Biskupskjör: Stuðningsyfirlýsing Hákon Leifsson og Sigrid Rolof skrifa 30. apríl 2024 12:01 Kór Grafarvogskirkju lýsir yfir fullum stuðningi við framboð Guðrúnar Karls Helgudóttur til biskups, nú þegar Íslensk Þjóðkirkja gengur saman til kosninga og velur sér biskup. Guðrún er sannarlega atorkusamur og frumkvæðis mikill leiðtogi í sinni kirkju, snörp að taka ákvarðanir, skynsöm á örlaga stundu og góður hlustandi. Hún hefur undanfarin ár sem sóknarprestur haldið styrkum höndum utan um fjölbreytt safnaðarlíf í Grafarvogskirkju og leitt söfnuðinn fallega áfram í öllu helgihaldi og daglegu safnaðarstarfi. Hún er reynd og flink við að takast á við erfiðar aðstæður, hvort heldur sem um er að ræða skin eða skúrir, sorg eða gleði. Það er gott að leita til hennar í þrengingum og í raun, en einnig auðvelt og gaman að gleðjast með henni á fagnaðarstundu innan kirkjunnar. Það er okkar trú að hún verði atorku mikill, framsækinn og farsæll biskup, hún verði óhrædd við að sækja fram á nýjar lendur kristilegs starfs á grösugum akri Þjóðkirkjunnar. Það er einnig trú okkar að sr. Guðrún geti leitt Íslenska Þjóðkirkju styrkum höndum út úr þrengingum undanfarinna ára, sótt fram með nýrri, jákvæðri, vægðar- og óttalausri nálgun til nýs lífs og farsælla breytinga. Við teljum að Guðrún eigi auðvelt með að taka ákvarðanir með hliðsjón af breyttu fjölmenningar samfélagi á Íslandi og einnig eigi hún auðvelt með að taka mið af flóknum samfélagsbreytingum sem eru að eiga sér stað í menningu landsins með margbreytilegum hætti. Það er að lokum trú okkar að sr.Guðrúnu muni auðnast að uppfæra Íslenska þjóðkirkju í takt við hjartslátt samtima síns, og að hún geti fært kirkjuna nær fólkinu í landinu og tekið mið af síbreytilegri, flókinni og oft viðsjárverðri heimsmynd nútímavæðingar dagsins í dag. Við mælum eindregið með Guðrúnu Karls Helgudóttur til að vera biskup Íslensku Þjóðkirkjunnar“ Fyrir hönd Kórs Grafarvogskirkju, Hákon Leifsson kórstjóri og Sigrid Rolof, formaður kórs Grafarvogskirkju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Biskupskjör 2024 Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Köstum ekki verðmætum á glæ Ingvar Jónsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Kór Grafarvogskirkju lýsir yfir fullum stuðningi við framboð Guðrúnar Karls Helgudóttur til biskups, nú þegar Íslensk Þjóðkirkja gengur saman til kosninga og velur sér biskup. Guðrún er sannarlega atorkusamur og frumkvæðis mikill leiðtogi í sinni kirkju, snörp að taka ákvarðanir, skynsöm á örlaga stundu og góður hlustandi. Hún hefur undanfarin ár sem sóknarprestur haldið styrkum höndum utan um fjölbreytt safnaðarlíf í Grafarvogskirkju og leitt söfnuðinn fallega áfram í öllu helgihaldi og daglegu safnaðarstarfi. Hún er reynd og flink við að takast á við erfiðar aðstæður, hvort heldur sem um er að ræða skin eða skúrir, sorg eða gleði. Það er gott að leita til hennar í þrengingum og í raun, en einnig auðvelt og gaman að gleðjast með henni á fagnaðarstundu innan kirkjunnar. Það er okkar trú að hún verði atorku mikill, framsækinn og farsæll biskup, hún verði óhrædd við að sækja fram á nýjar lendur kristilegs starfs á grösugum akri Þjóðkirkjunnar. Það er einnig trú okkar að sr. Guðrún geti leitt Íslenska Þjóðkirkju styrkum höndum út úr þrengingum undanfarinna ára, sótt fram með nýrri, jákvæðri, vægðar- og óttalausri nálgun til nýs lífs og farsælla breytinga. Við teljum að Guðrún eigi auðvelt með að taka ákvarðanir með hliðsjón af breyttu fjölmenningar samfélagi á Íslandi og einnig eigi hún auðvelt með að taka mið af flóknum samfélagsbreytingum sem eru að eiga sér stað í menningu landsins með margbreytilegum hætti. Það er að lokum trú okkar að sr.Guðrúnu muni auðnast að uppfæra Íslenska þjóðkirkju í takt við hjartslátt samtima síns, og að hún geti fært kirkjuna nær fólkinu í landinu og tekið mið af síbreytilegri, flókinni og oft viðsjárverðri heimsmynd nútímavæðingar dagsins í dag. Við mælum eindregið með Guðrúnu Karls Helgudóttur til að vera biskup Íslensku Þjóðkirkjunnar“ Fyrir hönd Kórs Grafarvogskirkju, Hákon Leifsson kórstjóri og Sigrid Rolof, formaður kórs Grafarvogskirkju.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar