„Skrítið að spila á móti liði sem þú varst í þegar þú varst ungur“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. apríl 2024 22:15 Þetta var fjórði leikurinn í röð sem Gylfi byrjar. Hann var tekinn útaf eftir klukkutíma leik í stöðunni 3-0 eftir að hafa skilað góðu framlagi. Gylfi Þór Sigurðsson gaf tvær stoðsendingar í 3-0 sigri Vals gegn FH í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Þrátt fyrir frábæra frammistöðu sagðist hann ekki enn byrjaður að sýna sitt besta. „Fínt kvöld, spiluðum vel, stjórnuðum leiknum. Þeir voru svolítið hættulegir stundum í skyndisóknum en fyrir utan það fannst mér við með full tök á þessum leik og hefði hæglega getað verið stærri sigur“ sagði Gylfi fljótlega eftir leik. Gylfi gaf tvær stoðsendingar í dag og stýrði sóknarleik Vals að miklu leyti. Frábær frammistaða af hans hálfu, en hann segist eiga meira inni. „Jájá, fjórði leikurinn sem ég byrja núna, á einhverjum þremur árum, það er bara gott að vera byrjaður að spila tvo leiki í viku. Spilum, endurheimtum milli leikja og komum okkur svo aftur í gang fyrir næsta leik. Það mun taka smá tíma fyrir mig að komast í mitt besta stand en mér finnst ég vera aðeins að nálgast það.“ Valur reyndi fyrir sér nýtt leikskipulag í dag. Spiluðu með þrjá miðverði, Birkir Már og Jónatan Ingi í vængbakvörðum. Aron Jóhannsson, Kristinn Freyr og Gylfi Sigurðsson á miðjunni. Þrír menn með gæði og alvöru flæði, létu boltann ganga vel milli sín og ógnuðu mikið. Hvernig fannst Gylfa það kerfi ganga? „Mjög vel. Hentaði betur á móti Stjörnunni þegar við vorum manni færri í seinni hálfleik. Virkaði vel í dag, skipulagið og uppleggið hjá þjálfaranum mjög gott. Munurinn var að við nýttum færin okkar í dag. Skoruðum snemma sem hjálpar mikið. En jú, ég held að öllum hafi liðið vel [í þessu kerfi]. Gott að vera með tvö kerfi sem við getum spilað.“ Gylfi er auðvitað uppalinn FH-ingur, þó einhverjir vilji meina annað. Hann sagði vissulega einhverjar tilfinningar hafa blússað upp af því tilefni en einbeitingin var alltaf á að sækja sigurinn í kvöld. „Skrítið að spila á móti liði sem þú varst í þegar þú varst ungur, í einhver tíu ár. En fyrir utan það var allur fókus bara á að komast áfram í keppninni og einbeita okkur að því að vera í hattinum í næstu umferð.“ Valur er komið áfram í 16-liða úrslit. Á Gylfi sér einhvern óskamótherja þar? „Nei svosem ekki, það fer bara eftir hvernig úrslitin í þessari umferð. Í bikarkeppnum verður að vinna bestu liðin til að vinna keppnina.“ Valur FH Mjólkurbikar karla Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - FH 3-0 | Nýtt leikskipulag skilaði frábærum árangri Valur vann FH 3-0 á Hlíðarenda í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Heimamenn höfðu algjöra yfirburði í leiknum og verðskulduðu sigurinn sannarlega. 24. apríl 2024 18:30 Áhugaverður skiptidíll FH og Vals á leikdag FH og Valur hafa fengið leikmann á láni frá hvoru öðru í Bestu deild karla. Liðin mætast í Mjólkurbikarnum í kvöld. 24. apríl 2024 18:47 Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Sjá meira
„Fínt kvöld, spiluðum vel, stjórnuðum leiknum. Þeir voru svolítið hættulegir stundum í skyndisóknum en fyrir utan það fannst mér við með full tök á þessum leik og hefði hæglega getað verið stærri sigur“ sagði Gylfi fljótlega eftir leik. Gylfi gaf tvær stoðsendingar í dag og stýrði sóknarleik Vals að miklu leyti. Frábær frammistaða af hans hálfu, en hann segist eiga meira inni. „Jájá, fjórði leikurinn sem ég byrja núna, á einhverjum þremur árum, það er bara gott að vera byrjaður að spila tvo leiki í viku. Spilum, endurheimtum milli leikja og komum okkur svo aftur í gang fyrir næsta leik. Það mun taka smá tíma fyrir mig að komast í mitt besta stand en mér finnst ég vera aðeins að nálgast það.“ Valur reyndi fyrir sér nýtt leikskipulag í dag. Spiluðu með þrjá miðverði, Birkir Már og Jónatan Ingi í vængbakvörðum. Aron Jóhannsson, Kristinn Freyr og Gylfi Sigurðsson á miðjunni. Þrír menn með gæði og alvöru flæði, létu boltann ganga vel milli sín og ógnuðu mikið. Hvernig fannst Gylfa það kerfi ganga? „Mjög vel. Hentaði betur á móti Stjörnunni þegar við vorum manni færri í seinni hálfleik. Virkaði vel í dag, skipulagið og uppleggið hjá þjálfaranum mjög gott. Munurinn var að við nýttum færin okkar í dag. Skoruðum snemma sem hjálpar mikið. En jú, ég held að öllum hafi liðið vel [í þessu kerfi]. Gott að vera með tvö kerfi sem við getum spilað.“ Gylfi er auðvitað uppalinn FH-ingur, þó einhverjir vilji meina annað. Hann sagði vissulega einhverjar tilfinningar hafa blússað upp af því tilefni en einbeitingin var alltaf á að sækja sigurinn í kvöld. „Skrítið að spila á móti liði sem þú varst í þegar þú varst ungur, í einhver tíu ár. En fyrir utan það var allur fókus bara á að komast áfram í keppninni og einbeita okkur að því að vera í hattinum í næstu umferð.“ Valur er komið áfram í 16-liða úrslit. Á Gylfi sér einhvern óskamótherja þar? „Nei svosem ekki, það fer bara eftir hvernig úrslitin í þessari umferð. Í bikarkeppnum verður að vinna bestu liðin til að vinna keppnina.“
Valur FH Mjólkurbikar karla Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - FH 3-0 | Nýtt leikskipulag skilaði frábærum árangri Valur vann FH 3-0 á Hlíðarenda í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Heimamenn höfðu algjöra yfirburði í leiknum og verðskulduðu sigurinn sannarlega. 24. apríl 2024 18:30 Áhugaverður skiptidíll FH og Vals á leikdag FH og Valur hafa fengið leikmann á láni frá hvoru öðru í Bestu deild karla. Liðin mætast í Mjólkurbikarnum í kvöld. 24. apríl 2024 18:47 Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Sjá meira
Leik lokið: Valur - FH 3-0 | Nýtt leikskipulag skilaði frábærum árangri Valur vann FH 3-0 á Hlíðarenda í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Heimamenn höfðu algjöra yfirburði í leiknum og verðskulduðu sigurinn sannarlega. 24. apríl 2024 18:30
Áhugaverður skiptidíll FH og Vals á leikdag FH og Valur hafa fengið leikmann á láni frá hvoru öðru í Bestu deild karla. Liðin mætast í Mjólkurbikarnum í kvöld. 24. apríl 2024 18:47