Hippókratesareiðurinn þarf að verða að veruleika Matthildur Björnsdóttir skrifar 30. apríl 2024 18:00 Í dag veit mannkyn að læknisfræðilegir harmar eru allskonar Ég hef ansi víðáttumikla reynslu af að eiga við, og vera innan um lækna. Svo að að það að heyra og lesa: Að það sé séð sem að gera mannverum harm að leyfa sársjúkum að fá dánaraðstoð, er að mínu áliti ansi mikil brenglun á hugtakinu og veruleikanum harmi, eins og mannverur upplifa slíkt í dag. En ekki nærri allir vilja velja þá leið að láta hjálpa sér að deyja. Harmur af afleiðingum vanrækslu lækna er mjög margvíslegur. Ég hef lifað af tveim eða þrem tilfellum sem ég hefði getað dáið ung frá vegna hundsunar lækna. Sú staðreynd að svo varð ekki, kom frá mjög sérkennilegum atvikum annarra afla en minna. Ég hafði farið til margra lækna vegna ótal falla afturábak í heilt ár árið 2011, en enginn læknir sýndi því áhuga. Hvað þá einu sinni forvitni eða umhyggju fyrir mér til að vilja láta skoða ástæðurnar. Ég var orðin svo þreytt á þessum læknum sem hundsuðu að finna út ástæður falla minna afturábak, að ég kallaði til þeirra þarna úti í skapara kerfinu, almættinu, að annaðhvort leyfa mér að deyja, eða gera eitthvað. Það var í byrjun janúar 2012. Tveim dögum síðar gerðist sá undarlegi hlutur sem var að ég fékk kviðslits-einkenni. Ég vissi þá, að það réttlæti að hringja í sjúkrabíl og fara upp á spítala sem var Flinders Medical Centre. Þar hittum við, ég og Malcolm maðurinn minn fyrsta lækninn sem hlustaði af athygli á sögu mína. Það var í raun ekki kviðslit sem var þörf á aðgerð fyrir þá. Ég var send í röntgen myndir fyrir það sem sýndi að það var ekki vandamálið þá. Þá sendi læknirinn mig í CT scan á höfðinu. Þar lærðust loksins afleiðingar fallanna. Þau höfðu skapað blóðflæði innra í kerfinu sem hafði farið á milli heila og kúpu en fyrir utan heila, og kallað „subdural heamatoma“. Sem þýddi auðvitað að það þyrfti að skera upp á mér höfuðið. Taugalæknirinn sem kom til að fræða mig um það sagði svo þessi athyglisverðu orð: Að ef ég hefði ekki komið þangað vegna kviðslits einkenna þann daginn, hefði ég dáið eftir þrjá daga. Seinna sama árið ákvað ég, að það væri best að láta laga kviðslitið sem hlyti að vera þarna. En í þeirri aðgerð gerðu læknar slæm mistök í „keyhole“ Lykil holu aðgerðinni, og reyndust hafa sett ótal holur í smágarnirnar, sem með því urðu að einskonar gatasigti. Það var bara fyrir innsæi mitt eftir tveggja daga dvöl á þeim spítala sem var einka-sjúkrahús, að ég sá að maginn var að blása út eins og blaðra, en enginn sársauki. Þá vissi ég að ég yrði að fara til Flinders Medical Centre sem hafði gert fyrri líf og dauða aðgerð á höfðinu á mér. Þar fékk ég það staðfest að ályktun mín um að ég ætti að fara aftur á spítala var rétt, og framlengdi lífi mínu. Læknar á þeim spítala urðu að taka þrjátíu sentimetra af þeim. Að upplifa margskonar harma áhugalausra lækna Ég hafði orðið fyrir karlrembu dónaskap lækna á Íslandi varðandi kvenlegt ástand. Skömm af særandi tegund sem enginn karlmaður myndi fá. Tilfellin sem svo margir hafa upplifað þegar læknar hundsa sjúkralýsingar fólks sem kemur til þeirra. Slíkt skapar ótal tegundir af skaða, traust á læknum minnkar, vonbrigðin af að geta ekki tjáð sig við þá. Slíkt viðhorf skapar sjokk í sjúklingum hið innra af því að það er sjaldan sem sjúklingar tjá það við lækna á stað og stund. Svo að þá fer það áfall, og verður að mengun tauga sem fara beint inn í taugakerfin samkvæmt fræðum Thomas Hubl. Sem fræðir okkur um að slíkt fari framhjá heilabúinu og beint inn í taugakerfin. Það hafa verið margar greinar og slæmar sögur um hundsun lækna á einkennum kvenna með erfiða sjúkdóma. Sú hundsun er særandi og er harmur fyrir konuna að upplifa, og auðvitað líka fyrir karla sem fá sömu meðferð. Svo að það að læknastéttin á Íslandi velji að sjá það sem í lagi að neita sárþjáðum einstaklingum sem vita að það eru engin lífsgæði framundan fyrir þau um líknar hjálp til að leyfa þeim að fá þá lausn. Það er ansi mikil lokun á hvað skipti máli þegar upp er staðið. Er það æskilegra, réttlátt eða sanngjarnt að láta einstaklinga á því stigi og í því ástandi kveljast á meira en einn hátt. Það eru ótal hliðar á þessu með lækna ákvarðanir Svo að þá er það hinn gamli ótti Íslendinga við tilfinningasemi. Viðhorf sem ég fékk minn skammt af á þeim árum sem ég var á landinu. Gæti sá ótti verið grunn ástæðan fyrir þeirri tregðu að veita þá þjónustu. Hugsun sem greinilega var án þess að skilja það sem Alice A Bailey Guðspekingur sagði um mikilvægi þeirra: „Að tilfinningar séu mál sálarinnar“. Og því sé ekki vanvirðing við sig og aðra að sýna samkennd, samhygð og kærleika til mannvera sem leita til þeirra sem eiga engin lífsgæði eftir og þrá rétta lausn frá þjáningum sínum. Kathryn Mannix gjörgæslu og „Hospice“ læknir í Bretlandi talar um ferlið við að taka tillit til sjúklinga sem eru á börmum spurningar um hvort lengra líf sé þess virði eða ekki, í bók sinni „With the end in mind“. Þar kemur fram að þegar ástvinur eins og maki er spurður hvað hinn veiki myndi vilja í þessum kringumstæðum um ástand sitt, var að hann myndi ekki vilja neina framlengingu. Hann hafði fengið nóg af ástandi líkama síns og lífs. Atriði sem beri að virða og leyfa þeim sem vilja og þurfa að fá að enda á þann hátt sem er rétt fyrir þau. Ekki síst ef þau eru gömul, og geta ekki orðið tvítug aftur! Hún nefnir einnig sögu um mann í Hollandi sem var boðið að fá Líknarendi vegna hræðilegs ristilkrabba, en sjúklingurinn vildi það ekki en dó svo án hjálpar fáum dögum síðar. Slæm viðhorf sem þau börn væru enn að lifa afleiðingar af Fyrir sextíu árum síðan, sem var árið 1964, þegar ég var 17 ára sjúklingur á Landakoti vitnaði ég grimmd í viðhorfum til barna. Barnadeildin var á sömu hæð sem deildin mín var. Ég var þar þá af því að ég hafði haft blæðingar í sex vikur á tímum þegar sumum fannst ógerlegt að tala um slíkt. Þá endaði ég á að vera með aðeins 45 prósent blóð, og var svo geymd á Landakotsspítala í því ferli að byggja blóðið í sjö vikur. Ég var ekki með verki, og það hefði verið hægt að sinna því sem gert var heima. En var ekki kosið að svo yrði. Einu sinni í viku vitnaði ég og heyrði ekkasog barna á barnadeildinni sem var á sömu hæð og deildin sem ég var á. Það var svo sárt að vitna og heyra blessuð börnin standa með ekkann og tárin flæðandi þegar foreldrar voru farin heim, af því að foreldrar fengu ekki að vera með börnum sínum heim degi, eða vera með þeim eins og er í dag víðast um heim með börn í sjúkrahúsum. Tjónið sem það hefur gert börnum á svipaðan hátt í hinum ósýnilegu taugakerfum og var með vöggustofu börnin og flest börn sem voru á stofnunum á þeim árum væri ómælanlegt. Það var af því að þá var einhver svaka biluð trú í gangi. Trú og viðhorf sem þau börn sem væru um sextugt í dag, væru enn með traumað og menguð taugakerfi frá í sér samkvæmt því sem Thomas Hubl fræðir okkur um. Þar var læknisfræðin að harma á hjartalausum forsendum. Sá tími var auðvitað um leið líka merkilegt námskeið í svo mörgu í hegðun á þessum stofnunum. Að vitna læknana við rúm sjúklinga, og að kynnast sumum sjúklingunum sem lentu á sömu stofu og ég. Svo þau sem komu í heimsókn til sjúklinga. Sumir gestir töldu, að ef fólk færi á spítala kæmu þau ekki lifandi út. Hvernig á að sjá það að leyfa þjáðum að deyja á ljúfan hátt sem þrá slíka hjálp sem meiri harm, en það sem ekki bara ég, heldur of margir hafa því miður upplifað af að sækja hjálp lækna sem voru ekki með hugann við starfið og þörf sjúklingsins. Hér í Suður Ástralíu var líknar dauða aðstoð leyfð eftir þrjátíu ára baráttu. En reglurnar eru ansi strangar. Höfundur er Íslendingur sem hefur verið búsettur til langs tíma í Ástralíu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matthildur Björnsdóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Í dag veit mannkyn að læknisfræðilegir harmar eru allskonar Ég hef ansi víðáttumikla reynslu af að eiga við, og vera innan um lækna. Svo að að það að heyra og lesa: Að það sé séð sem að gera mannverum harm að leyfa sársjúkum að fá dánaraðstoð, er að mínu áliti ansi mikil brenglun á hugtakinu og veruleikanum harmi, eins og mannverur upplifa slíkt í dag. En ekki nærri allir vilja velja þá leið að láta hjálpa sér að deyja. Harmur af afleiðingum vanrækslu lækna er mjög margvíslegur. Ég hef lifað af tveim eða þrem tilfellum sem ég hefði getað dáið ung frá vegna hundsunar lækna. Sú staðreynd að svo varð ekki, kom frá mjög sérkennilegum atvikum annarra afla en minna. Ég hafði farið til margra lækna vegna ótal falla afturábak í heilt ár árið 2011, en enginn læknir sýndi því áhuga. Hvað þá einu sinni forvitni eða umhyggju fyrir mér til að vilja láta skoða ástæðurnar. Ég var orðin svo þreytt á þessum læknum sem hundsuðu að finna út ástæður falla minna afturábak, að ég kallaði til þeirra þarna úti í skapara kerfinu, almættinu, að annaðhvort leyfa mér að deyja, eða gera eitthvað. Það var í byrjun janúar 2012. Tveim dögum síðar gerðist sá undarlegi hlutur sem var að ég fékk kviðslits-einkenni. Ég vissi þá, að það réttlæti að hringja í sjúkrabíl og fara upp á spítala sem var Flinders Medical Centre. Þar hittum við, ég og Malcolm maðurinn minn fyrsta lækninn sem hlustaði af athygli á sögu mína. Það var í raun ekki kviðslit sem var þörf á aðgerð fyrir þá. Ég var send í röntgen myndir fyrir það sem sýndi að það var ekki vandamálið þá. Þá sendi læknirinn mig í CT scan á höfðinu. Þar lærðust loksins afleiðingar fallanna. Þau höfðu skapað blóðflæði innra í kerfinu sem hafði farið á milli heila og kúpu en fyrir utan heila, og kallað „subdural heamatoma“. Sem þýddi auðvitað að það þyrfti að skera upp á mér höfuðið. Taugalæknirinn sem kom til að fræða mig um það sagði svo þessi athyglisverðu orð: Að ef ég hefði ekki komið þangað vegna kviðslits einkenna þann daginn, hefði ég dáið eftir þrjá daga. Seinna sama árið ákvað ég, að það væri best að láta laga kviðslitið sem hlyti að vera þarna. En í þeirri aðgerð gerðu læknar slæm mistök í „keyhole“ Lykil holu aðgerðinni, og reyndust hafa sett ótal holur í smágarnirnar, sem með því urðu að einskonar gatasigti. Það var bara fyrir innsæi mitt eftir tveggja daga dvöl á þeim spítala sem var einka-sjúkrahús, að ég sá að maginn var að blása út eins og blaðra, en enginn sársauki. Þá vissi ég að ég yrði að fara til Flinders Medical Centre sem hafði gert fyrri líf og dauða aðgerð á höfðinu á mér. Þar fékk ég það staðfest að ályktun mín um að ég ætti að fara aftur á spítala var rétt, og framlengdi lífi mínu. Læknar á þeim spítala urðu að taka þrjátíu sentimetra af þeim. Að upplifa margskonar harma áhugalausra lækna Ég hafði orðið fyrir karlrembu dónaskap lækna á Íslandi varðandi kvenlegt ástand. Skömm af særandi tegund sem enginn karlmaður myndi fá. Tilfellin sem svo margir hafa upplifað þegar læknar hundsa sjúkralýsingar fólks sem kemur til þeirra. Slíkt skapar ótal tegundir af skaða, traust á læknum minnkar, vonbrigðin af að geta ekki tjáð sig við þá. Slíkt viðhorf skapar sjokk í sjúklingum hið innra af því að það er sjaldan sem sjúklingar tjá það við lækna á stað og stund. Svo að þá fer það áfall, og verður að mengun tauga sem fara beint inn í taugakerfin samkvæmt fræðum Thomas Hubl. Sem fræðir okkur um að slíkt fari framhjá heilabúinu og beint inn í taugakerfin. Það hafa verið margar greinar og slæmar sögur um hundsun lækna á einkennum kvenna með erfiða sjúkdóma. Sú hundsun er særandi og er harmur fyrir konuna að upplifa, og auðvitað líka fyrir karla sem fá sömu meðferð. Svo að það að læknastéttin á Íslandi velji að sjá það sem í lagi að neita sárþjáðum einstaklingum sem vita að það eru engin lífsgæði framundan fyrir þau um líknar hjálp til að leyfa þeim að fá þá lausn. Það er ansi mikil lokun á hvað skipti máli þegar upp er staðið. Er það æskilegra, réttlátt eða sanngjarnt að láta einstaklinga á því stigi og í því ástandi kveljast á meira en einn hátt. Það eru ótal hliðar á þessu með lækna ákvarðanir Svo að þá er það hinn gamli ótti Íslendinga við tilfinningasemi. Viðhorf sem ég fékk minn skammt af á þeim árum sem ég var á landinu. Gæti sá ótti verið grunn ástæðan fyrir þeirri tregðu að veita þá þjónustu. Hugsun sem greinilega var án þess að skilja það sem Alice A Bailey Guðspekingur sagði um mikilvægi þeirra: „Að tilfinningar séu mál sálarinnar“. Og því sé ekki vanvirðing við sig og aðra að sýna samkennd, samhygð og kærleika til mannvera sem leita til þeirra sem eiga engin lífsgæði eftir og þrá rétta lausn frá þjáningum sínum. Kathryn Mannix gjörgæslu og „Hospice“ læknir í Bretlandi talar um ferlið við að taka tillit til sjúklinga sem eru á börmum spurningar um hvort lengra líf sé þess virði eða ekki, í bók sinni „With the end in mind“. Þar kemur fram að þegar ástvinur eins og maki er spurður hvað hinn veiki myndi vilja í þessum kringumstæðum um ástand sitt, var að hann myndi ekki vilja neina framlengingu. Hann hafði fengið nóg af ástandi líkama síns og lífs. Atriði sem beri að virða og leyfa þeim sem vilja og þurfa að fá að enda á þann hátt sem er rétt fyrir þau. Ekki síst ef þau eru gömul, og geta ekki orðið tvítug aftur! Hún nefnir einnig sögu um mann í Hollandi sem var boðið að fá Líknarendi vegna hræðilegs ristilkrabba, en sjúklingurinn vildi það ekki en dó svo án hjálpar fáum dögum síðar. Slæm viðhorf sem þau börn væru enn að lifa afleiðingar af Fyrir sextíu árum síðan, sem var árið 1964, þegar ég var 17 ára sjúklingur á Landakoti vitnaði ég grimmd í viðhorfum til barna. Barnadeildin var á sömu hæð sem deildin mín var. Ég var þar þá af því að ég hafði haft blæðingar í sex vikur á tímum þegar sumum fannst ógerlegt að tala um slíkt. Þá endaði ég á að vera með aðeins 45 prósent blóð, og var svo geymd á Landakotsspítala í því ferli að byggja blóðið í sjö vikur. Ég var ekki með verki, og það hefði verið hægt að sinna því sem gert var heima. En var ekki kosið að svo yrði. Einu sinni í viku vitnaði ég og heyrði ekkasog barna á barnadeildinni sem var á sömu hæð og deildin sem ég var á. Það var svo sárt að vitna og heyra blessuð börnin standa með ekkann og tárin flæðandi þegar foreldrar voru farin heim, af því að foreldrar fengu ekki að vera með börnum sínum heim degi, eða vera með þeim eins og er í dag víðast um heim með börn í sjúkrahúsum. Tjónið sem það hefur gert börnum á svipaðan hátt í hinum ósýnilegu taugakerfum og var með vöggustofu börnin og flest börn sem voru á stofnunum á þeim árum væri ómælanlegt. Það var af því að þá var einhver svaka biluð trú í gangi. Trú og viðhorf sem þau börn sem væru um sextugt í dag, væru enn með traumað og menguð taugakerfi frá í sér samkvæmt því sem Thomas Hubl fræðir okkur um. Þar var læknisfræðin að harma á hjartalausum forsendum. Sá tími var auðvitað um leið líka merkilegt námskeið í svo mörgu í hegðun á þessum stofnunum. Að vitna læknana við rúm sjúklinga, og að kynnast sumum sjúklingunum sem lentu á sömu stofu og ég. Svo þau sem komu í heimsókn til sjúklinga. Sumir gestir töldu, að ef fólk færi á spítala kæmu þau ekki lifandi út. Hvernig á að sjá það að leyfa þjáðum að deyja á ljúfan hátt sem þrá slíka hjálp sem meiri harm, en það sem ekki bara ég, heldur of margir hafa því miður upplifað af að sækja hjálp lækna sem voru ekki með hugann við starfið og þörf sjúklingsins. Hér í Suður Ástralíu var líknar dauða aðstoð leyfð eftir þrjátíu ára baráttu. En reglurnar eru ansi strangar. Höfundur er Íslendingur sem hefur verið búsettur til langs tíma í Ástralíu.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar