Tilvísunum vegna skekkju á höfuðkúpu ungbarna fjölgað mikið Lovísa Arnardóttir skrifar 3. maí 2024 14:05 Einhæf baklega getur valdið skerðingum í hálshreyfingum. Vísir/Getty Frá árinu 2018 til 2023 hefur tilvísunum til sjúkraþjálfara á Æfingastöðinni vegna ósamhverfu í hálshreyfingum og skekkju á höfuðkúpu hjá ungbörnum fjölgað úr 123 í 270. Flestum er vísað frá heilsugæslu í ungbarnaeftirliti við tveggja til fjögurra mánaða aldur. Fjölgun tilvísana er að hluta vegna aukinnar árvekni heilbrigðisstarfsmanna en einnig vegna breyttra umhverfisþátta. Til dæmis er nú mælt með því að börn sofi á bakinu en einnig hefur notkun bílstóla og ýmis konar ungbarnastóla aukist verulega. Þá eru börn með þrýsting á bakhlið höfuðs í lengri tíma en áður. Á sama tíma hefur dregið úr maga- og hliðarlegu ungbarna í vöku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Æfingastöðinni. „Höfuðkúpa ungbarna er mjúk og mótanleg. Liggi barn oftast með höfuð snúið til sömu hliðar verður höfuðkúpan flatari þeim megin og önnur bein höfuðkúpu skekkjast einnig. Skekkja á höfuðbeinum leiðir oft til truflunar á hálshreyfingum,“ segir í tilkynningunni. Mynd úr fræðslublaði frá Heilsugæslunni. Höfuð barnsins aflagast ef það liggur of mikið á sömu hliðinni. Þannig getur mikil og einhæf baklega ungbarna valdið aflögun höfuðkúpu. Ef gripið er inn í nægilega snemma er þó hægt að leiðrétta stöðuna með viðeigandi handtökum og örvun. Í tilkynningu frá Æfingastöðinni segir að börn komi aldrei of snemma en að meðferðin verði bæði erfiðari og tímafrekari því eldri sem börnin eru. Meðferðarfjöldi er misjafn, sum koma í nokkur skipti, önnur mun oftar. Tilvísanir til Æfingastöðvarinnar vegna skekkju í höfuðkúpu barna. Þar segir einnig að fyrsta vísbendingin um ósamhverfu í hálshreyfingum sé yfirleitt sú að börnin snúa höfði sínu meira eða einungis til annarrar hliðar. Getur haft áhrif á samspil augna og handa „Ef börnin liggja ávallt og sofa með höfuðið snúið til sömu hliðar mótast hin mjúka höfuðkúpa þeirra fljótt af þrýstingi frá undirlaginu. Höfuðið verður flatara þeim megin og það verður æ þægilegra að liggja á flötu hliðinni. Hin hliðin verður kúptari og erfiðara verður að snúa yfir á þá hlið og halda jafnvægi þar,“ segir í fréttatilkynningu Æfingastöðvarinnar og að ef skekkjan sé mikil geti verið erfitt fyrir börn að horfa beint upp þegar þau liggja á bakinu. Þessi einhæfa lega getur valdið skerðingu í hálshreyfingum og vöðvastyttingum, sjónsvið barnsins minnkar og samspil augna og handa þeim megin sem barn horfir frá skerðist. Heilsa Börn og uppeldi Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Fjölgun tilvísana er að hluta vegna aukinnar árvekni heilbrigðisstarfsmanna en einnig vegna breyttra umhverfisþátta. Til dæmis er nú mælt með því að börn sofi á bakinu en einnig hefur notkun bílstóla og ýmis konar ungbarnastóla aukist verulega. Þá eru börn með þrýsting á bakhlið höfuðs í lengri tíma en áður. Á sama tíma hefur dregið úr maga- og hliðarlegu ungbarna í vöku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Æfingastöðinni. „Höfuðkúpa ungbarna er mjúk og mótanleg. Liggi barn oftast með höfuð snúið til sömu hliðar verður höfuðkúpan flatari þeim megin og önnur bein höfuðkúpu skekkjast einnig. Skekkja á höfuðbeinum leiðir oft til truflunar á hálshreyfingum,“ segir í tilkynningunni. Mynd úr fræðslublaði frá Heilsugæslunni. Höfuð barnsins aflagast ef það liggur of mikið á sömu hliðinni. Þannig getur mikil og einhæf baklega ungbarna valdið aflögun höfuðkúpu. Ef gripið er inn í nægilega snemma er þó hægt að leiðrétta stöðuna með viðeigandi handtökum og örvun. Í tilkynningu frá Æfingastöðinni segir að börn komi aldrei of snemma en að meðferðin verði bæði erfiðari og tímafrekari því eldri sem börnin eru. Meðferðarfjöldi er misjafn, sum koma í nokkur skipti, önnur mun oftar. Tilvísanir til Æfingastöðvarinnar vegna skekkju í höfuðkúpu barna. Þar segir einnig að fyrsta vísbendingin um ósamhverfu í hálshreyfingum sé yfirleitt sú að börnin snúa höfði sínu meira eða einungis til annarrar hliðar. Getur haft áhrif á samspil augna og handa „Ef börnin liggja ávallt og sofa með höfuðið snúið til sömu hliðar mótast hin mjúka höfuðkúpa þeirra fljótt af þrýstingi frá undirlaginu. Höfuðið verður flatara þeim megin og það verður æ þægilegra að liggja á flötu hliðinni. Hin hliðin verður kúptari og erfiðara verður að snúa yfir á þá hlið og halda jafnvægi þar,“ segir í fréttatilkynningu Æfingastöðvarinnar og að ef skekkjan sé mikil geti verið erfitt fyrir börn að horfa beint upp þegar þau liggja á bakinu. Þessi einhæfa lega getur valdið skerðingu í hálshreyfingum og vöðvastyttingum, sjónsvið barnsins minnkar og samspil augna og handa þeim megin sem barn horfir frá skerðist.
Heilsa Börn og uppeldi Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira