Í textaspá Veðurstofunnar kemur fram að í dag verði norðlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s, og bjartviðri, en skýjað verði með köflum á Norður- og Austurlandi og stöku skúrir eða él.
Á morgun taki svo að hvessa, norðan 5-13 m/s, hvassast fyrir austan. Svo bæti í úrkomu um landið norðaustanvert annað kvöld.
Í hugleiðingum veðurfræðings segir að á laugardag bæti í úrkomu um landið norðaustan- og austanvert, þar verði dálítil snjókoma eða él en áfram bjart sunnan- og vestantil. Þá kólni aðeins í veðri.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag:
Norðan 5-13 m/s, hvassast fyrir austan. Léttskýjað sunnan- og vestanlands, en skýjað og lítilsháttar él norðaustantil. Hiti 0 til 13 stig að deginum, hlýjast á Suðurlandi.
Á laugardag:
Norðanlæg átt, 5-13 og dálítil snjókoma eða él norðan- og austantil, en bjartviðri suðvestanlands. Hiti 0 til 9 stig yfir daginn, mildast syðst.
Á sunnudag og mánudag:
Norðaustan 5-10 og skúrir eða él við suður- og austurströndina, en þurrt að kalla fyrir norðan. Hiti 5 til 10 stig að deginum sunnan- og vestanlands, en um frostmark á Norður- og Austurlandi.
Á þriðjudag:
Norðvestlæg átt og dálítil él fyrir austan, en bjartviðri á Suður og Vesturlandi. Hiti breytist lítið.
Á miðvikudag:
Útlit fyrir suðvestlæga átt og þykknar upp vestanlands, en yfirleitt léttskýjað austanlands og hlýnar í veðri.