Brautryðjandinn Baldur Þóra Björk Smith skrifar 26. apríl 2024 07:02 Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, verður framúrskarandi forseti hljóti hann til þess stuðning þjóðarinnar þann 1. júní. Hann hefur allt sem þarf til að gegna embættinu svo sómi sé að. Hann hefur verið brautryðjandi í rannsóknum á alþjóðamálum, með áherslu á stöðu smáríkja. Hann þekkir vel til stjórnskipunar landsins og hefur um áratuga skeið verið í hringiðu pólitískrar umræðu. Hann er réttsýnn og rökfastur. Hann hefur ekki veigrað sér við að taka slaginn í réttindabaráttu hinsegin fólks, baráttu gegn hatri og hugmyndum annars fólks um líf hans. Í þeirri baráttu hafa þeir Felix tekið þátt af heilum hug í marga áratugi. Barátta þeirra hefur vegið þungt í réttarbótum hinsegin fólks. Þátttaka í mannréttindabaráttu er mikilvægt veganesti forseta, nái Baldur kjöri mun það hafa jákvæð áhrif á stöðu mannréttinda minnihlutahópa á Íslandi og vekja athygli út fyrir landsteinana. Þess vegna eiga þeir sérstakt erindi á Bessastaði. Fyrirmyndin Baldur Þegar ég kynntist þeim Baldri og Felix fyrst fyrir rúmum 25 árum hefði verið algjörlega óhugsandi að hommi, giftur manni, sem ætti börn og barnabörn væri í framboði til nokkurs embættis á Íslandi. Samkynhneigt fólk var ekki fjölskyldufólk. Með því að koma úr felum eins og það var kallað fyrirgerði samkynhneigt fólk rétti sínum til að eignast börn og stofna fjölskyldu. Það voru heldur engar fyrirmyndir, fáir treystu sér til að koma með fjölskylduna sína úr felum. Í þessu umhverfi vorum við stödd árið 1998 þegar ég hitti Baldur fyrst. Hann var tiltölulega nýkominn heim úr framhaldsnámi og var að hefja störf við stjórnmálafræðideildina þar sem ég var í námi. Ég gleymi því aldrei þegar hann vatt sér að mér einn daginn og sagðist vera að safna saman hópi af samkynhneigðu fólki í Háskólanum til að vekja athygli á málefnum samkynhneigðra stúdenta og stofna jafnvel um það félag, svo samkynhneigðir stúdentar ættu sér vettvang og gætu í sameiningu barist fyrir sínum hagsmunum, svipað því sem hann hafði kynnst í háskólum erlendis. Úr varð að Félag samkynhneigðra stúdenta (FSS, seinna Q, félag hinsegin stúdenta) var stofnað. Mig grunaði ekki að nokkur myndi hlusta á okkur, hvað þá að hægt væri berjast á móti fordómum og fáfræði með tilvísanir í rannsóknir og fræðigreinar að vopni. En þar kom Baldur sterkur inn. Hann kom á fundi með ritstjórum Morgunblaðsins, vegna þess að okkur blöskraði hatursfull umræða um samkynhneigða í aðsendum greinum til blaðsins, sem birst höfðu dag eftir dag. Þar var samkynhneigð m.a. sögð „brenglun og sjúkdómur“. Eftir fundinn samþykkti Morgunblaðið að hætta að birta slíkar greinar. Eins var þegar fulltrúar allsherjarnefndar Alþingis voru ekki vissir um að börn samkynhneigðra myndu spjara sig, þegar frumvarp um stjúpættleiðingar var til afgreiðslu hjá þeim, fann Baldur erlendar rannsóknir sem gerðar höfðu verið á börnum samkynhneigðra. Prentaði út, ljósritaði og við sendum þingmönnum. Við mættum á fund allsherjarnefndar, héldum málþing um ættleiðingar samkynhneigðra með fræðimönnum og buðum þingmönnum þeirra tveggja flokka sem ekki voru með full réttindi til handa samkynhneigðum á stefnuskrá sinni. Tilfinningarök virkuðu lítið á rökfestu Baldurs, sem hrakti hverja bábiljuna á fætur annarri. Fjölskyldumaðurinn Baldur Ég áttaði mig ekki á því fyrr en seinna hvað stofnun FSS var mikilvæg, bæði fyrir hinsegin samfélagið í Háskólanum, en ekki síður fyrir mig persónulega. FSS veitti skjól þegar á móti blés og þar voru einstaklingar sem voru að stíga sín fyrstu skref út úr skápnum. Þá var gott að geta leitað til fólks sem var á sama stað og hjá þeim Baldri og Felix áttum við öruggt athvarf. Þeir Baldur og Felix eru samheldin hjón. Framboð Baldurs er framboð þeirra beggja. Baldur gerir ekki fjölskylduform sitt að aukaatriði og þeir voru fyrsta samkynhneigða parið sem ég kynntist sem hafði hugrekki til að tala um sig og börnin sín sem fjölskyldu. Fjölskylda sem er falleg fyrirmynd fyrir okkur hin sem á eftir komu. Þangað erum við Íslendingar sem betur fer komin í mannréttindabaráttunni. Vera má að einhverjir geti ekki séð fyrir sér hommahjón á Bessastöðum en mig langar að trúa því að fæstir setji það fyrir sig. Það gleður mig innilega að Baldur Þórhallsson hafi ákveðið að gefa kost á sér í embættið. Hann hefur ríka samkennd með fólki og persónulega reynslu sem nýtist honum í að sameina þjóð sem samanstendur af meiri fjölbreytileika en nokkru sinni fyrr. Hann er fræðimaður með yfirburða þekkingu á alþjóðamálum og þeir Felix hafa hjartað til að gegna embættinu. Í mínum huga leikur enginn vafi á að framboðið hefur nú þegar valdið straumhvörfum, rutt brautina og sett tóninn fyrir því sem koma skal. Höfundur er stjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, verður framúrskarandi forseti hljóti hann til þess stuðning þjóðarinnar þann 1. júní. Hann hefur allt sem þarf til að gegna embættinu svo sómi sé að. Hann hefur verið brautryðjandi í rannsóknum á alþjóðamálum, með áherslu á stöðu smáríkja. Hann þekkir vel til stjórnskipunar landsins og hefur um áratuga skeið verið í hringiðu pólitískrar umræðu. Hann er réttsýnn og rökfastur. Hann hefur ekki veigrað sér við að taka slaginn í réttindabaráttu hinsegin fólks, baráttu gegn hatri og hugmyndum annars fólks um líf hans. Í þeirri baráttu hafa þeir Felix tekið þátt af heilum hug í marga áratugi. Barátta þeirra hefur vegið þungt í réttarbótum hinsegin fólks. Þátttaka í mannréttindabaráttu er mikilvægt veganesti forseta, nái Baldur kjöri mun það hafa jákvæð áhrif á stöðu mannréttinda minnihlutahópa á Íslandi og vekja athygli út fyrir landsteinana. Þess vegna eiga þeir sérstakt erindi á Bessastaði. Fyrirmyndin Baldur Þegar ég kynntist þeim Baldri og Felix fyrst fyrir rúmum 25 árum hefði verið algjörlega óhugsandi að hommi, giftur manni, sem ætti börn og barnabörn væri í framboði til nokkurs embættis á Íslandi. Samkynhneigt fólk var ekki fjölskyldufólk. Með því að koma úr felum eins og það var kallað fyrirgerði samkynhneigt fólk rétti sínum til að eignast börn og stofna fjölskyldu. Það voru heldur engar fyrirmyndir, fáir treystu sér til að koma með fjölskylduna sína úr felum. Í þessu umhverfi vorum við stödd árið 1998 þegar ég hitti Baldur fyrst. Hann var tiltölulega nýkominn heim úr framhaldsnámi og var að hefja störf við stjórnmálafræðideildina þar sem ég var í námi. Ég gleymi því aldrei þegar hann vatt sér að mér einn daginn og sagðist vera að safna saman hópi af samkynhneigðu fólki í Háskólanum til að vekja athygli á málefnum samkynhneigðra stúdenta og stofna jafnvel um það félag, svo samkynhneigðir stúdentar ættu sér vettvang og gætu í sameiningu barist fyrir sínum hagsmunum, svipað því sem hann hafði kynnst í háskólum erlendis. Úr varð að Félag samkynhneigðra stúdenta (FSS, seinna Q, félag hinsegin stúdenta) var stofnað. Mig grunaði ekki að nokkur myndi hlusta á okkur, hvað þá að hægt væri berjast á móti fordómum og fáfræði með tilvísanir í rannsóknir og fræðigreinar að vopni. En þar kom Baldur sterkur inn. Hann kom á fundi með ritstjórum Morgunblaðsins, vegna þess að okkur blöskraði hatursfull umræða um samkynhneigða í aðsendum greinum til blaðsins, sem birst höfðu dag eftir dag. Þar var samkynhneigð m.a. sögð „brenglun og sjúkdómur“. Eftir fundinn samþykkti Morgunblaðið að hætta að birta slíkar greinar. Eins var þegar fulltrúar allsherjarnefndar Alþingis voru ekki vissir um að börn samkynhneigðra myndu spjara sig, þegar frumvarp um stjúpættleiðingar var til afgreiðslu hjá þeim, fann Baldur erlendar rannsóknir sem gerðar höfðu verið á börnum samkynhneigðra. Prentaði út, ljósritaði og við sendum þingmönnum. Við mættum á fund allsherjarnefndar, héldum málþing um ættleiðingar samkynhneigðra með fræðimönnum og buðum þingmönnum þeirra tveggja flokka sem ekki voru með full réttindi til handa samkynhneigðum á stefnuskrá sinni. Tilfinningarök virkuðu lítið á rökfestu Baldurs, sem hrakti hverja bábiljuna á fætur annarri. Fjölskyldumaðurinn Baldur Ég áttaði mig ekki á því fyrr en seinna hvað stofnun FSS var mikilvæg, bæði fyrir hinsegin samfélagið í Háskólanum, en ekki síður fyrir mig persónulega. FSS veitti skjól þegar á móti blés og þar voru einstaklingar sem voru að stíga sín fyrstu skref út úr skápnum. Þá var gott að geta leitað til fólks sem var á sama stað og hjá þeim Baldri og Felix áttum við öruggt athvarf. Þeir Baldur og Felix eru samheldin hjón. Framboð Baldurs er framboð þeirra beggja. Baldur gerir ekki fjölskylduform sitt að aukaatriði og þeir voru fyrsta samkynhneigða parið sem ég kynntist sem hafði hugrekki til að tala um sig og börnin sín sem fjölskyldu. Fjölskylda sem er falleg fyrirmynd fyrir okkur hin sem á eftir komu. Þangað erum við Íslendingar sem betur fer komin í mannréttindabaráttunni. Vera má að einhverjir geti ekki séð fyrir sér hommahjón á Bessastöðum en mig langar að trúa því að fæstir setji það fyrir sig. Það gleður mig innilega að Baldur Þórhallsson hafi ákveðið að gefa kost á sér í embættið. Hann hefur ríka samkennd með fólki og persónulega reynslu sem nýtist honum í að sameina þjóð sem samanstendur af meiri fjölbreytileika en nokkru sinni fyrr. Hann er fræðimaður með yfirburða þekkingu á alþjóðamálum og þeir Felix hafa hjartað til að gegna embættinu. Í mínum huga leikur enginn vafi á að framboðið hefur nú þegar valdið straumhvörfum, rutt brautina og sett tóninn fyrir því sem koma skal. Höfundur er stjórnmálafræðingur.
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun