Fögnuðu íslenskri tónlist við fjöruga opnun Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 24. apríl 2024 13:00 Starfsfólk Tónlistarmiðstöðvar: Anna Rut Bjarnadóttir, Signý Leifsdóttir, Leifur Björnsson, María Rut Reynisdóttir, Ólafur Dan Snorrason, Egill Gunnarsson, Finnur Karlsson, Hrefna Helgadóttir og Helena Sif Gunnarsdóttir. Á myndina vantar Sigtrygg Baldursson sem var erlendis. Cat-Gundry Beck „Áfram íslensk tónlist,“ sagði María Rut framkvæmdastjóri nýrrar tónlistarmiðstöðvar við opnun. Tónlistarmiðstöð var formlega opnuð þann 23. apríl í nýjum höfuðstöðvum við Austurstræti 5 í Reykjavík. Á eftir var opið hús þar sem gestir gátu hitt starfsfólk miðstöðvarinnar og skoðað nýjar höfuðstöðvar. „Tónlistarmiðstöð er stofnuð með það að markmiði að verða einn af hornsteinum íslensks tónlistarlífs og -iðnaðar. Tillagan að framkvæmd hennar kemur úr skýrslu starfshóps sem skipaður var af mennta- og menningarmálaráðherra á Degi íslenskrar tónlistar þann 1. desember 2020. María sagði í ræðu sinni að hana hefði aldrei órað fyrir því að þegar þessi skýrsla væri unnin að ný Tónlistarmiðstöð yrði einhvern tímann að veruleika og hvað þá svona hratt. Lilja sagði í ræðu sinni að stofnun Tónlistarmiðstöðvar hefði gengið svo vel því undirbúningsvinnan var unnin svo vel, og svo skýr samstaða tónlistarsenunnar hefði verið lykilatriði að þessari velgengni en í júní 2023 var fyrsta heildarlöggjöf um tónlist samþykkt á Alþingi. Hlutverk Tónlistarmiðstöðvar er að vera samstarfsvettvangur hagsmunaaðila tónlistar á Íslandi, sinna fræðslu og stuðningi við tónlistarfólk og tónlistartengd fyrirtæki, styðja við uppbyggingu tónlistariðnaðarins, kynna íslenska tónlist og tónlistarfólk á erlendri grundu og vera nótnaveita fyrir íslensk tónverk. Tónlistarmiðstöð er jafnframt falin umsjón með rekstri og starfsemi nýs Tónlistarsjóðs sem sameinar gamla Tónlistarsjóð, Hljóðritasjóð og Útflutningssjóð. Upplýsingar um umsóknarfresti má nálgast á nýjum vef miðstöðvarinnar,“ segir í fréttatilkynningu frá tónlistarmiðstöðinni. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá innslag frá Stöð 2 af opnuninni: Hér má sjá myndir frá opnun: Kórinn Kliður var með söngatriði, en þeirra sérstaða er að syngja aðeins verk eftir kórmeðlimi. Flutningurinn var í stjórn Snorra Hallgrímssonar. Cat-Gundry Beck Kórinn steig nokkur spor. Cat-Gundry Beck María Rut lokar formlega forverum skrifstofunnar, Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar, og Tónverkamiðstöðvar. Allt starfsfólk og starfsemi hefur nú flust til Tónlistarmiðstöðvar, og þakkar hún teyminu fyrir að hafa látið yfirfærsluna ganga vel. Cat-Gundry Beck Einar Bárðarson stjórnarformaður Tónlistarmiðstöðvar var veislustjóri og kynnti inn Maríu Rut Reynisdóttur, nýjan framkvæmdastjóra, og Lilju Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra. Cat-Gundry Beck Margt var um manninn.Cat-Gundry Beck Snorri Hallgrímsson stýrði kórnum. Cat-Gundry Beck Það skapaðist mikil stemning við opnunina. Josie Gaitens, Valgeir Skorri Vernharðsson úr hljómsveitinni Celebs, tónlistarkonan Brynja og Helena Sif stóðu að spjalli. Cat-Gundry Beck Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningarráðherra, sagði að það væri ótrúlegt að upp úr ösku heimsfaraldurs hafi nú risið ný Tónlistarmiðstöð og tónlist hafi orðið einstaklega illa fyrir barðinu á kórónuveirunni. Cat-Gundry Beck Cat-Gundry Beck Jose Luis Anderson sem gengur undir listamannanafninu Anderval er nýr meðlimur í kórnum og flutti sólóverk eftir sig, en hann hefur gert Ísland að heimili sínu. Cat-Gundry Beck Lilja Dögg Alfreðsdóttir í góðum félagsskap með Öddu Rúnu nýjum yfirmanni menningarmála hjá Reykjavíkurborg, Friðriki Friðriksson, framkvæmdastjóri Sviðslistarmiðstöðvar og fleirum. Cat-Gundry Beck Bragi Valdimar, formaður tónskáldafélags Íslands, og Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri STEFs gefa nýrri Tónlistarmiðstöð tónverk eftir tónlistarmanninn Baldvin Hlynson en á verkið er myndræn framsetning á opinni sexund. Cat-Gundry Beck Það var mikið tónlistarstuð í loftinu. Cat-Gundry Beck Árni Þór Árnason, umboðsmaður Ólafs Arnalds, Anna Jóna Dungal, umbosðmaður Celebs, og Inga Magnes Weisshappel sem er í forsvari fyrir Wise Music Iceland gerðu sér glaðan dag. Cat-Gundry Beck Hermigervill spilaði eingöngu íslenska tónlist í teitinu.Cat-Gundry Beck Karítas Óðinsdóttir, Eydís Evensen og Ásgeir Trausti. Cat-Gundry Beck Marta og Þorbjörg Marinós frá Menningarráðuneytinu voru í góðum gír. Cat-Gundry Beck Tónlist Menning Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Tónlistarmiðstöð er stofnuð með það að markmiði að verða einn af hornsteinum íslensks tónlistarlífs og -iðnaðar. Tillagan að framkvæmd hennar kemur úr skýrslu starfshóps sem skipaður var af mennta- og menningarmálaráðherra á Degi íslenskrar tónlistar þann 1. desember 2020. María sagði í ræðu sinni að hana hefði aldrei órað fyrir því að þegar þessi skýrsla væri unnin að ný Tónlistarmiðstöð yrði einhvern tímann að veruleika og hvað þá svona hratt. Lilja sagði í ræðu sinni að stofnun Tónlistarmiðstöðvar hefði gengið svo vel því undirbúningsvinnan var unnin svo vel, og svo skýr samstaða tónlistarsenunnar hefði verið lykilatriði að þessari velgengni en í júní 2023 var fyrsta heildarlöggjöf um tónlist samþykkt á Alþingi. Hlutverk Tónlistarmiðstöðvar er að vera samstarfsvettvangur hagsmunaaðila tónlistar á Íslandi, sinna fræðslu og stuðningi við tónlistarfólk og tónlistartengd fyrirtæki, styðja við uppbyggingu tónlistariðnaðarins, kynna íslenska tónlist og tónlistarfólk á erlendri grundu og vera nótnaveita fyrir íslensk tónverk. Tónlistarmiðstöð er jafnframt falin umsjón með rekstri og starfsemi nýs Tónlistarsjóðs sem sameinar gamla Tónlistarsjóð, Hljóðritasjóð og Útflutningssjóð. Upplýsingar um umsóknarfresti má nálgast á nýjum vef miðstöðvarinnar,“ segir í fréttatilkynningu frá tónlistarmiðstöðinni. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá innslag frá Stöð 2 af opnuninni: Hér má sjá myndir frá opnun: Kórinn Kliður var með söngatriði, en þeirra sérstaða er að syngja aðeins verk eftir kórmeðlimi. Flutningurinn var í stjórn Snorra Hallgrímssonar. Cat-Gundry Beck Kórinn steig nokkur spor. Cat-Gundry Beck María Rut lokar formlega forverum skrifstofunnar, Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar, og Tónverkamiðstöðvar. Allt starfsfólk og starfsemi hefur nú flust til Tónlistarmiðstöðvar, og þakkar hún teyminu fyrir að hafa látið yfirfærsluna ganga vel. Cat-Gundry Beck Einar Bárðarson stjórnarformaður Tónlistarmiðstöðvar var veislustjóri og kynnti inn Maríu Rut Reynisdóttur, nýjan framkvæmdastjóra, og Lilju Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra. Cat-Gundry Beck Margt var um manninn.Cat-Gundry Beck Snorri Hallgrímsson stýrði kórnum. Cat-Gundry Beck Það skapaðist mikil stemning við opnunina. Josie Gaitens, Valgeir Skorri Vernharðsson úr hljómsveitinni Celebs, tónlistarkonan Brynja og Helena Sif stóðu að spjalli. Cat-Gundry Beck Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningarráðherra, sagði að það væri ótrúlegt að upp úr ösku heimsfaraldurs hafi nú risið ný Tónlistarmiðstöð og tónlist hafi orðið einstaklega illa fyrir barðinu á kórónuveirunni. Cat-Gundry Beck Cat-Gundry Beck Jose Luis Anderson sem gengur undir listamannanafninu Anderval er nýr meðlimur í kórnum og flutti sólóverk eftir sig, en hann hefur gert Ísland að heimili sínu. Cat-Gundry Beck Lilja Dögg Alfreðsdóttir í góðum félagsskap með Öddu Rúnu nýjum yfirmanni menningarmála hjá Reykjavíkurborg, Friðriki Friðriksson, framkvæmdastjóri Sviðslistarmiðstöðvar og fleirum. Cat-Gundry Beck Bragi Valdimar, formaður tónskáldafélags Íslands, og Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri STEFs gefa nýrri Tónlistarmiðstöð tónverk eftir tónlistarmanninn Baldvin Hlynson en á verkið er myndræn framsetning á opinni sexund. Cat-Gundry Beck Það var mikið tónlistarstuð í loftinu. Cat-Gundry Beck Árni Þór Árnason, umboðsmaður Ólafs Arnalds, Anna Jóna Dungal, umbosðmaður Celebs, og Inga Magnes Weisshappel sem er í forsvari fyrir Wise Music Iceland gerðu sér glaðan dag. Cat-Gundry Beck Hermigervill spilaði eingöngu íslenska tónlist í teitinu.Cat-Gundry Beck Karítas Óðinsdóttir, Eydís Evensen og Ásgeir Trausti. Cat-Gundry Beck Marta og Þorbjörg Marinós frá Menningarráðuneytinu voru í góðum gír. Cat-Gundry Beck
Tónlist Menning Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira