„Á sama tíma í fyrra held ég að þetta hafi verið gult“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. apríl 2024 22:33 Heimir Guðjónsson, þjálfari FH. Vísir/Hulda Margrét Heimir Guðjónsson var svekktur með 3-0 tap FH gegn Val í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Hann ræddi leikinn allan, rauða spjaldið sem hefði að hans mati ekki farið á loft í fyrra og félagaskiptaglugga FH við blaðamenn eftir leik. „Fyrri hálfleikur varnarlega var ekki nógu góður. Valur er með góða fótboltamenn og við gáfum þeim allt of mikið pláss til að spila. Ef þú gerir það er voðinn vís. Skrítið að segja það en mér fannst við oft á tíðum góðir sóknarlega. Fengum mikið af opnunum en náðum ekki að nýta það nógu vel. Fáum mark eftir þrjár mínútur úr hornspyrnu, það gaf svolítið tóninn en við héldum áfram og reyndum.“ Fóru oft illa með góðar stöður FH skapaði sér oft á tíðum góðar stöður og komst nokkrum sinnum í fín færi. Hefði verið hægt að gera betur sóknarlega? „Bæði í uppspili og í skyndisóknum fengum við mikið af möguleikum. Vantaði oft betri ákvarðanatöku á síðasta þriðjung.“ Valur mætti til leiks með nýtt leikskipulag. Spiluðu með þrjá miðverði, Birkir Már og Jónatan Ingi í vængbakvörðum. Aron Jóhannsson, Kristinn Freyr og Gylfi Sigurðsson á miðjunni. Kom uppleggið á óvart? „Já, Valur hefur yfirleitt spilað í fjögurra manna. Við náðum að lesa þetta fljótlega. Vandamálið var ekki kerfið sem þeir spila, við vorum bara ekki nógu nálægt þeim. Ekki nógu góð pressa á manninn með boltann og þeir fengu of mikinn tíma.“ Grétar Snær Gunnarsson fékk beint rautt spjald fyrir groddatæklingu undir lok leiks. Heimir var þeirrar skoðunar að fyrir ári síðan hefði hann fengið gult spjald. „Eins og þetta er búið að vera síðan mótið byrjaði kom ekki á óvart að þetta væri rautt spjald. Á sama tíma í fyrra held ég að þetta hafi verið gult“ Dæmi nú hver fyrir sig en atvikið má sjá hér fyrir neðan. FH ingar kláruðu leikinn manni færri eftir að Grétar Snær Gunnarsson fékk rautt spjald, 14 mínútum eftir að hann kom inn á af varamannabekknum. Leiknum er lokið með 3-0 sigri Vals sem flýgur áfram í 16-liða úrslitin @mjolkurbikarinn pic.twitter.com/rrpnvkKmTj— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 24, 2024 Vonar að verðmiðinn hafi verið hár FH fékk Bjarna Guðjón frá Val fyrr í dag. Hörður Ingi fór til Vals í staðinn. Þá fór Haraldur Ásgrímsson frá FH til Fram. Er von á frekari tíðindum fyrir miðnætti? „Nei, við erum búnir. Halli vildi fara, var ósáttur við mínúturnar. Ég er bara þannig gerður, ef menn vilja fara og fæst rétt verð fyrir þá. Þá leyfi ég mönnum að fara. Hörður líka, það er bara staðan.“ Það hefur lengi verið vitað að Haraldur vildi fara, eins og Heimir segir. Það sem er talið hafa staðið í vegi fyrir félagaskiptunum hingað til var hár verðmiði sem FH óskaði. „Ég vildi að ég gæti tjáð mig um það en þú verður að spyrja yfirmann knattspyrnumála að því. Ég ætla að vona að hann hafi verið hár“ sagði Heimir að lokum. Mjólkurbikar karla FH Tengdar fréttir Áhugaverður skiptidíll FH og Vals á leikdag FH og Valur hafa fengið leikmann á láni frá hvoru öðru í Bestu deild karla. Liðin mætast í Mjólkurbikarnum í kvöld. 24. apríl 2024 18:47 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Fleiri fréttir Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Sjá meira
„Fyrri hálfleikur varnarlega var ekki nógu góður. Valur er með góða fótboltamenn og við gáfum þeim allt of mikið pláss til að spila. Ef þú gerir það er voðinn vís. Skrítið að segja það en mér fannst við oft á tíðum góðir sóknarlega. Fengum mikið af opnunum en náðum ekki að nýta það nógu vel. Fáum mark eftir þrjár mínútur úr hornspyrnu, það gaf svolítið tóninn en við héldum áfram og reyndum.“ Fóru oft illa með góðar stöður FH skapaði sér oft á tíðum góðar stöður og komst nokkrum sinnum í fín færi. Hefði verið hægt að gera betur sóknarlega? „Bæði í uppspili og í skyndisóknum fengum við mikið af möguleikum. Vantaði oft betri ákvarðanatöku á síðasta þriðjung.“ Valur mætti til leiks með nýtt leikskipulag. Spiluðu með þrjá miðverði, Birkir Már og Jónatan Ingi í vængbakvörðum. Aron Jóhannsson, Kristinn Freyr og Gylfi Sigurðsson á miðjunni. Kom uppleggið á óvart? „Já, Valur hefur yfirleitt spilað í fjögurra manna. Við náðum að lesa þetta fljótlega. Vandamálið var ekki kerfið sem þeir spila, við vorum bara ekki nógu nálægt þeim. Ekki nógu góð pressa á manninn með boltann og þeir fengu of mikinn tíma.“ Grétar Snær Gunnarsson fékk beint rautt spjald fyrir groddatæklingu undir lok leiks. Heimir var þeirrar skoðunar að fyrir ári síðan hefði hann fengið gult spjald. „Eins og þetta er búið að vera síðan mótið byrjaði kom ekki á óvart að þetta væri rautt spjald. Á sama tíma í fyrra held ég að þetta hafi verið gult“ Dæmi nú hver fyrir sig en atvikið má sjá hér fyrir neðan. FH ingar kláruðu leikinn manni færri eftir að Grétar Snær Gunnarsson fékk rautt spjald, 14 mínútum eftir að hann kom inn á af varamannabekknum. Leiknum er lokið með 3-0 sigri Vals sem flýgur áfram í 16-liða úrslitin @mjolkurbikarinn pic.twitter.com/rrpnvkKmTj— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 24, 2024 Vonar að verðmiðinn hafi verið hár FH fékk Bjarna Guðjón frá Val fyrr í dag. Hörður Ingi fór til Vals í staðinn. Þá fór Haraldur Ásgrímsson frá FH til Fram. Er von á frekari tíðindum fyrir miðnætti? „Nei, við erum búnir. Halli vildi fara, var ósáttur við mínúturnar. Ég er bara þannig gerður, ef menn vilja fara og fæst rétt verð fyrir þá. Þá leyfi ég mönnum að fara. Hörður líka, það er bara staðan.“ Það hefur lengi verið vitað að Haraldur vildi fara, eins og Heimir segir. Það sem er talið hafa staðið í vegi fyrir félagaskiptunum hingað til var hár verðmiði sem FH óskaði. „Ég vildi að ég gæti tjáð mig um það en þú verður að spyrja yfirmann knattspyrnumála að því. Ég ætla að vona að hann hafi verið hár“ sagði Heimir að lokum.
Mjólkurbikar karla FH Tengdar fréttir Áhugaverður skiptidíll FH og Vals á leikdag FH og Valur hafa fengið leikmann á láni frá hvoru öðru í Bestu deild karla. Liðin mætast í Mjólkurbikarnum í kvöld. 24. apríl 2024 18:47 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Fleiri fréttir Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Sjá meira
Áhugaverður skiptidíll FH og Vals á leikdag FH og Valur hafa fengið leikmann á láni frá hvoru öðru í Bestu deild karla. Liðin mætast í Mjólkurbikarnum í kvöld. 24. apríl 2024 18:47