði fyrsta mark Víkings í efstu deild undir eigin merkjum í um fjörutíu ár. Mark Sigdísar var ansi huggulegt þar sem hún setti boltann í stöngina og inn og gerði fyrsta mark leiksins. Stjarnan - Víkingur Besta deild kvenna vor 2024Vísir/Pawel Cieslikiewicz Stjörnur og skúrkar Sigdís Eva Bárðardóttir, leikmaður Víkings, spilaði afar vel. Hún var síógnandi og var dugleg að sækja á varnarmenn Stjörnunnar. Sigdís skoraði fyrsta mark leiksins sem var glæsilegt þar sem hún setti boltann í stöngina og inn fyrir utan teig. Hannah Sharts, leikmaður Stjörnunnar, fékk dauðafæri í stöðunni 0-0 til þess að koma heimakonum yfir en náði ekki að stýra boltanum á markið þrátt fyrir að hafa verið nálægt markinu. Hannah fær hins vegar hrós fyrir hversu löng innköst hún getur tekið. Það að hún geti hent boltanum inn á miðjan vítateig er svakalegt vopn og mun nýtast Stjörnunni í allt sumar. Stjarnan - Víkingur Besta deild kvenna vor 2024Vísir/Pawel Cieslikiewicz Varnarleikur Stjörnunnar leit afar illa út í öðru marki Víkings. Það var allt of mikið pláss á milli leikmanna sem Hafdís Bára Höskuldsdóttir nýtti sér og skoraði. Heimakonur voru næstum því búnar að gefa annað mark strax í kjölfarið. Dómarinn Bergrós Lilja Unudóttir dæmdi leik kvöldsinsVísir/Pawel Cieslikiewicz Bergrós Lilja Unudóttir, dómari leiksins, hafði góð tök á leiknum. Bergrós þurfti ekki að taka neina erfiða ákvörðun en stýrði leiknum vel. Þegar að eina sem hægt er að týna til er ein möguleg aukaspyrna á miðjum velli sem Víkingur átti að fá var leikurinn vel dæmdur. Bergrós fær 7 í einkunn. Stemning og umgjörð Sem betur fer er Ölgerðin búin að skipta um umbúðir á Pepsi Max dósunum. Eftir að hafa fengið Pepsi Max úr gömlu umbúðunum leist mér ekki á blikuna og eftir að hafa skoðað stimpilinn kom í ljós að það var útrunnið. Til að fá sem flesta á völlinn hefðu liðin átt að lesa veðurspána fyrir leik og víxla heimaleikjunum. Mætingin var ekkert spes enda bongóblíða úti og þá er Samsung-völlurinn ekki staðurinn til að vera á. Heimavöllur Víkings er hins vegar einn sá allra besti þegar að það er gott veður úti þar sem stúkan snýr réttu megin við sólina. „Ætlum að spila þetta leikkerfi á mánudögum“ Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, á hliðarlínunni í leik kvöldsinsVísir/Pawel Cieslikiewicz Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var svekktur eftir tap gegn Víkingi. „Við byrjuðum bæði fyrri og seinni hálfleik veikt. Eftir að við lentum undir áttum við mjög góðan fyrri hálfleik og sú frammistaða verskuldaði mörk. En við byrjuðum síðan seinni hálfleik illa og unnum okkur aldrei út úr því,“ sagði Kristján í viðtali eftir leik. Kristján var nokkuð léttur og fór yfir leikkerfi liðsins þar sem Stjarnan spilaði með þrjá varnarmenn. „Við vorum með fljótandi þrjá hafsenta til þess að koma á óvart í fyrsta leik og það gekk vel. Við munum nota þetta leikkerfi á mánudögum og svo sjáum við til hvað gerist um helgar.“ „Það eru engin leikkerfi í fótbolta og við gerðum mistök inn á miðjum velli í báðum mörkunum þar sem við áttum að taka afgerandi ákvarðanir en í kjölfarið töpuðum við boltanum og annað markið leit ekki vel út en við eigum eftir að skoða það.“ Kristján var ekki ánægður með spilamennsku Stjörnunnar í seinni hálfleik og honum fannst ganga illa að sækja jöfnunarmark. „Leikmenn fóru inn í skelina og varnarlínan var allt of fljót að falla tilbaka,“ sagði Kristján Guðmundsson að lokum.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti