Hvetur fólk til þess að leika sér Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. maí 2024 11:30 Birna Dröfn leikur sér á hverjum degi og hefur aldrei verið betri. Birna Dröfn Birgisdóttir, sérfræðingur í skapandi hugsun, hvetur fólk til þess að leika sér meira í maí. Tilefnið er alþjóðlegt átak, Let's play in May, en Birna segir það hafa gríðarlega kosti í för með sér að leika sér og segir ýmsa leiki í boði sem henti ólíku fólki. Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Birna segist hvetja fólk til þess að gera allskonar leik að venju í sínu daglega lífi. Sjálf segist hún leika sér eins mikið og hún getur. „Þegar ég var þrítug, að þá í staðinn fyrir að halda partý þá bauð ég vinkonum í heimsókn í svona gamaldags afmælisleiki,“ segir Birna hlæjandi og nefnir pakkaleik sem dæmi. Hún segir hægt að skilgreina leik þannig að viðkomandi njóti sín á þeirri stundu. „Þetta getur til dæmis verið að þú ert að teikna einhverja mynd, eða eins og ég, ég byrja flesta daga á danspartýi og þá er ég að leika mér. Og svo þegar ég er að keyra í bílnum, þá syng ég hástöfum, bara út af því að það er gaman og það er leikur.“ Byrjarðu dagana á danspartýi? Ertu bara ein í þessu partýi? „Já, það er æðislegt. Ég set bara heyrnartólin í, vakna á undan öllum öðrum og svo þegar ég er að undirbúa daginn þá er ég að dansa. Það er mjög gaman.“ Birna segir að þegar viðkomandi bregði á leik búi líkaminn til allskonar gleðihormón. Þau hormón hjálpi okkur að líða vel og ná árangri og segir Birna það geta hjálpað gríðarlega til við að ná árangri til dæmis í vinnu og í íþróttum. Hún segir fólk eiga miserfitt með þetta en mikilvægt sé að muna að leikur sé mismunandi. „Við viljum leika okkur mismunandi og það er svo frábært að átta sig á því að það eru til svo margar tegundir af leik. Sumir vilja kannski bara púsla í hádeginu á meðan aðrir vilja fara í borðtennis eða hvað sem er, þannig það sé mismunandi í boði sem hentar mismunandi fólki, því við séum öll einstök.“ Skapandi virkni sé æðsta hugsun heilans. Til þess að komast þangað þurfi heilinn að upplifa að hann sé öruggur. „Þegar viðleikum okkur þá sendum við skilaboð til heilans um að hann sé öruggur, út af því að við höfum rými til að leika og gera mistök og erum miklu frjálsari,“ segir Birna. Hún segir enginn aldur vera of gamall til þess að leika sér. „Þegar við hættum með leik þá verðum við gömul.“ Bítið Ástin og lífið Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Birna segist hvetja fólk til þess að gera allskonar leik að venju í sínu daglega lífi. Sjálf segist hún leika sér eins mikið og hún getur. „Þegar ég var þrítug, að þá í staðinn fyrir að halda partý þá bauð ég vinkonum í heimsókn í svona gamaldags afmælisleiki,“ segir Birna hlæjandi og nefnir pakkaleik sem dæmi. Hún segir hægt að skilgreina leik þannig að viðkomandi njóti sín á þeirri stundu. „Þetta getur til dæmis verið að þú ert að teikna einhverja mynd, eða eins og ég, ég byrja flesta daga á danspartýi og þá er ég að leika mér. Og svo þegar ég er að keyra í bílnum, þá syng ég hástöfum, bara út af því að það er gaman og það er leikur.“ Byrjarðu dagana á danspartýi? Ertu bara ein í þessu partýi? „Já, það er æðislegt. Ég set bara heyrnartólin í, vakna á undan öllum öðrum og svo þegar ég er að undirbúa daginn þá er ég að dansa. Það er mjög gaman.“ Birna segir að þegar viðkomandi bregði á leik búi líkaminn til allskonar gleðihormón. Þau hormón hjálpi okkur að líða vel og ná árangri og segir Birna það geta hjálpað gríðarlega til við að ná árangri til dæmis í vinnu og í íþróttum. Hún segir fólk eiga miserfitt með þetta en mikilvægt sé að muna að leikur sé mismunandi. „Við viljum leika okkur mismunandi og það er svo frábært að átta sig á því að það eru til svo margar tegundir af leik. Sumir vilja kannski bara púsla í hádeginu á meðan aðrir vilja fara í borðtennis eða hvað sem er, þannig það sé mismunandi í boði sem hentar mismunandi fólki, því við séum öll einstök.“ Skapandi virkni sé æðsta hugsun heilans. Til þess að komast þangað þurfi heilinn að upplifa að hann sé öruggur. „Þegar viðleikum okkur þá sendum við skilaboð til heilans um að hann sé öruggur, út af því að við höfum rými til að leika og gera mistök og erum miklu frjálsari,“ segir Birna. Hún segir enginn aldur vera of gamall til þess að leika sér. „Þegar við hættum með leik þá verðum við gömul.“
Bítið Ástin og lífið Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Sjá meira