Íslensk stjórnvöld haldin „sjúkri undirgefni“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. maí 2024 15:27 Sólveig Anna formaður Eflingar flutti ræðu í tilefni af verkalýðsdeginum. Vísir/Bjarni Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, var harðorð í garð íslenskra stjórnvalda í ræðu hennar á útifundi á Ingólfstorgi í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins í dag. Hún segir íslensk stjórnvöld haldin sjúkri undirgefni gagnvart Bandaríkjunum. Hún las upp úr ljóðinu Maístjörnunni og tileinkaði línurnar fólkinu á Gasa. „Ég hef ekkert að bjóða, ekki ögn sem ég gef, nema von mína og líf mitt hvort ég vaki eða sef, þetta eitt sem þú gafst mér það er allt sem ég hef,“ sagði hún og sakaði hina „sálsjúku og spillt“ valdastétt vesturveldanna um að vaka yfir og heimila þjóðarmorð. „Allir skólar, allir spítalar, allt samfélag fólksins á Gasa hefur verið eyðilagt. Næstum því fimmtán þúsund börn hafa verið myrt, næstum því tíu þúsund konur. Þetta er því sem næst óbærilegt. Þjáning fólksins á Gasa er okkur ávallt í huga,“ sagði Sólveig. Hún hvatti fólk til að fyllast ekki deyfð þegar það stendur frammi fyrir svo skelfilegum atburðum, heldur krefjast þess að íslensk stjórnvöld láti af „sjúkri undirgefni sinni gagnvart Bandaríkjunum og standi með fólkinu í Palestínu á alþjóðavettvangi.“ „Til að uppskera þarf að sá“ Hún lagði áherslu á það í ræðu sinni að án baráttu sé ekkert unnið. Einnig hrósaði hún Eflingarfólki fyrir elju síðastliðinn vetur. „Við vitum að ef við berjumst ekki getum við ekki unnið. Ef við trúum því að aðrir munu færa okkur það sem við þurfum verður það aldrei okkar. Það vissu þau sem á undan okkur gengu. Þau lögðu af stað fyrsta maí árið 1923 ekki vegna þess að það var auðvelt. Nei, þvert á móti, þau lögðu af stað vegna þess að þess að þau þekktu sannleikann um mannlega tilveru,“ sagði hún. „Til að uppskera þarf að sá. Til þess að fá valdastéttina til fallast á kröfur alþýðunnar þarf að sameina raddir okkar svo að þær verði eins og gnýr hins mikla hafs. Þau sem gengu af stað fyrir hundrað og einu ári síðan vissu ekki hvaða sigrar væru mögulegir. Þau vissu aðeins eitt ef þau legðu ekki af stað myndi ekkert breytast og við í Eflingu deilum þessari vitneskju með þeim,“ sagði hún jafnframt. Verkalýðsdagurinn Stéttarfélög Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Hún las upp úr ljóðinu Maístjörnunni og tileinkaði línurnar fólkinu á Gasa. „Ég hef ekkert að bjóða, ekki ögn sem ég gef, nema von mína og líf mitt hvort ég vaki eða sef, þetta eitt sem þú gafst mér það er allt sem ég hef,“ sagði hún og sakaði hina „sálsjúku og spillt“ valdastétt vesturveldanna um að vaka yfir og heimila þjóðarmorð. „Allir skólar, allir spítalar, allt samfélag fólksins á Gasa hefur verið eyðilagt. Næstum því fimmtán þúsund börn hafa verið myrt, næstum því tíu þúsund konur. Þetta er því sem næst óbærilegt. Þjáning fólksins á Gasa er okkur ávallt í huga,“ sagði Sólveig. Hún hvatti fólk til að fyllast ekki deyfð þegar það stendur frammi fyrir svo skelfilegum atburðum, heldur krefjast þess að íslensk stjórnvöld láti af „sjúkri undirgefni sinni gagnvart Bandaríkjunum og standi með fólkinu í Palestínu á alþjóðavettvangi.“ „Til að uppskera þarf að sá“ Hún lagði áherslu á það í ræðu sinni að án baráttu sé ekkert unnið. Einnig hrósaði hún Eflingarfólki fyrir elju síðastliðinn vetur. „Við vitum að ef við berjumst ekki getum við ekki unnið. Ef við trúum því að aðrir munu færa okkur það sem við þurfum verður það aldrei okkar. Það vissu þau sem á undan okkur gengu. Þau lögðu af stað fyrsta maí árið 1923 ekki vegna þess að það var auðvelt. Nei, þvert á móti, þau lögðu af stað vegna þess að þess að þau þekktu sannleikann um mannlega tilveru,“ sagði hún. „Til að uppskera þarf að sá. Til þess að fá valdastéttina til fallast á kröfur alþýðunnar þarf að sameina raddir okkar svo að þær verði eins og gnýr hins mikla hafs. Þau sem gengu af stað fyrir hundrað og einu ári síðan vissu ekki hvaða sigrar væru mögulegir. Þau vissu aðeins eitt ef þau legðu ekki af stað myndi ekkert breytast og við í Eflingu deilum þessari vitneskju með þeim,“ sagði hún jafnframt.
Verkalýðsdagurinn Stéttarfélög Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira