Landsliðsmaður blandar sér í umræðuna um umdeilda sigurkörfu Njarðvíkinga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. apríl 2024 10:01 Bræðurnir Styrmir Snær og Tómas Valur Þrastarsynir voru saman í landsliðshópnun í vetur. Vísir/Vilhelm Njarðvíkingar hefja í kvöld undanúrslitaeinvígi sitt á móti Val í Subway deild karla í körfubolta. Þeir eru þar þökk sé magnaðri flautukörfu Þorvaldar Orra Árnasonar. Þórsarar voru mjög ósáttir með að þessi karfa hans hafi fengið að standa og hafa verið duglegir að gagnrýna hana á samfélagsmiðlum sem og annars staðar. Þjálfari Þórsliðsins, Lárus Jónsson, gagnrýndi þetta líka en af sinni kunnu kurteisi, þrátt fyrir gríðarlegt svekkelsi rétt eftir leik. Gagnrýnin kemur víða að og þar á meðal frá Belgíu þar sem landsliðsmaðurinn Styrmir Snær Þrastarson spilar með liði Belfius Mons-Hainaut. Hér má sjá hvað Styrmir Snær Þrastarson birti á samfélagsmiðlum sínum.@styrmir_thrastar Styrmir er eins og kunnugt er Þórsari en hann varð Íslandsmeistari með liðinu 2021, spilaði með liðinu á síðasta tímabili og í Þórsliðinu í dag er yngri bróðir hans Tómas Valur Þrastarson. Það er búið að skoða það vel og í raun sanna það að Þorvaldur Orri náði að sleppa boltanum áður en þessar 0,9 sekúndur liðu á klukkunni. Á því leikur enginn vafi. Styrmir er hins vegar að benda á það að klukkan var ekki stoppuð á réttum tíma eftir að Darwin Davis skoraði í sókninni á undan og kom Þórsliðinu þá í 97-95. Hann sýnir mynd af því þegar klukkan stendur í 0,9 og boltinn er ekki kominn alla leið í gegnum netið. Með þessu birtir Styrmir síðan brot úr reglubók FIBA þar sem er nákvæmlega útskýrt hvenær á að stoppa klukkuna. Hana á ekki að stöðva fyrr en boltinn er farinn allur í gegnum netið. Klippa: Umfjöllun um sigurkörfu Þorvaldar Orra Á þessu tvennu sést að Þorvaldur Orri átti líklegst aldrei að fá þessar 0,9 sekúndur til að skora þessa stórkostlegu sigurkörfu sína. Þessi umdeilda karfa fékk hins vegar að standa því dómararnir fóru ekki yfir það hvort tíminn hafi verið stöðvaður á réttum tíma. Eftir það gátu þeir aðeins skoðað hvort Þorvaldur Orri sleppti boltanum áður en klukkan rann út og það gerði hann. Hér fyrir ofan má sjá umfjöllun um þessa körfu í Subway Körfuboltakvöldi eftir leikinn í Ljónagryfjunni. Það verður talað lengi um þessa ótrúlegu og umdeildu körfu en úrslitunum verður ekki breytt. Þórsarar eru komnir í sumarfrí en Njarðvíkingar hefja leik í kvöld í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Val. Leikurinn hefst klukkan 20.15 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst á sömu stöð klukkan 19.45. Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn UMF Njarðvík Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Sjá meira
Þórsarar voru mjög ósáttir með að þessi karfa hans hafi fengið að standa og hafa verið duglegir að gagnrýna hana á samfélagsmiðlum sem og annars staðar. Þjálfari Þórsliðsins, Lárus Jónsson, gagnrýndi þetta líka en af sinni kunnu kurteisi, þrátt fyrir gríðarlegt svekkelsi rétt eftir leik. Gagnrýnin kemur víða að og þar á meðal frá Belgíu þar sem landsliðsmaðurinn Styrmir Snær Þrastarson spilar með liði Belfius Mons-Hainaut. Hér má sjá hvað Styrmir Snær Þrastarson birti á samfélagsmiðlum sínum.@styrmir_thrastar Styrmir er eins og kunnugt er Þórsari en hann varð Íslandsmeistari með liðinu 2021, spilaði með liðinu á síðasta tímabili og í Þórsliðinu í dag er yngri bróðir hans Tómas Valur Þrastarson. Það er búið að skoða það vel og í raun sanna það að Þorvaldur Orri náði að sleppa boltanum áður en þessar 0,9 sekúndur liðu á klukkunni. Á því leikur enginn vafi. Styrmir er hins vegar að benda á það að klukkan var ekki stoppuð á réttum tíma eftir að Darwin Davis skoraði í sókninni á undan og kom Þórsliðinu þá í 97-95. Hann sýnir mynd af því þegar klukkan stendur í 0,9 og boltinn er ekki kominn alla leið í gegnum netið. Með þessu birtir Styrmir síðan brot úr reglubók FIBA þar sem er nákvæmlega útskýrt hvenær á að stoppa klukkuna. Hana á ekki að stöðva fyrr en boltinn er farinn allur í gegnum netið. Klippa: Umfjöllun um sigurkörfu Þorvaldar Orra Á þessu tvennu sést að Þorvaldur Orri átti líklegst aldrei að fá þessar 0,9 sekúndur til að skora þessa stórkostlegu sigurkörfu sína. Þessi umdeilda karfa fékk hins vegar að standa því dómararnir fóru ekki yfir það hvort tíminn hafi verið stöðvaður á réttum tíma. Eftir það gátu þeir aðeins skoðað hvort Þorvaldur Orri sleppti boltanum áður en klukkan rann út og það gerði hann. Hér fyrir ofan má sjá umfjöllun um þessa körfu í Subway Körfuboltakvöldi eftir leikinn í Ljónagryfjunni. Það verður talað lengi um þessa ótrúlegu og umdeildu körfu en úrslitunum verður ekki breytt. Þórsarar eru komnir í sumarfrí en Njarðvíkingar hefja leik í kvöld í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Val. Leikurinn hefst klukkan 20.15 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst á sömu stöð klukkan 19.45.
Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn UMF Njarðvík Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti