Drakk átta bjóra fyrir beina útsendingu Sindri Sverrisson skrifar 2. maí 2024 09:30 Peter Schmeichel og Jadon Sancho virtust hafa gaman af látunum í Jamie Carragher sem var bersýnilega búinn að fá sér nokkra bjóra. Skjáskot/@cbssportsgolazo Viðtal Jamie Carragher við Jadon Sancho, leikmann Dortmund, hefur vakið athygli en Carragher viðurkenndi að hafa drukkið átta bjóra með stuðningsmönnum Dortmund áður en hann fór í beina útsendingu. Carragher var að störfum fyrir CBS Sports sjónvarpsstöðina og fékk að upplifa leik Dortmund og PSG í Meistaradeild Evrópu, í gærkvöld, sem stuðningsmaður Dortmund. Hann var svo í beinni útsendingu eftir leik og kvaðst hafa notið kvöldsins í botn, eignast fjölda nýrra vina og drukkið átta bjóra. „Ertu nógu edrú til að gera þetta Jamie?“ spurði þáttastjórnandinn Kate Abdo þegar Carragher fór í loftið, en hann hafði Peter Schmeichel sér til fulltingis. „Veistu, þetta er góð spurning. Ég er varla búinn að borða nema einn ostborgara um hálftvöleytið. Þess vegna er ég kannski svolítið drafandi því ég drakk átta bjóra í gula veggnum,“ sagði Carragher og vísaði til gulklæddra stuðningsmanna Dortmund. „Ég er búinn að eignast nýja fjölskyldu og nýja vini,“ sagði Carragher og dró svo Jadon Sancho í viðtal sem var heldur skrautlegt, eins og sjá má hér að neðan. Sit back, relax, and enjoy @Sanchooo10's postgame interview with @Carra23 and @Pschmeichel1 🤣 🖤💛 pic.twitter.com/51ofqzbDOW— CBS Sports Golazo ⚽️ (@CBSSportsGolazo) May 1, 2024 Vildi bjór með Sancho sem drekkur ekki Carragher vildi endilega fá skoðun Sancho á stuðningsmönnum Dortmund og vildi að hann lofaði því að mæta einhvern tímann í „gula vegginn“, stuðningsmannaskarann uppi í stúku. Þá vildi Carragher endilega fá Sancho til að fá sér nokkra bjóra með honum ef Dortmund kæmist í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, áður en Sancho benti honum á að hann drykki nú ekki áfengi. Viðtalið má sjá hér að ofan. Dortmund vann leikinn 1-0 og er í ágætri stöðu fyrir seinni leikinn við PSG sem verður í París í næstu viku. Þar verður Sancho aftur á ferðinni en hann er að láni hjá sínu gamla félagi Dortmund frá Manchester United. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Sjá meira
Carragher var að störfum fyrir CBS Sports sjónvarpsstöðina og fékk að upplifa leik Dortmund og PSG í Meistaradeild Evrópu, í gærkvöld, sem stuðningsmaður Dortmund. Hann var svo í beinni útsendingu eftir leik og kvaðst hafa notið kvöldsins í botn, eignast fjölda nýrra vina og drukkið átta bjóra. „Ertu nógu edrú til að gera þetta Jamie?“ spurði þáttastjórnandinn Kate Abdo þegar Carragher fór í loftið, en hann hafði Peter Schmeichel sér til fulltingis. „Veistu, þetta er góð spurning. Ég er varla búinn að borða nema einn ostborgara um hálftvöleytið. Þess vegna er ég kannski svolítið drafandi því ég drakk átta bjóra í gula veggnum,“ sagði Carragher og vísaði til gulklæddra stuðningsmanna Dortmund. „Ég er búinn að eignast nýja fjölskyldu og nýja vini,“ sagði Carragher og dró svo Jadon Sancho í viðtal sem var heldur skrautlegt, eins og sjá má hér að neðan. Sit back, relax, and enjoy @Sanchooo10's postgame interview with @Carra23 and @Pschmeichel1 🤣 🖤💛 pic.twitter.com/51ofqzbDOW— CBS Sports Golazo ⚽️ (@CBSSportsGolazo) May 1, 2024 Vildi bjór með Sancho sem drekkur ekki Carragher vildi endilega fá skoðun Sancho á stuðningsmönnum Dortmund og vildi að hann lofaði því að mæta einhvern tímann í „gula vegginn“, stuðningsmannaskarann uppi í stúku. Þá vildi Carragher endilega fá Sancho til að fá sér nokkra bjóra með honum ef Dortmund kæmist í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, áður en Sancho benti honum á að hann drykki nú ekki áfengi. Viðtalið má sjá hér að ofan. Dortmund vann leikinn 1-0 og er í ágætri stöðu fyrir seinni leikinn við PSG sem verður í París í næstu viku. Þar verður Sancho aftur á ferðinni en hann er að láni hjá sínu gamla félagi Dortmund frá Manchester United.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Sjá meira