Hvað getur Ísland gefið öðrum þjóðum? Gunnar Hersveinn skrifar 2. maí 2024 09:01 Ég vil gera grein fyrir atkvæði mínu – er iðulega sagt á Alþingi. Nú vil ég gera grein fyrir væntanlegu atkvæði mínu í næstu forsetakosningum. Jafnvel þótt áhöld séu um hversu mikil völd forseti Íslands hafi í raun, þá hefur embættið nægjanlega mikilvægt hlutverk í samfélaginu. Manneskjan sem þjóðin velur mun hafa áhrif og getur um leið orðið fyrirmynd næstu kynslóðar. Fáir efast um áhrif Vigdísar Finnbogadóttur í náttúruverndar- og mannréttindamálum. Ég kaus Vigdísi tvítugur að aldri og tók þátt í því að dreifa upplýsingum fyrir kosningaskrifstofuna Veljum Vigdísi Ég hef alltaf verið stoltur af því að hafa valið Vigdísi. Ég efast ekki um að Vigdís sé líka fyrirmynd Katrínar Jakobsdóttur. Katrín hefur svo margt að gefa, bæði þjóðinni og umheiminum. Það er hlustað á hana og hún getur haft áhrif til góðs á alþjóðavísu. Hún er sennilega með viðamesta tengslanet allra Íslendinga eftir að hafa verið forsætisráðherra á sjöunda ár og gestgjafi á leiðtogafundi Evrópuráðsins sem haldið var í Reykjavík í maí 2023. Katrín stendur í mínum huga fyrir jafnrétti og jöfnuði, mannréttindi, umhverfisvernd og mennta-og menningarmál. Hún hefur djúpan skilning á friðarmenningu en það er efni sem ég hef oft skrifað út frá. Friðarmenning þýðir ekki bara vopnahlé heldur felst hún miklu fremur í því að hlúa að veikustu þáttum samfélagsins svo hægt sé að rækta lífið, veita öðrum virðingu og forðast ofbeldi. Ég hef fulla trú á að Katrín geti fyrir hönd Íslands talað fyrir friði og réttlæti sem er reyndar 16. heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Katrín lagði sérstaka rækt við heimsmarkmiðin sem forsætisráðherra og ætti auðveldlega að geta fylgt því eftir sem forseti. Verkefni forseta Íslands mótast ekki aðeins af stjórnarskrá heldur einnig af persónunni sem gegnir embættinu, tíðarandanum og hugsjónum, auk reynslu og hefðar. Við vitum að það eru blikur á lofti í heiminum og því er mikilvægt að velja forseta sem getur talað fyrir uppbyggilegum lífsgildum. Ég vel forsetaefni sem mér finnst líklegast til að standa fyrir þau gildi sem skipta mestu á næstunni; virðing, frelsi, góðvild, vinsemd, nægjusemi, hugrekki, traust, samkennd, barnamenningu. Ég tel sem sagt að Katrín verði góður málsvari þeirra gilda sem Ísland getur boðað og miðlað til annarra. Ég hef oft hugsað „Hvað getur Ísland gefið öðrum þjóðum?“ Ég trúi sjálfur að ef samfélag gefur öðrum þjóðum af gnægð sinni, þekkingu og hugviti með það að markmiði að bæta heiminn – batni það sjálft. Ef það virðir mörkin og leyfir ekki ofbeldi og kúgun – getur það orðið öðrum góð og traust fyrirmynd. Katrín er veraldarvön, veit hvert stefna skal og hverju hún sjálf getur áorkað. Katrín hefur sannað að hún getur leitt saman ólíkar fylkingar og hún nýtur þegar virðingar meðal annarra þjóðarleiðtoga.Við þurfum einfaldlega á þannig leiðtoga að halda. Ég hef nú gert grein fyrir atkvæði mínu. Ég vona að Katrín Jakobsdóttir verði forseti Íslands. Hún hefur það sem til þarf í embættið. Kjósum Katrínu. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Ég vil gera grein fyrir atkvæði mínu – er iðulega sagt á Alþingi. Nú vil ég gera grein fyrir væntanlegu atkvæði mínu í næstu forsetakosningum. Jafnvel þótt áhöld séu um hversu mikil völd forseti Íslands hafi í raun, þá hefur embættið nægjanlega mikilvægt hlutverk í samfélaginu. Manneskjan sem þjóðin velur mun hafa áhrif og getur um leið orðið fyrirmynd næstu kynslóðar. Fáir efast um áhrif Vigdísar Finnbogadóttur í náttúruverndar- og mannréttindamálum. Ég kaus Vigdísi tvítugur að aldri og tók þátt í því að dreifa upplýsingum fyrir kosningaskrifstofuna Veljum Vigdísi Ég hef alltaf verið stoltur af því að hafa valið Vigdísi. Ég efast ekki um að Vigdís sé líka fyrirmynd Katrínar Jakobsdóttur. Katrín hefur svo margt að gefa, bæði þjóðinni og umheiminum. Það er hlustað á hana og hún getur haft áhrif til góðs á alþjóðavísu. Hún er sennilega með viðamesta tengslanet allra Íslendinga eftir að hafa verið forsætisráðherra á sjöunda ár og gestgjafi á leiðtogafundi Evrópuráðsins sem haldið var í Reykjavík í maí 2023. Katrín stendur í mínum huga fyrir jafnrétti og jöfnuði, mannréttindi, umhverfisvernd og mennta-og menningarmál. Hún hefur djúpan skilning á friðarmenningu en það er efni sem ég hef oft skrifað út frá. Friðarmenning þýðir ekki bara vopnahlé heldur felst hún miklu fremur í því að hlúa að veikustu þáttum samfélagsins svo hægt sé að rækta lífið, veita öðrum virðingu og forðast ofbeldi. Ég hef fulla trú á að Katrín geti fyrir hönd Íslands talað fyrir friði og réttlæti sem er reyndar 16. heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Katrín lagði sérstaka rækt við heimsmarkmiðin sem forsætisráðherra og ætti auðveldlega að geta fylgt því eftir sem forseti. Verkefni forseta Íslands mótast ekki aðeins af stjórnarskrá heldur einnig af persónunni sem gegnir embættinu, tíðarandanum og hugsjónum, auk reynslu og hefðar. Við vitum að það eru blikur á lofti í heiminum og því er mikilvægt að velja forseta sem getur talað fyrir uppbyggilegum lífsgildum. Ég vel forsetaefni sem mér finnst líklegast til að standa fyrir þau gildi sem skipta mestu á næstunni; virðing, frelsi, góðvild, vinsemd, nægjusemi, hugrekki, traust, samkennd, barnamenningu. Ég tel sem sagt að Katrín verði góður málsvari þeirra gilda sem Ísland getur boðað og miðlað til annarra. Ég hef oft hugsað „Hvað getur Ísland gefið öðrum þjóðum?“ Ég trúi sjálfur að ef samfélag gefur öðrum þjóðum af gnægð sinni, þekkingu og hugviti með það að markmiði að bæta heiminn – batni það sjálft. Ef það virðir mörkin og leyfir ekki ofbeldi og kúgun – getur það orðið öðrum góð og traust fyrirmynd. Katrín er veraldarvön, veit hvert stefna skal og hverju hún sjálf getur áorkað. Katrín hefur sannað að hún getur leitt saman ólíkar fylkingar og hún nýtur þegar virðingar meðal annarra þjóðarleiðtoga.Við þurfum einfaldlega á þannig leiðtoga að halda. Ég hef nú gert grein fyrir atkvæði mínu. Ég vona að Katrín Jakobsdóttir verði forseti Íslands. Hún hefur það sem til þarf í embættið. Kjósum Katrínu. Höfundur er rithöfundur.
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun