„Fer ekki á milli mála að ég er að syngja um stráka“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 29. apríl 2024 12:01 Tónlistarmaðurinn TORFI var að senda frá sér sína fyrstu EP plötu. Instagram @torfitomasson „Textarnir mínir fjalla um mína upplifun af ástinni og þar fer ekki á milli mála að ég sé að tala um stráka,“ segir tónlistarmaðurinn Torfi Tómasson eða TORFI. Hann sendi frá sér sína fyrstu breiðskífu á sumardaginn fyrsta. Platan ber titilinn EITT og er tilraunakennd poppplata sem inniheldur hinsegin ástarljóð, samin fyrir hinsegin klúbba sem að fyrirfinnast ekki á Íslandi. Upphefur hinseginleika og kvenleika Allt frá því Torfi hreppti annað sætið í Músíktilraunum 2023 hefur hann verið iðinn við að gefa út og spila nýja tónlist. Hann var tilnefndur í flokki „Ones To Watch“ á tónlistarverðlaunum The Reykjavík Grapevine á árinu og söng bakraddir á nýjasta lagi Páls Óskars, Elskar þú mig ennþá? TORFI hefur gaman að því að koma fram og er bæði í tónlist og dansi. Aðsend Hér má heyra lagið EITT af samnefndri plötu: Klippa: TORFI - EITT „Ég sæki mikinn innblástur í hinsegin samfélög vestanhafs og í Evrópu sem eru talsvert umfangsmeiri en hér heima. Með því að setja þessa menningarheima og tónlistarstefnurnar sem þeim fylgja í íslenskt samhengi kveiki ég kannski einhvern vonarneista um að þeir gætu átt sér hliðstæður hér á landi í framtíðinni. EITT upphefur hinseginleika og kvenleika á tímum þar sem mikið bakslag hefur orðið í málefnum hinsegin fólks og er því um pólitískt popp að ræða.“ View this post on Instagram A post shared by TORFI (@torfitomasson) Tónlistin og dansinn eitt Torfi segir sömuleiðis mikilvægt að hinsegin raddir fái að heyrast. „Hinsegin fólk upplifir heiminn á allt annan hátt en aðrir og það finnst mér vera einn stærsti kosturinn við hinseginleikann. Okkar upplifanir eru einstakar og þær eiga að fá að heyrast. Textarnir mínir fjalla um mína upplifun af ástinni og þar fer ekki á milli mála að ég sé að tala um stráka.“ Torfi stundar sömuleiðis nám við samtímadansbraut Listaháskóla Íslands. Kaja Sigvalda Ásamt því að vera að gefa út tónlist og koma fram stundar Torfi nám við Listaháskóla Íslands á alþjóðlegri samtímadansbraut. Á sviði sameinar hann bæði listformin og býr til upplifanir sem eru jafn sjónrænar og þær eru hljóðrænar. „Fyrir mér er tónlistin og dansinn mismunandi birtingarmyndir af sama hlutnum. Ég bý til tónlist sem ég vil dansa við og öfugt en ég held að áhrifin þar á milli séu mjög ómeðvituð. Þegar öllu er á botninn hvolft er þetta allt saman hreyfingar í tíma og rúmi, tekið upp eða flutt fyrir áhorfendur.“ Platan er að sögn Torfa gerð til þess að ögra, skemmta, fá fólk til að hugsa sig um og gleyma sér allt á sama tíma. „Upplifa einhverskonar gyllt, silfrað, glitrandi frelsi,“ segir Torfi að lokum. Hér má hlusta á plötuna á streymisveitunni Spotify. Hinsegin Tónlist Menning Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Upphefur hinseginleika og kvenleika Allt frá því Torfi hreppti annað sætið í Músíktilraunum 2023 hefur hann verið iðinn við að gefa út og spila nýja tónlist. Hann var tilnefndur í flokki „Ones To Watch“ á tónlistarverðlaunum The Reykjavík Grapevine á árinu og söng bakraddir á nýjasta lagi Páls Óskars, Elskar þú mig ennþá? TORFI hefur gaman að því að koma fram og er bæði í tónlist og dansi. Aðsend Hér má heyra lagið EITT af samnefndri plötu: Klippa: TORFI - EITT „Ég sæki mikinn innblástur í hinsegin samfélög vestanhafs og í Evrópu sem eru talsvert umfangsmeiri en hér heima. Með því að setja þessa menningarheima og tónlistarstefnurnar sem þeim fylgja í íslenskt samhengi kveiki ég kannski einhvern vonarneista um að þeir gætu átt sér hliðstæður hér á landi í framtíðinni. EITT upphefur hinseginleika og kvenleika á tímum þar sem mikið bakslag hefur orðið í málefnum hinsegin fólks og er því um pólitískt popp að ræða.“ View this post on Instagram A post shared by TORFI (@torfitomasson) Tónlistin og dansinn eitt Torfi segir sömuleiðis mikilvægt að hinsegin raddir fái að heyrast. „Hinsegin fólk upplifir heiminn á allt annan hátt en aðrir og það finnst mér vera einn stærsti kosturinn við hinseginleikann. Okkar upplifanir eru einstakar og þær eiga að fá að heyrast. Textarnir mínir fjalla um mína upplifun af ástinni og þar fer ekki á milli mála að ég sé að tala um stráka.“ Torfi stundar sömuleiðis nám við samtímadansbraut Listaháskóla Íslands. Kaja Sigvalda Ásamt því að vera að gefa út tónlist og koma fram stundar Torfi nám við Listaháskóla Íslands á alþjóðlegri samtímadansbraut. Á sviði sameinar hann bæði listformin og býr til upplifanir sem eru jafn sjónrænar og þær eru hljóðrænar. „Fyrir mér er tónlistin og dansinn mismunandi birtingarmyndir af sama hlutnum. Ég bý til tónlist sem ég vil dansa við og öfugt en ég held að áhrifin þar á milli séu mjög ómeðvituð. Þegar öllu er á botninn hvolft er þetta allt saman hreyfingar í tíma og rúmi, tekið upp eða flutt fyrir áhorfendur.“ Platan er að sögn Torfa gerð til þess að ögra, skemmta, fá fólk til að hugsa sig um og gleyma sér allt á sama tíma. „Upplifa einhverskonar gyllt, silfrað, glitrandi frelsi,“ segir Torfi að lokum. Hér má hlusta á plötuna á streymisveitunni Spotify.
Hinsegin Tónlist Menning Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira