„Ég skaut bara á markið og vonaði það besta“ Andri Már Eggertsson skrifar 28. apríl 2024 21:12 Elmar Erlingsson fór á kostum í kvöld Vísir/Hulda Margrét ÍBV vann ótrúlegan eins marks sigur gegn FH 28-29 í Kaplakrika. Elmar Erlingsson, leikmaður ÍBV, var hetja Eyjamanna þar sem hann gerði sigurmarkið en FH er 2-1 yfir í einvíginu og því var sigur Eyjamanna lífsnauðsynlegur. „Þetta var ekki alveg eins og við ætluðum að spila en þetta gekk upp. Við fórum í tvöfaldan kross og ætluðum að fá Gabríel Martinez í færi en það opnaðist á milli eitt og tvö og ég náði að komast í gegn. Ég skaut bara á markið og vonaði það besta,“ sagði Elmar um sigurmarkið sem hann skoraði. Elmar fór á kostum í leiknum og gerði sjö af fyrstu átta mörkum Eyjamanna í fyrri hálfleik. Elmar er að spila sitt síðasta tímabil með ÍBV þar sem hann hefur samið við Nordhorn sem leikur í næstefstu deild í Þýskalandi. „Stundum kemst maður í svona gír og það var allt inni og þegar að það gerist þá heldur maður bara áfram að skjóta. Maður veit aldrei hvenær seinasti leikurinn minn með ÍBV verður og ég ætla að nýta allar mínútur sem ég hef og það er ógeðslega gaman.“ ÍBV gerði síðustu þrjú mörkin í fyrri hálfleik og voru einu marki yfir 13-14. Elmar hrósaði einnig stuðningsmönnum ÍBV sem stóðu fyrir sínu. „Stúkan trylltist og við löbbuðum inn í klefa með gæsahúð. Síðan komum við út í seinni hálfleik og komumst fjórum mörkum yfir. Stúkan hélt áfram og þetta var ógeðslega gaman. Það gekk næstum því allt upp í dag og þetta var mjög flott hjá okkur.“ Um miðjan seinni hálfleik fór ÍBV að gefa eftir og heimamenn komust inn í leikinn og úr varð svakalega spennandi leikur. „Við klikkuðum á þremur færum í röð. Í úrslitakeppninni er aldrei hægt að vera rólegur þegar maður er fimm mörkum yfir en mögulega gerðum við það en náðum samt að klára leikinn sem var geggjað.“ FH var tveimur mörkum yfir þegar að þrjár mínútur voru eftir og Elmar var ánægður með hvernig liðið kom til baka og vann leikinn. „Þetta var bara að duga eða drepast. Við vissum að við gátum ekki gefist upp og við áttum ekki annan leik inni.“ En hvernig verður að fara til Eyja og reyna að knýja fram oddaleik í Krikanum. „Það er bara það sem maður er búinn að dreyma um seinustu daga. Komast aftur til Eyja og koma þessu í oddaleik sem væri geðveikt,“ sagði Elmar Erlingsson að lokum spenntur fyrir næsta leik í Vestmannaeyjum. ÍBV Olís-deild karla Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Sigurganga Blomberg-Lippe heldur áfram Paul George dæmdur í 25 leikja bann Beto bjargaði stigi á afmælisdaginn Chelsea - West Ham | Bæði lið í stuði Öruggt hjá Arsenal á Elland Road og sjö stiga forskot Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Spilaði fótbrotinn í úrslitakeppni NFL Vildi ekki peninginn Sparkaði í og trampaði á mótherja Dagskráin: Doc Zone og enska úrvalsdeildin í aðalhlutverki „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Sjá meira
„Þetta var ekki alveg eins og við ætluðum að spila en þetta gekk upp. Við fórum í tvöfaldan kross og ætluðum að fá Gabríel Martinez í færi en það opnaðist á milli eitt og tvö og ég náði að komast í gegn. Ég skaut bara á markið og vonaði það besta,“ sagði Elmar um sigurmarkið sem hann skoraði. Elmar fór á kostum í leiknum og gerði sjö af fyrstu átta mörkum Eyjamanna í fyrri hálfleik. Elmar er að spila sitt síðasta tímabil með ÍBV þar sem hann hefur samið við Nordhorn sem leikur í næstefstu deild í Þýskalandi. „Stundum kemst maður í svona gír og það var allt inni og þegar að það gerist þá heldur maður bara áfram að skjóta. Maður veit aldrei hvenær seinasti leikurinn minn með ÍBV verður og ég ætla að nýta allar mínútur sem ég hef og það er ógeðslega gaman.“ ÍBV gerði síðustu þrjú mörkin í fyrri hálfleik og voru einu marki yfir 13-14. Elmar hrósaði einnig stuðningsmönnum ÍBV sem stóðu fyrir sínu. „Stúkan trylltist og við löbbuðum inn í klefa með gæsahúð. Síðan komum við út í seinni hálfleik og komumst fjórum mörkum yfir. Stúkan hélt áfram og þetta var ógeðslega gaman. Það gekk næstum því allt upp í dag og þetta var mjög flott hjá okkur.“ Um miðjan seinni hálfleik fór ÍBV að gefa eftir og heimamenn komust inn í leikinn og úr varð svakalega spennandi leikur. „Við klikkuðum á þremur færum í röð. Í úrslitakeppninni er aldrei hægt að vera rólegur þegar maður er fimm mörkum yfir en mögulega gerðum við það en náðum samt að klára leikinn sem var geggjað.“ FH var tveimur mörkum yfir þegar að þrjár mínútur voru eftir og Elmar var ánægður með hvernig liðið kom til baka og vann leikinn. „Þetta var bara að duga eða drepast. Við vissum að við gátum ekki gefist upp og við áttum ekki annan leik inni.“ En hvernig verður að fara til Eyja og reyna að knýja fram oddaleik í Krikanum. „Það er bara það sem maður er búinn að dreyma um seinustu daga. Komast aftur til Eyja og koma þessu í oddaleik sem væri geðveikt,“ sagði Elmar Erlingsson að lokum spenntur fyrir næsta leik í Vestmannaeyjum.
ÍBV Olís-deild karla Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Sigurganga Blomberg-Lippe heldur áfram Paul George dæmdur í 25 leikja bann Beto bjargaði stigi á afmælisdaginn Chelsea - West Ham | Bæði lið í stuði Öruggt hjá Arsenal á Elland Road og sjö stiga forskot Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Spilaði fótbrotinn í úrslitakeppni NFL Vildi ekki peninginn Sparkaði í og trampaði á mótherja Dagskráin: Doc Zone og enska úrvalsdeildin í aðalhlutverki „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Sjá meira