Helga Þórisdóttir og fjöregg íslenskrar þjóðar Páll Torfi Önundarson skrifar 23. apríl 2024 11:01 Forseti Íslands, eini þjóðkjörni fulltrúi landsmanna, gegnir grundvallarhlutverki vegna þeirrar ábyrgðar og valds, sem embættinu fylgir. Þeir sem lesið hafa þjóðsögur og ævintýri vita að brothættra fjöreggja sinna þarf hver vel að gæta, ella verða fjörbrot. Forseti Íslands gætir sjálfs fjöreggs þjóðarinnar með þeim möguleika að skrifa ekki undir lög sem hann telur varða líf þjóðarinnar eða rétt landsmanna. Forseti er því öryggisventill sem getur stöðvað samþykkt lög frá sjálfu Alþingi með vísun í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ólafur Ragnar Grímsson beitti málskotsréttinum á neyðarstund í þágu þjóðarinnar þegar Alþingi og ríkisstjórn hafði gefist upp fyrir erlendu fjármálavaldi. Þar sannaðist að þjóðinni hafði borið gæfa til þess að velja sér til forystu manneskju sem hafði menntun, þekkingu á sögu lands og þjóðar, reynslu og kjark til að gæta fjöreggsins. En hvernig velur þjóðin sér frambjóðendur til forsetaembættisins? Í heimi nútímans virðist stundum sem umbúðir skipti meira máli en innihald vörunnar. Áberandi andlit í fjölmiðum, t.d. stjórnmálamenn, andlit sem birtast oft, leikarar, skemmtikraftar og forsvarsmenn þrýstihópa hafa augljóst forskot á aðra frambjóðendur. Hvernig á þjóðin þá að fá að kynnast fólki, sem hugsanlegt er að hafi mest fram að færa vegna menntunar, reynslu og fyrri starfa, en hefur rækt störf sín hljóðlega? Forstjóri Persónuverndar, Helga Þórisdóttir lögfræðingur og öflugur embættismaður til nær 30 ára, kemur ótrúlega vel fyrir vegna augljóss vits, menntunar, yfirburðaþekkingar, reynslu og skýrrar sýnar á forsetaembættið. Hlustið á viðtöl við hana á netinu. Þar kemur fram djúpstæður skilningur á landsmálum og alþjóðamálum, skilningur á ógn sem almenningi stafar af yfirþjóðlegum fyrirtækjum þar sem Mammon svífst einskis, og skilningur á nauðsyn verndar almennings fyrir slíkum öflum. Mikill skilningur á íslenskri menningu og tungu Íslendinga og þó án nokkurs þjóðernishroka. Mikill skilningur á bættri menntun barna og unglinga. Mikið vit. Engir innihaldslitlir frasar. Hlýja en samt kjarkur. Eirir ekki áhrifamönnum þurfi á því að halda. Þegar rödd frambjóðanda, sem mér finnst e.t.v. hafa mest fram að færa, nær ekki í gegn í ótímabærum skoðanakönnunum velti ég því fyrir mér hvort skoðanakannanir sem framkvæmdar eru áður en framboðsfresti lýkur séu beinlínis skoðanamótandi og því skaðlegar sjálfri þjóðinni við val forsetaefna? Ég skora á Íslendinga að kynna sér Helgu Þórisdóttur á helgathorisdottir.is og að missa ekki af tækifærinu að kjósa sér heilsteyptan forseta. Ég kýs hana verði hún á kjörseðlinum. Höfundur er yfirlæknir á Landspítala og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek Skoðun Skoðun Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Sjá meira
Forseti Íslands, eini þjóðkjörni fulltrúi landsmanna, gegnir grundvallarhlutverki vegna þeirrar ábyrgðar og valds, sem embættinu fylgir. Þeir sem lesið hafa þjóðsögur og ævintýri vita að brothættra fjöreggja sinna þarf hver vel að gæta, ella verða fjörbrot. Forseti Íslands gætir sjálfs fjöreggs þjóðarinnar með þeim möguleika að skrifa ekki undir lög sem hann telur varða líf þjóðarinnar eða rétt landsmanna. Forseti er því öryggisventill sem getur stöðvað samþykkt lög frá sjálfu Alþingi með vísun í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ólafur Ragnar Grímsson beitti málskotsréttinum á neyðarstund í þágu þjóðarinnar þegar Alþingi og ríkisstjórn hafði gefist upp fyrir erlendu fjármálavaldi. Þar sannaðist að þjóðinni hafði borið gæfa til þess að velja sér til forystu manneskju sem hafði menntun, þekkingu á sögu lands og þjóðar, reynslu og kjark til að gæta fjöreggsins. En hvernig velur þjóðin sér frambjóðendur til forsetaembættisins? Í heimi nútímans virðist stundum sem umbúðir skipti meira máli en innihald vörunnar. Áberandi andlit í fjölmiðum, t.d. stjórnmálamenn, andlit sem birtast oft, leikarar, skemmtikraftar og forsvarsmenn þrýstihópa hafa augljóst forskot á aðra frambjóðendur. Hvernig á þjóðin þá að fá að kynnast fólki, sem hugsanlegt er að hafi mest fram að færa vegna menntunar, reynslu og fyrri starfa, en hefur rækt störf sín hljóðlega? Forstjóri Persónuverndar, Helga Þórisdóttir lögfræðingur og öflugur embættismaður til nær 30 ára, kemur ótrúlega vel fyrir vegna augljóss vits, menntunar, yfirburðaþekkingar, reynslu og skýrrar sýnar á forsetaembættið. Hlustið á viðtöl við hana á netinu. Þar kemur fram djúpstæður skilningur á landsmálum og alþjóðamálum, skilningur á ógn sem almenningi stafar af yfirþjóðlegum fyrirtækjum þar sem Mammon svífst einskis, og skilningur á nauðsyn verndar almennings fyrir slíkum öflum. Mikill skilningur á íslenskri menningu og tungu Íslendinga og þó án nokkurs þjóðernishroka. Mikill skilningur á bættri menntun barna og unglinga. Mikið vit. Engir innihaldslitlir frasar. Hlýja en samt kjarkur. Eirir ekki áhrifamönnum þurfi á því að halda. Þegar rödd frambjóðanda, sem mér finnst e.t.v. hafa mest fram að færa, nær ekki í gegn í ótímabærum skoðanakönnunum velti ég því fyrir mér hvort skoðanakannanir sem framkvæmdar eru áður en framboðsfresti lýkur séu beinlínis skoðanamótandi og því skaðlegar sjálfri þjóðinni við val forsetaefna? Ég skora á Íslendinga að kynna sér Helgu Þórisdóttur á helgathorisdottir.is og að missa ekki af tækifærinu að kjósa sér heilsteyptan forseta. Ég kýs hana verði hún á kjörseðlinum. Höfundur er yfirlæknir á Landspítala og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun