Vilja vekja áhuga ungu kynslóðarinnar á töfrum klassískrar tónlistar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. apríl 2024 19:24 Stelpurnar vinna vel saman og allt gengur hnökralaust fyrir sig á æfingum. Vísir/Ívar Þrjár táningsstúlkur, sem hófu tónlistarnám á leikskólaaldri, hafa stofnað kammersveit og stefna hátt. Þær vilja höfða til ungu kynslóðarinnar og vekja áhuga hennar á töfrum klassískrar tónlistar. Þrátt fyrir að vera ungar að árum eru þær Sigrún Marta Arnaldsdóttir, Sól Björnsdóttir og Sveindís Eir Steinunnardóttir hoknar af reynslu og hafa æft á sín hljóðfæri í fleiri fleiri ár. „Ég var fjögurra ára þegar ég byrjaði,“ sagði Sigrún Marta víóluleikari. Það mátti ekki seinna vera? „Nei,“ sagði Sigrún og skellti upp úr og sagðist mæla með tónlistarnámi því það væri bæði gaman að spila á hljóðfæri en svo væri félagsskapurinn góður. Sveindís var fimm ára þegar hún byrjaði að æfa og Sól byrjaði að æfa á píanó fjögurra ára. Þessar framtakssömu stúlkur hafa nú stofnað kammersveit. „Þetta byrjaði allt í Brianston þar sem við vorum allar saman á námskeiði og þá fengum við bara þá hugmynd að stofna kammersveit,“ útskýrir Sól. „Brianston er sumarnámskeið fyrir tónlistarkrakka í Bretlandi og við hugsuðum bara hey! Við erum allar í sama tónlistarskólanum og við getum bara stofnað kammersveit,“ segir Sveindís. Þetta er mikil vinna en gefandi. „Það eru náttúrulega algjör forréttindi að geta spilað svona fallega tónlist með öðrum. Við viljum líka þakka kennurunum okkar í Allegro Suzuki tónlistarskólanum.“ Stelpurnar stefna hátt. „Okkar markmið er að höfða til ungs fólks með því að vekja áhuga á klassískri tónlist og alveg sérstaklega rómantískri tónlist sem við erum mest búnar að vera að spila,“ segir Sól. Þið viljið auka veg klassískrar tónlistar á Íslandi? „Já og sýna að það sé mjög gaman að spila saman og spila klassíska tónlist,“ segir Sveindís. Tónlist Tónlistarnám Menning Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Þrátt fyrir að vera ungar að árum eru þær Sigrún Marta Arnaldsdóttir, Sól Björnsdóttir og Sveindís Eir Steinunnardóttir hoknar af reynslu og hafa æft á sín hljóðfæri í fleiri fleiri ár. „Ég var fjögurra ára þegar ég byrjaði,“ sagði Sigrún Marta víóluleikari. Það mátti ekki seinna vera? „Nei,“ sagði Sigrún og skellti upp úr og sagðist mæla með tónlistarnámi því það væri bæði gaman að spila á hljóðfæri en svo væri félagsskapurinn góður. Sveindís var fimm ára þegar hún byrjaði að æfa og Sól byrjaði að æfa á píanó fjögurra ára. Þessar framtakssömu stúlkur hafa nú stofnað kammersveit. „Þetta byrjaði allt í Brianston þar sem við vorum allar saman á námskeiði og þá fengum við bara þá hugmynd að stofna kammersveit,“ útskýrir Sól. „Brianston er sumarnámskeið fyrir tónlistarkrakka í Bretlandi og við hugsuðum bara hey! Við erum allar í sama tónlistarskólanum og við getum bara stofnað kammersveit,“ segir Sveindís. Þetta er mikil vinna en gefandi. „Það eru náttúrulega algjör forréttindi að geta spilað svona fallega tónlist með öðrum. Við viljum líka þakka kennurunum okkar í Allegro Suzuki tónlistarskólanum.“ Stelpurnar stefna hátt. „Okkar markmið er að höfða til ungs fólks með því að vekja áhuga á klassískri tónlist og alveg sérstaklega rómantískri tónlist sem við erum mest búnar að vera að spila,“ segir Sól. Þið viljið auka veg klassískrar tónlistar á Íslandi? „Já og sýna að það sé mjög gaman að spila saman og spila klassíska tónlist,“ segir Sveindís.
Tónlist Tónlistarnám Menning Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning