Viðbrögð Hamas við vopnahléstillögunum „neikvæð“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. maí 2024 06:59 Ísraelskir hermenn á svæði þar sem flutningabifreiðar sæta skoðun áður en þær fá að fara inn á Gasa með neyðargögn. AP/Ohad Zwigenberg Háttsettur embættismaður innan Hamas sagði í samtali við AFP í nótt að viðbrögð samtakanna við þeim vopnahléstillögum sem nú lægju fyrir væru „neikvæð“ en viðræður stæðu enn yfir. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafði áður lýst tillögunum sem afar sanngjörnum af hálfu Ísraelsmanna og hvatt Hamas til að ganga að þeim hið fyrsta. Suhail al-Hindi sagði við AFP að það væri enn markmið Hamas að binda enda á yfirstandandi átök en samtökin eru sögð krefjast algjörs brotthvarfs Ísraelshers frá Gasa. Endurreisn hæfist í kjölfarið, þar sem samtökin myndu skuldbinda sig til að reisa enga hernaðarinnviði. Hugmyndir Hamas eru langt frá því að ríma við fyrirætlanir stjórnvalda í Ísrael, sem hyggjast enn gera áhlaup á Rafah, óháð því hvort samið verður um vopnahlé í einhvern tíma. Að sögn þeirra dvelja leiðtogar Hamas og fjórar herdeildir í Rafah, sem stefnt er að því að útrýma. Að sögn Hindi, sem ræddi við blaðamenn AFP í síma, vilja Hamas og aðrar andspyrnuhreyfingar sjá endalok yfirstandandi átaka en ekki hvað sem það kostaði. Samtökin myndu ekki undir neinum kringumstæðum „veifa hvítum fána“ eða gangast undir skilmála óvinarins. Sameh Shoukry, utanríkisráðherra Egyptalands, hvatti í gær alla aðila til að sýna sveigjanleika til að ná fram samkomulagi um að binda enda á blóðsúthellingarnar á Gasa. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Sjá meira
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafði áður lýst tillögunum sem afar sanngjörnum af hálfu Ísraelsmanna og hvatt Hamas til að ganga að þeim hið fyrsta. Suhail al-Hindi sagði við AFP að það væri enn markmið Hamas að binda enda á yfirstandandi átök en samtökin eru sögð krefjast algjörs brotthvarfs Ísraelshers frá Gasa. Endurreisn hæfist í kjölfarið, þar sem samtökin myndu skuldbinda sig til að reisa enga hernaðarinnviði. Hugmyndir Hamas eru langt frá því að ríma við fyrirætlanir stjórnvalda í Ísrael, sem hyggjast enn gera áhlaup á Rafah, óháð því hvort samið verður um vopnahlé í einhvern tíma. Að sögn þeirra dvelja leiðtogar Hamas og fjórar herdeildir í Rafah, sem stefnt er að því að útrýma. Að sögn Hindi, sem ræddi við blaðamenn AFP í síma, vilja Hamas og aðrar andspyrnuhreyfingar sjá endalok yfirstandandi átaka en ekki hvað sem það kostaði. Samtökin myndu ekki undir neinum kringumstæðum „veifa hvítum fána“ eða gangast undir skilmála óvinarins. Sameh Shoukry, utanríkisráðherra Egyptalands, hvatti í gær alla aðila til að sýna sveigjanleika til að ná fram samkomulagi um að binda enda á blóðsúthellingarnar á Gasa.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Sjá meira