„Helvíti fínt“ að komast aftur á Papa's Pizza Bjarki Sigurðsson skrifar 2. maí 2024 19:21 Gylfi Arnar Ísleifsson og Þormar Ómarsson eru eigendur Papa's Pizza. Vísir/Einar Veitingastaður og bakarí opnuðu á ný í Grindavík í dag. Einn eigenda veitingastaðarins vill opna bæinn fyrir öllum sem vilja koma og losna við lokunarpósta sem gagnist engum. Frá því að Grindavík var rýmd í nóvember á síðasta ári hefur veitingastaðurinn Papa's Pizza verið lokaður, fyrir utan nokkra daga í janúar áður en nýtt eldgos hófst þann mánuðinn. Í dag var því mikill gleðidagur fyrir eigendur staðarins sem opnuðu dyrnar á ný. „Sumarið á næsta leyti og það er kominn tími til að spýta í lófana,“ segir Þormar Ómarsson, annar eigenda Papa's Pizza. Klippa: Pizzaofnarnir í Grindavík komnir aftur í gang Nákvæmlega, kominn tími til að fara að opna á ný? „Já, vonandi getum við farið að líta björtum augum til framtíðar í Grindavík.“ Þeir sem eiga erindi í Grindavík geta nú snætt á Papa's Pizza.Vísir/Einar „Þetta er búið að vera ömurlegt, algjörlega. Við þurfum bara að fara að opna þessa lokunarpósta og fara að opna bæinn. Hætta þessu rugli,“ segir Gylfi Arnar Ísleifsson, einnig eigandi Papa's Pizza. Fá alla heim aftur? „Bara þá sem ætla heim. Fá bara fólk í bæinn, þarf ekkert endilega að vera fólk sem bjó hérna. Bara opna bæinn fyrir túristum og öðru þegar það er tilbúið. Losa okkur við þessa lokunarpósta, þeir hafa engan tilgang. Höfum ekkert að gera við þá.“ Vinnustaðahúmorinn hafði ekki gleymst á meðan staðurinn var lokaður og útbjuggu starfsmenn mótmælaskilti fyrir komu fréttastofu. Viðskiptavinirnir voru einnig ánægðir með að geta fengið sér að borða í bænum á ný. „Þetta er fínt, helvíti fínt,“ segir Hermann Thorstensen Hermannsson, viðskiptavinur Papa's Pizza sem sat og maulaði Pizzu þegar fréttastofu bar að garði. Pizzuofninn hafði engu gleymt.Vísir/Einar Ertu að vinna hérna í bænum? „Já, svona. Ég er út um allt sko.“ En þú ert kominn hingað í dag til að borða á Papa's Pizza? „Já, heldur betur.“ Og vonast þú til þess að fleiri staðir geti opnað? „Já, það væri auðvitað bara frábært fyrir Grindavík.“ Hérastubbur bakari opnaði dyr sínar einnig á ný í dag og allt í allt starfa um þrjú hundruð manns í bænum dags daglega. Þá er gist í um það bil tuttugu húsum í bænum hverja nóttu. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Veitingastaðir Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Frá því að Grindavík var rýmd í nóvember á síðasta ári hefur veitingastaðurinn Papa's Pizza verið lokaður, fyrir utan nokkra daga í janúar áður en nýtt eldgos hófst þann mánuðinn. Í dag var því mikill gleðidagur fyrir eigendur staðarins sem opnuðu dyrnar á ný. „Sumarið á næsta leyti og það er kominn tími til að spýta í lófana,“ segir Þormar Ómarsson, annar eigenda Papa's Pizza. Klippa: Pizzaofnarnir í Grindavík komnir aftur í gang Nákvæmlega, kominn tími til að fara að opna á ný? „Já, vonandi getum við farið að líta björtum augum til framtíðar í Grindavík.“ Þeir sem eiga erindi í Grindavík geta nú snætt á Papa's Pizza.Vísir/Einar „Þetta er búið að vera ömurlegt, algjörlega. Við þurfum bara að fara að opna þessa lokunarpósta og fara að opna bæinn. Hætta þessu rugli,“ segir Gylfi Arnar Ísleifsson, einnig eigandi Papa's Pizza. Fá alla heim aftur? „Bara þá sem ætla heim. Fá bara fólk í bæinn, þarf ekkert endilega að vera fólk sem bjó hérna. Bara opna bæinn fyrir túristum og öðru þegar það er tilbúið. Losa okkur við þessa lokunarpósta, þeir hafa engan tilgang. Höfum ekkert að gera við þá.“ Vinnustaðahúmorinn hafði ekki gleymst á meðan staðurinn var lokaður og útbjuggu starfsmenn mótmælaskilti fyrir komu fréttastofu. Viðskiptavinirnir voru einnig ánægðir með að geta fengið sér að borða í bænum á ný. „Þetta er fínt, helvíti fínt,“ segir Hermann Thorstensen Hermannsson, viðskiptavinur Papa's Pizza sem sat og maulaði Pizzu þegar fréttastofu bar að garði. Pizzuofninn hafði engu gleymt.Vísir/Einar Ertu að vinna hérna í bænum? „Já, svona. Ég er út um allt sko.“ En þú ert kominn hingað í dag til að borða á Papa's Pizza? „Já, heldur betur.“ Og vonast þú til þess að fleiri staðir geti opnað? „Já, það væri auðvitað bara frábært fyrir Grindavík.“ Hérastubbur bakari opnaði dyr sínar einnig á ný í dag og allt í allt starfa um þrjú hundruð manns í bænum dags daglega. Þá er gist í um það bil tuttugu húsum í bænum hverja nóttu.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Veitingastaðir Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira