„Við áttum slæman dag og þær góðan dag“ Smári Jökull Jónsson skrifar 2. maí 2024 21:12 John Andrews þjálfari Víkinga. Vísir/Pawel John Andrews þjálfari Víkinga var svekktur með niðurstöðuna þegar Víkingur tapaði 7-2 gegn Val í Bestu deild kvenna í dag. Hann sagði svona lagað stundum gerast og var ánægður með karakter sinna kvenna. „Karakter, andinn og allt það var ekki vandamál. Stelpurnar mínar gerðu sitt besta en hlutirnir fóru ekki eins og við hefðum kosið. Við fengum á okkur víti skömmu fyrir hálfleik og svo þurfti Katla að fara af velli. Það fór illa með okkur,“ sagði Andrews í viðtali við Vísi strax eftir leik. Hann á þar við Kötlu Sveinbjörnsdóttur markvörð sinn sem fór meidd af velli í síðari hálfleik. „Þú sást að stelpurnar á bekknum, þær sem fóru ekki inná og þær sem höfðu komið útaf þær voru að öskra á og hvetja stelpurnar inni á vellinum allt þar til í lokin. Það er einstakur andi í þessu félagi að því leyti. Þetta var slæmur dagur í dag og vond úrslit en við höldum áfram,“ bætti John við. Katla Sveinbjörnsdóttirer markvörður Víkinga.Vísir/Pawel Hann sagði að vítaspyrnan sem Víkingur fékk á sig í upphafi síðari hálfleiks hafa breytt ýmsu. „Þetta var líklega víti en ég hef ekki séð endursýninguna, dómarinn hafði líklega rétt fyrir sér og við bjuggumst við að Katla myndi verja. Við náðum ekki að pressa þær í fyrri hálfleiks eins og við erum vanar að gera en við náðum því aðeins betur í þeim seinni. Mörkin komu mörg úr föstum leikatriðum og það er ólíkt okkur.“ „Við gerðum okkar besta. Þetta er ekki spurning um að þær séu miklu, miklu betri. Þær voru klínískar og nýttu færin sín mjög vel. Við þurfum að þurrka þetta úr minninnu. Stundum áttu slæma daga og það sem skiptir máli er hvernig þú bregst við í næsta leik.“ Víkingar fagna öðru marka sinna í dag.Vísir/Pawel Amanda Andradóttir fór illa með Víkinga í kvöld. Hún lagði upp fjögur mörk fyrir Val og skoraði eitt sjálf. „Hún er góður leikmaður og þær eru með fleiri góða leikmenn. Við berum virðingu fyrir þeim og fyrir Pétri sem þjálfara. Mér fannst við bara ekki mæta nógu vel til leiks. Stuðningsmenn okkar héldu áfram að styðja okkur fram á síðustu mínútu, öskra á stelpurnar og hvetja þær áfram. Við áttum slæman dag og þær góðan dag. Við samþykkjum það ekki bara si svona en stundum gerist þetta.“ Þegar Katla Sveinbjörnsdóttir meiddist þurfti útileikmaðurinn Emma Steinsen Jónsdóttir að fara í markið í hennar stað þar sem enginn varamarkvörður var til staðar. „Við erum með tvo en þær eru bara ekki hér í augnablikinu. Ein þurfti að fara í morgun og við þurfum að heyra í henni. Birta Guðlaugsdóttir kemur frá Bandaríkjunum fljótlega og styrkir okkur í þessari stöðu. Ég býst við að Katla verði í lagi, hún er hörð.“ Emma Steinsen Jónsdóttir fór í mark Vals þegar Katla meiddist.Vísir/Pawel „Tara Jónsdóttir fór tvisvar í markið fyrir okkur þegar ég kom hingað fyrst árið 2020 og stóð sig frábærlega. Ég ætlaði að segja við hana að fara í markið en hún stóð sig vel á miðjunni. Emma stóð sig vel, hún er frábær og hugrökk og þetta var erfið staða fyrir hana. Að fara í markið gegn Íslandsmeisturunum úr hægri bakverðinum. Hrós til hennar og það var lítið sem hún gat gert í þessu mörkum,“ sagði John Andrews að lokum. Valur Víkingur Reykjavík Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Sjá meira
„Karakter, andinn og allt það var ekki vandamál. Stelpurnar mínar gerðu sitt besta en hlutirnir fóru ekki eins og við hefðum kosið. Við fengum á okkur víti skömmu fyrir hálfleik og svo þurfti Katla að fara af velli. Það fór illa með okkur,“ sagði Andrews í viðtali við Vísi strax eftir leik. Hann á þar við Kötlu Sveinbjörnsdóttur markvörð sinn sem fór meidd af velli í síðari hálfleik. „Þú sást að stelpurnar á bekknum, þær sem fóru ekki inná og þær sem höfðu komið útaf þær voru að öskra á og hvetja stelpurnar inni á vellinum allt þar til í lokin. Það er einstakur andi í þessu félagi að því leyti. Þetta var slæmur dagur í dag og vond úrslit en við höldum áfram,“ bætti John við. Katla Sveinbjörnsdóttirer markvörður Víkinga.Vísir/Pawel Hann sagði að vítaspyrnan sem Víkingur fékk á sig í upphafi síðari hálfleiks hafa breytt ýmsu. „Þetta var líklega víti en ég hef ekki séð endursýninguna, dómarinn hafði líklega rétt fyrir sér og við bjuggumst við að Katla myndi verja. Við náðum ekki að pressa þær í fyrri hálfleiks eins og við erum vanar að gera en við náðum því aðeins betur í þeim seinni. Mörkin komu mörg úr föstum leikatriðum og það er ólíkt okkur.“ „Við gerðum okkar besta. Þetta er ekki spurning um að þær séu miklu, miklu betri. Þær voru klínískar og nýttu færin sín mjög vel. Við þurfum að þurrka þetta úr minninnu. Stundum áttu slæma daga og það sem skiptir máli er hvernig þú bregst við í næsta leik.“ Víkingar fagna öðru marka sinna í dag.Vísir/Pawel Amanda Andradóttir fór illa með Víkinga í kvöld. Hún lagði upp fjögur mörk fyrir Val og skoraði eitt sjálf. „Hún er góður leikmaður og þær eru með fleiri góða leikmenn. Við berum virðingu fyrir þeim og fyrir Pétri sem þjálfara. Mér fannst við bara ekki mæta nógu vel til leiks. Stuðningsmenn okkar héldu áfram að styðja okkur fram á síðustu mínútu, öskra á stelpurnar og hvetja þær áfram. Við áttum slæman dag og þær góðan dag. Við samþykkjum það ekki bara si svona en stundum gerist þetta.“ Þegar Katla Sveinbjörnsdóttir meiddist þurfti útileikmaðurinn Emma Steinsen Jónsdóttir að fara í markið í hennar stað þar sem enginn varamarkvörður var til staðar. „Við erum með tvo en þær eru bara ekki hér í augnablikinu. Ein þurfti að fara í morgun og við þurfum að heyra í henni. Birta Guðlaugsdóttir kemur frá Bandaríkjunum fljótlega og styrkir okkur í þessari stöðu. Ég býst við að Katla verði í lagi, hún er hörð.“ Emma Steinsen Jónsdóttir fór í mark Vals þegar Katla meiddist.Vísir/Pawel „Tara Jónsdóttir fór tvisvar í markið fyrir okkur þegar ég kom hingað fyrst árið 2020 og stóð sig frábærlega. Ég ætlaði að segja við hana að fara í markið en hún stóð sig vel á miðjunni. Emma stóð sig vel, hún er frábær og hugrökk og þetta var erfið staða fyrir hana. Að fara í markið gegn Íslandsmeisturunum úr hægri bakverðinum. Hrós til hennar og það var lítið sem hún gat gert í þessu mörkum,“ sagði John Andrews að lokum.
Valur Víkingur Reykjavík Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti