Aðalsteinsdóttir nafnið á nýrri æfingu Sindri Sverrisson skrifar 3. maí 2024 08:32 Thelma Aðalsteinsdóttir hefur nú gert æfingu á tvíslá sem heitir eftir henni. Getty/Tim Clayton Ný æfing fær nú pláss í dómarabókinni í áhaldafimleikum og hún er nefnd eftir íslensku fimleikakonunni Thelmu Aðalsteinsdóttur, sem framkvæmdi hana fyrst allra í sögunni. Thelma hefur unnið að því markmiði að fá æfingu nefnda eftir sér, á tvíslá, og sýnt hana á mótum. Hún þurfti hins vegar að framkvæma hana á stórmóti, á undan öllum öðrum, til að fá hana nefnda eftir sér og það gerði hún á Evrópumótinu í Rimini á Ítalíu í gær. Æfingin er þannig að Thelma fer í hring fram fyrir sig, í öfugu gripi, og svo beint í framheljarstökk. Á fimleikamáli kallast þetta Weiler-hringur tengdur í Comaneci framheljarstökk. Æfinguna má sjá hér að neðan. Klippa: Fimleikaæfingin Aðalsteinsdóttir Íslenska kvennalandsliðið varð í 22. sæti af 30 liðum á Evrópumótinu, með heildarstig upp á 143,527. Thelma náði hæsta stigaskorinu af íslensku keppendunum eða 49,064 stigum. Liðið saknaði Margrétar Leu Kristinsdóttur sem meiddist skömmu fyrir mót, en auk Thelmu voru í liðinu Hildur Maja Guðmundsdóttir og Lilja Katrín Gunnarsdóttir. Ferenc Kovats, þjálfari, Thelma, Hildur Maja, Lilja Katrín og Andrea Fellner-Kovats, þjálfari, á EM í Rimini.FSÍ Íslenska liðið hóf keppni á gólfi þar sem tvö föll lækkuðu heildarskorið á áhaldinu. Stelpurnar létu það ekki á sig fá og stigu upp á hinum þrem áhöldunum. Allar skiluðu góðu stökki og tvísláin gekk mjög vel, og þær enduðu svo allar með frábærar sláaræfingar, eftir því sem fram kemur á heimasíðu fimleikasambandsins. Fimleikar Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Sjá meira
Thelma hefur unnið að því markmiði að fá æfingu nefnda eftir sér, á tvíslá, og sýnt hana á mótum. Hún þurfti hins vegar að framkvæma hana á stórmóti, á undan öllum öðrum, til að fá hana nefnda eftir sér og það gerði hún á Evrópumótinu í Rimini á Ítalíu í gær. Æfingin er þannig að Thelma fer í hring fram fyrir sig, í öfugu gripi, og svo beint í framheljarstökk. Á fimleikamáli kallast þetta Weiler-hringur tengdur í Comaneci framheljarstökk. Æfinguna má sjá hér að neðan. Klippa: Fimleikaæfingin Aðalsteinsdóttir Íslenska kvennalandsliðið varð í 22. sæti af 30 liðum á Evrópumótinu, með heildarstig upp á 143,527. Thelma náði hæsta stigaskorinu af íslensku keppendunum eða 49,064 stigum. Liðið saknaði Margrétar Leu Kristinsdóttur sem meiddist skömmu fyrir mót, en auk Thelmu voru í liðinu Hildur Maja Guðmundsdóttir og Lilja Katrín Gunnarsdóttir. Ferenc Kovats, þjálfari, Thelma, Hildur Maja, Lilja Katrín og Andrea Fellner-Kovats, þjálfari, á EM í Rimini.FSÍ Íslenska liðið hóf keppni á gólfi þar sem tvö föll lækkuðu heildarskorið á áhaldinu. Stelpurnar létu það ekki á sig fá og stigu upp á hinum þrem áhöldunum. Allar skiluðu góðu stökki og tvísláin gekk mjög vel, og þær enduðu svo allar með frábærar sláaræfingar, eftir því sem fram kemur á heimasíðu fimleikasambandsins.
Fimleikar Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Sjá meira