„Við áttum slæman dag og þær góðan dag“ Smári Jökull Jónsson skrifar 2. maí 2024 21:12 John Andrews þjálfari Víkinga. Vísir/Pawel John Andrews þjálfari Víkinga var svekktur með niðurstöðuna þegar Víkingur tapaði 7-2 gegn Val í Bestu deild kvenna í dag. Hann sagði svona lagað stundum gerast og var ánægður með karakter sinna kvenna. „Karakter, andinn og allt það var ekki vandamál. Stelpurnar mínar gerðu sitt besta en hlutirnir fóru ekki eins og við hefðum kosið. Við fengum á okkur víti skömmu fyrir hálfleik og svo þurfti Katla að fara af velli. Það fór illa með okkur,“ sagði Andrews í viðtali við Vísi strax eftir leik. Hann á þar við Kötlu Sveinbjörnsdóttur markvörð sinn sem fór meidd af velli í síðari hálfleik. „Þú sást að stelpurnar á bekknum, þær sem fóru ekki inná og þær sem höfðu komið útaf þær voru að öskra á og hvetja stelpurnar inni á vellinum allt þar til í lokin. Það er einstakur andi í þessu félagi að því leyti. Þetta var slæmur dagur í dag og vond úrslit en við höldum áfram,“ bætti John við. Katla Sveinbjörnsdóttirer markvörður Víkinga.Vísir/Pawel Hann sagði að vítaspyrnan sem Víkingur fékk á sig í upphafi síðari hálfleiks hafa breytt ýmsu. „Þetta var líklega víti en ég hef ekki séð endursýninguna, dómarinn hafði líklega rétt fyrir sér og við bjuggumst við að Katla myndi verja. Við náðum ekki að pressa þær í fyrri hálfleiks eins og við erum vanar að gera en við náðum því aðeins betur í þeim seinni. Mörkin komu mörg úr föstum leikatriðum og það er ólíkt okkur.“ „Við gerðum okkar besta. Þetta er ekki spurning um að þær séu miklu, miklu betri. Þær voru klínískar og nýttu færin sín mjög vel. Við þurfum að þurrka þetta úr minninnu. Stundum áttu slæma daga og það sem skiptir máli er hvernig þú bregst við í næsta leik.“ Víkingar fagna öðru marka sinna í dag.Vísir/Pawel Amanda Andradóttir fór illa með Víkinga í kvöld. Hún lagði upp fjögur mörk fyrir Val og skoraði eitt sjálf. „Hún er góður leikmaður og þær eru með fleiri góða leikmenn. Við berum virðingu fyrir þeim og fyrir Pétri sem þjálfara. Mér fannst við bara ekki mæta nógu vel til leiks. Stuðningsmenn okkar héldu áfram að styðja okkur fram á síðustu mínútu, öskra á stelpurnar og hvetja þær áfram. Við áttum slæman dag og þær góðan dag. Við samþykkjum það ekki bara si svona en stundum gerist þetta.“ Þegar Katla Sveinbjörnsdóttir meiddist þurfti útileikmaðurinn Emma Steinsen Jónsdóttir að fara í markið í hennar stað þar sem enginn varamarkvörður var til staðar. „Við erum með tvo en þær eru bara ekki hér í augnablikinu. Ein þurfti að fara í morgun og við þurfum að heyra í henni. Birta Guðlaugsdóttir kemur frá Bandaríkjunum fljótlega og styrkir okkur í þessari stöðu. Ég býst við að Katla verði í lagi, hún er hörð.“ Emma Steinsen Jónsdóttir fór í mark Vals þegar Katla meiddist.Vísir/Pawel „Tara Jónsdóttir fór tvisvar í markið fyrir okkur þegar ég kom hingað fyrst árið 2020 og stóð sig frábærlega. Ég ætlaði að segja við hana að fara í markið en hún stóð sig vel á miðjunni. Emma stóð sig vel, hún er frábær og hugrökk og þetta var erfið staða fyrir hana. Að fara í markið gegn Íslandsmeisturunum úr hægri bakverðinum. Hrós til hennar og það var lítið sem hún gat gert í þessu mörkum,“ sagði John Andrews að lokum. Valur Víkingur Reykjavík Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Fleiri fréttir FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Sjá meira
„Karakter, andinn og allt það var ekki vandamál. Stelpurnar mínar gerðu sitt besta en hlutirnir fóru ekki eins og við hefðum kosið. Við fengum á okkur víti skömmu fyrir hálfleik og svo þurfti Katla að fara af velli. Það fór illa með okkur,“ sagði Andrews í viðtali við Vísi strax eftir leik. Hann á þar við Kötlu Sveinbjörnsdóttur markvörð sinn sem fór meidd af velli í síðari hálfleik. „Þú sást að stelpurnar á bekknum, þær sem fóru ekki inná og þær sem höfðu komið útaf þær voru að öskra á og hvetja stelpurnar inni á vellinum allt þar til í lokin. Það er einstakur andi í þessu félagi að því leyti. Þetta var slæmur dagur í dag og vond úrslit en við höldum áfram,“ bætti John við. Katla Sveinbjörnsdóttirer markvörður Víkinga.Vísir/Pawel Hann sagði að vítaspyrnan sem Víkingur fékk á sig í upphafi síðari hálfleiks hafa breytt ýmsu. „Þetta var líklega víti en ég hef ekki séð endursýninguna, dómarinn hafði líklega rétt fyrir sér og við bjuggumst við að Katla myndi verja. Við náðum ekki að pressa þær í fyrri hálfleiks eins og við erum vanar að gera en við náðum því aðeins betur í þeim seinni. Mörkin komu mörg úr föstum leikatriðum og það er ólíkt okkur.“ „Við gerðum okkar besta. Þetta er ekki spurning um að þær séu miklu, miklu betri. Þær voru klínískar og nýttu færin sín mjög vel. Við þurfum að þurrka þetta úr minninnu. Stundum áttu slæma daga og það sem skiptir máli er hvernig þú bregst við í næsta leik.“ Víkingar fagna öðru marka sinna í dag.Vísir/Pawel Amanda Andradóttir fór illa með Víkinga í kvöld. Hún lagði upp fjögur mörk fyrir Val og skoraði eitt sjálf. „Hún er góður leikmaður og þær eru með fleiri góða leikmenn. Við berum virðingu fyrir þeim og fyrir Pétri sem þjálfara. Mér fannst við bara ekki mæta nógu vel til leiks. Stuðningsmenn okkar héldu áfram að styðja okkur fram á síðustu mínútu, öskra á stelpurnar og hvetja þær áfram. Við áttum slæman dag og þær góðan dag. Við samþykkjum það ekki bara si svona en stundum gerist þetta.“ Þegar Katla Sveinbjörnsdóttir meiddist þurfti útileikmaðurinn Emma Steinsen Jónsdóttir að fara í markið í hennar stað þar sem enginn varamarkvörður var til staðar. „Við erum með tvo en þær eru bara ekki hér í augnablikinu. Ein þurfti að fara í morgun og við þurfum að heyra í henni. Birta Guðlaugsdóttir kemur frá Bandaríkjunum fljótlega og styrkir okkur í þessari stöðu. Ég býst við að Katla verði í lagi, hún er hörð.“ Emma Steinsen Jónsdóttir fór í mark Vals þegar Katla meiddist.Vísir/Pawel „Tara Jónsdóttir fór tvisvar í markið fyrir okkur þegar ég kom hingað fyrst árið 2020 og stóð sig frábærlega. Ég ætlaði að segja við hana að fara í markið en hún stóð sig vel á miðjunni. Emma stóð sig vel, hún er frábær og hugrökk og þetta var erfið staða fyrir hana. Að fara í markið gegn Íslandsmeisturunum úr hægri bakverðinum. Hrós til hennar og það var lítið sem hún gat gert í þessu mörkum,“ sagði John Andrews að lokum.
Valur Víkingur Reykjavík Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Fleiri fréttir FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn