Sagan á bak við djarft listaverk Ásdísar Ránar Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. maí 2024 10:00 Ásdís Rán virðir fyrir sér myndina sem hangir á gangi íbúðar hennar. Stöð 2 Heimili Ásdísar Ránar Gunnarsdóttur forsetaframbjóðanda er hlaðið listaverkum eftir hana sjálfa. Myndirnar sem prýða veggina eru þó ekki allar úr smiðju Ísdrottningarinnar; eitt tiltekið verk fékk hún að gjöf úr áhugaverðri átt. Við fórum í morgunkaffi til Ásdísar Ránar í Íslandi í dag nú í vikunni. Þar ræddi hún meðal annars forsetaframboð sitt, fegurðina, öryggisgæslu á Bessastöðum og raunveruleikaþáttinn sem aldrei varð. Þá leiddi hún okkur í skoðunarferð um íbúð sína og það fyrsta sem greip augað voru listaverkin sem héngu upp um alla veggi. Flestar myndirnar gerði Ásdís Rán sjálf, hún viðurkennir að hún hafi „listræna tendensa“, en ekki allar. Verk sem hangir á gangi íbúðarinnar vekur athygli. Myndin er eins og úr teiknimyndasögu, sýnir ljóshærða, spengilega konu í efnislitlum búningi, og fyrir framan hana mara karlkyns fígúrur í hálfu kafi. „Þessa fékk ég í afmælisgjöf fyrir mörgum árum síðan. Þetta á að vera ég hérna og þetta eru karlmennirnir í mínu lífi. Þannig að þið kannski skiljið af hverju karlmenn eru hræddir við mig. Þetta var túlkun hjá einum fyrrverandi sem gaf mér myndina,“ segir Ásdís Rán. Innt eftir því hvort þau hafi enn verið í sambandi þegar hún fékk myndina að gjöf segir hún svo ekki vera. „Við vorum hætt saman,“ segir hún kímin. Þá minnir hana að sami fyrrverandi hafi gefið henni forláta kaffibolla sem spyrill dreypti á kaffi sínu úr; fíngerður með gyllingu og áletruninni „BITCH“ í hástöfum. Innslagið má horfa á í heild í spilaranum fyrir neðan. Skoðunarferðin um íbúðina hefst um það bil á mínútu 8:50. Ísland í dag Forsetakosningar 2024 Myndlist Morgunkaffi í Íslandi í dag Tengdar fréttir „Ísdrottningin myndi bráðna ef hér kæmi kjarnorkusprengja“ Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Ástþór Magnússon og Arnar Þór Jónsson eru gestir Pallborðsins sem sýnt var í beinni útsendingu á Vísi. 26. apríl 2024 14:37 „Ef ég get flogið þremur gerðum af þyrlum þá get ég tekið ákvörðun fyrir þjóðina“ Ásdís Rán Gunnarsdóttir mætti með undirskriftir sínar nú í morgun og var tekin tali af fréttamanni fréttastofunnar við það tækifæri. 26. apríl 2024 10:57 Ásdís Rán búin að safna undirskriftum Ásdís Rán Gunnarsdóttir, einnig þekkt sem Ísdrottningin, hefur safnað tilskildum fjölda undirskrifta til þess að geta formlega boðið sig fram til forseta. 22. apríl 2024 15:47 Mest lesið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Fleiri fréttir Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Sjá meira
Við fórum í morgunkaffi til Ásdísar Ránar í Íslandi í dag nú í vikunni. Þar ræddi hún meðal annars forsetaframboð sitt, fegurðina, öryggisgæslu á Bessastöðum og raunveruleikaþáttinn sem aldrei varð. Þá leiddi hún okkur í skoðunarferð um íbúð sína og það fyrsta sem greip augað voru listaverkin sem héngu upp um alla veggi. Flestar myndirnar gerði Ásdís Rán sjálf, hún viðurkennir að hún hafi „listræna tendensa“, en ekki allar. Verk sem hangir á gangi íbúðarinnar vekur athygli. Myndin er eins og úr teiknimyndasögu, sýnir ljóshærða, spengilega konu í efnislitlum búningi, og fyrir framan hana mara karlkyns fígúrur í hálfu kafi. „Þessa fékk ég í afmælisgjöf fyrir mörgum árum síðan. Þetta á að vera ég hérna og þetta eru karlmennirnir í mínu lífi. Þannig að þið kannski skiljið af hverju karlmenn eru hræddir við mig. Þetta var túlkun hjá einum fyrrverandi sem gaf mér myndina,“ segir Ásdís Rán. Innt eftir því hvort þau hafi enn verið í sambandi þegar hún fékk myndina að gjöf segir hún svo ekki vera. „Við vorum hætt saman,“ segir hún kímin. Þá minnir hana að sami fyrrverandi hafi gefið henni forláta kaffibolla sem spyrill dreypti á kaffi sínu úr; fíngerður með gyllingu og áletruninni „BITCH“ í hástöfum. Innslagið má horfa á í heild í spilaranum fyrir neðan. Skoðunarferðin um íbúðina hefst um það bil á mínútu 8:50.
Ísland í dag Forsetakosningar 2024 Myndlist Morgunkaffi í Íslandi í dag Tengdar fréttir „Ísdrottningin myndi bráðna ef hér kæmi kjarnorkusprengja“ Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Ástþór Magnússon og Arnar Þór Jónsson eru gestir Pallborðsins sem sýnt var í beinni útsendingu á Vísi. 26. apríl 2024 14:37 „Ef ég get flogið þremur gerðum af þyrlum þá get ég tekið ákvörðun fyrir þjóðina“ Ásdís Rán Gunnarsdóttir mætti með undirskriftir sínar nú í morgun og var tekin tali af fréttamanni fréttastofunnar við það tækifæri. 26. apríl 2024 10:57 Ásdís Rán búin að safna undirskriftum Ásdís Rán Gunnarsdóttir, einnig þekkt sem Ísdrottningin, hefur safnað tilskildum fjölda undirskrifta til þess að geta formlega boðið sig fram til forseta. 22. apríl 2024 15:47 Mest lesið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Fleiri fréttir Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Sjá meira
„Ísdrottningin myndi bráðna ef hér kæmi kjarnorkusprengja“ Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Ástþór Magnússon og Arnar Þór Jónsson eru gestir Pallborðsins sem sýnt var í beinni útsendingu á Vísi. 26. apríl 2024 14:37
„Ef ég get flogið þremur gerðum af þyrlum þá get ég tekið ákvörðun fyrir þjóðina“ Ásdís Rán Gunnarsdóttir mætti með undirskriftir sínar nú í morgun og var tekin tali af fréttamanni fréttastofunnar við það tækifæri. 26. apríl 2024 10:57
Ásdís Rán búin að safna undirskriftum Ásdís Rán Gunnarsdóttir, einnig þekkt sem Ísdrottningin, hefur safnað tilskildum fjölda undirskrifta til þess að geta formlega boðið sig fram til forseta. 22. apríl 2024 15:47