Hefja viðræður um kaup á 47 þúsund fermetrum af atvinnuhúsnæði Atli Ísleifsson skrifar 23. apríl 2024 14:24 Viðræður Kaldalóns og Regins koma til vegna viðræðna Regins og Samkeppniseftirlitsins um möguleg skilyrði í tilefni af valfrjálsu tilboði Regins í hlutafé Eikar fasteignafélags hf. Vísir/Vilhelm Stjórn Kaldalóns hf. hefur samþykkt að hefja viðræður við Regin hf. um möguleg kaup á fasteignum sem telja samanlagt um 47 þúsund fermetra af atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Í tilkynningu frá Kaldalóni til Kauphallar segir að viðskiptin yrðu í samræmi við yfirlýsta stefnu Kaldalóns um arðbæran vöxt. „Viðræður Kaldalóns og Regins koma til vegna viðræðna Regins og Samkeppniseftirlitsins um möguleg skilyrði í tilefni af valfrjálsu tilboði Regins í hlutafé Eikar fasteignafélags hf. („Eik“). Nái Kaldalón og Reginn saman um viðskiptin yrðu þau meðal annars háð fyrirvörum um að Samkeppniseftirlitið samþykki viðskiptin og að valfrjálst tilboð Regins í hlutafé Eikar gangi eftir. Kaldalón hyggst ekki gefa út nýtt hlutafé verði af viðskiptunum. Viðræður Kaldalóns og Regins snúa að mögulegum kaupum á nánar tilgreindum fasteignum úr eignasafni Regins og Eikar sem telja samtals um 47 þúsund fermetra af atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Gert er ráð fyrir því að viðskiptin, gangi þau eftir, verði gerð upp í kjölfar uppgjörs á áðurnefndu valfrjálsu tilboði Regins í hlutafé Eikar en gildistími valfrjálsa tilboðsins rennur út þann 21. maí næstkomandi. Núverandi eignasafn Kaldalóns telur um 110.000 fermetra og þar af eru 104.000 fermetrar þegar afhentir til útleigu hjá félaginu. Aðrar fasteignir eru í byggingu. Verði af viðskiptunum stækkar eignasafn félagsins um áðurnefnda 47 þúsund fermetra og verður þá 157.000 fermetrar. Áréttað skal að viðræður Kaldalóns og Regins eru á frumstigi og hefur engin ákvörðun verið tekin af hálfu stjórnar Kaldalóns um hvort lagt verði fram skuldbindandi tilboð í þær fasteignir sem um ræðir. Frekari grein verður gerð fyrir málinu á síðari stigum eftir því sem ferlinu vindur fram í samræmi við lögbundna upplýsingagjöf félagsins,“ segir í tilkynningunni. Kaldalón Reginn Samkeppnismál Fasteignamarkaður Eik fasteignafélag Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Í tilkynningu frá Kaldalóni til Kauphallar segir að viðskiptin yrðu í samræmi við yfirlýsta stefnu Kaldalóns um arðbæran vöxt. „Viðræður Kaldalóns og Regins koma til vegna viðræðna Regins og Samkeppniseftirlitsins um möguleg skilyrði í tilefni af valfrjálsu tilboði Regins í hlutafé Eikar fasteignafélags hf. („Eik“). Nái Kaldalón og Reginn saman um viðskiptin yrðu þau meðal annars háð fyrirvörum um að Samkeppniseftirlitið samþykki viðskiptin og að valfrjálst tilboð Regins í hlutafé Eikar gangi eftir. Kaldalón hyggst ekki gefa út nýtt hlutafé verði af viðskiptunum. Viðræður Kaldalóns og Regins snúa að mögulegum kaupum á nánar tilgreindum fasteignum úr eignasafni Regins og Eikar sem telja samtals um 47 þúsund fermetra af atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Gert er ráð fyrir því að viðskiptin, gangi þau eftir, verði gerð upp í kjölfar uppgjörs á áðurnefndu valfrjálsu tilboði Regins í hlutafé Eikar en gildistími valfrjálsa tilboðsins rennur út þann 21. maí næstkomandi. Núverandi eignasafn Kaldalóns telur um 110.000 fermetra og þar af eru 104.000 fermetrar þegar afhentir til útleigu hjá félaginu. Aðrar fasteignir eru í byggingu. Verði af viðskiptunum stækkar eignasafn félagsins um áðurnefnda 47 þúsund fermetra og verður þá 157.000 fermetrar. Áréttað skal að viðræður Kaldalóns og Regins eru á frumstigi og hefur engin ákvörðun verið tekin af hálfu stjórnar Kaldalóns um hvort lagt verði fram skuldbindandi tilboð í þær fasteignir sem um ræðir. Frekari grein verður gerð fyrir málinu á síðari stigum eftir því sem ferlinu vindur fram í samræmi við lögbundna upplýsingagjöf félagsins,“ segir í tilkynningunni.
Kaldalón Reginn Samkeppnismál Fasteignamarkaður Eik fasteignafélag Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira