Alls konar fabúleringar um vinskapinn við Bjarna Ben Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. apríl 2024 11:15 Katrín bendir á að fólk viti hvar það hefur hana; hennar pólítísku skoðanir liggi uppi á borðum. Vísir/Vilhelm „Við skulum átta okkur á því að það er auðvitað unnið að fjöldamörgum málum og forsætisráðherrann kemur nú ekkert að þeim öllum,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, í Pallborðinu í gær. Katrín var spurð að því hvort það orkaði tvímælis að hún myndi möglega verða í þeirri stöðu að undirrita lög frá Alþingi sem hún hefði sjálf átt að komu að. Aðrir gestir Pallborðsins voru Halla Tómasdóttir athafnakona og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og sagði Steinunn forsætisráðherra hljóta að bera ábyrgð á sinni ríkisstjórn. „Það sem ég er að benda á er að ég held að krafa almennings á mínar hendur, því ég er spurð um þetta að sjálfsögðu á fundum, verði enn ríkar um það að ég gæti óhlutdrægni í því mati meðal annars hvernig eigi að beita málskotsréttinum og minni á það aftur að ég held að öll sem eru í framboði þau hafa sýna lífssýn og skoðanir, pólitísku skoðanir sem og aðrar,“ sagði Katrín. „Ég held hins vegar að í mínu tilfelli þá eru þær bara algjörlega á yfirborðinu, öll mín verk eru á yfirborðinu og fólk getur metið það hvort ég hafi eingöngu látið mínar eigin skoðanir ráða för eða hvort ég hafi einmitt lagt mig fram um það að taka ákvarðanir í mínu embætti, til að mynda sem forsætisráðherra, sem þjónuðu heildarhag. Og ég vil bara minna á það líka að í því verkefni hef ég fengið afskaplega stórar áskoranir sem ég held að hafi tekist mjög vel til í.“ Katrín nefndi heimsfaraldur kórónuveiru sem dæmi, þar sem góður árangur hefði náðst og hún hefði lagt sig fram um að hlusta og ná árangri í þágu heildarhagsmuna. Það hlyti að vera sú krafa sem gerð væri til forseta. „Það að taka þátt í pólitísku starfi snýst nefnilega ekki um einhvern vinskap einhvers fólks, heldur snýst nákvæmlega um þetta,“ sagði Katrín. Hún var þá innt eftir því hvort það hefði ekki verið vinskapur hennar og Bjarna Benediktssonar, núverandi forsætisráðherra, sem hefði haldið ríkisstjórnarsamstarfinu gangandi. „Ja, það eru alls konar fabúleringar um það en ég held að fólk verði miklu frekar að horfa á þær ákvarðanir sem raunverulega hafa verið teknar og þann árangur sem raunverulega hefur náðst.“ Hér fyrir neðan má horfa á Pallborðið í heild. Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Pallborðið Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Sjá meira
Katrín var spurð að því hvort það orkaði tvímælis að hún myndi möglega verða í þeirri stöðu að undirrita lög frá Alþingi sem hún hefði sjálf átt að komu að. Aðrir gestir Pallborðsins voru Halla Tómasdóttir athafnakona og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og sagði Steinunn forsætisráðherra hljóta að bera ábyrgð á sinni ríkisstjórn. „Það sem ég er að benda á er að ég held að krafa almennings á mínar hendur, því ég er spurð um þetta að sjálfsögðu á fundum, verði enn ríkar um það að ég gæti óhlutdrægni í því mati meðal annars hvernig eigi að beita málskotsréttinum og minni á það aftur að ég held að öll sem eru í framboði þau hafa sýna lífssýn og skoðanir, pólitísku skoðanir sem og aðrar,“ sagði Katrín. „Ég held hins vegar að í mínu tilfelli þá eru þær bara algjörlega á yfirborðinu, öll mín verk eru á yfirborðinu og fólk getur metið það hvort ég hafi eingöngu látið mínar eigin skoðanir ráða för eða hvort ég hafi einmitt lagt mig fram um það að taka ákvarðanir í mínu embætti, til að mynda sem forsætisráðherra, sem þjónuðu heildarhag. Og ég vil bara minna á það líka að í því verkefni hef ég fengið afskaplega stórar áskoranir sem ég held að hafi tekist mjög vel til í.“ Katrín nefndi heimsfaraldur kórónuveiru sem dæmi, þar sem góður árangur hefði náðst og hún hefði lagt sig fram um að hlusta og ná árangri í þágu heildarhagsmuna. Það hlyti að vera sú krafa sem gerð væri til forseta. „Það að taka þátt í pólitísku starfi snýst nefnilega ekki um einhvern vinskap einhvers fólks, heldur snýst nákvæmlega um þetta,“ sagði Katrín. Hún var þá innt eftir því hvort það hefði ekki verið vinskapur hennar og Bjarna Benediktssonar, núverandi forsætisráðherra, sem hefði haldið ríkisstjórnarsamstarfinu gangandi. „Ja, það eru alls konar fabúleringar um það en ég held að fólk verði miklu frekar að horfa á þær ákvarðanir sem raunverulega hafa verið teknar og þann árangur sem raunverulega hefur náðst.“ Hér fyrir neðan má horfa á Pallborðið í heild.
Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Pallborðið Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Sjá meira