Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 4-1 | Þriðji sigur Stjörnunnar í röð Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. maí 2024 18:57 Stjarnan sótti til sigurs í dag. Vísir/Diego Stjarnan vann öruggan 4-1 sigur er liðið tók á móti ÍA í fimmtu umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Eftir að hafa tapað fyrstu tveim leikjum tímabilsins hafa Stjörnumenn nú unnið þrjá í röð. Gestirnir frá Akranesi byrjuðu af miklum krafti og ætluðu sér greinilega að ná inn marki snemma. Það tókst strax á níundu mínútu þegar Árni Salvar fékk mikinn tíma úti á hægri kanti og átti góða fyrirgjöf sem Hinrik Harðarson réðst á og kom gestunum í forystu. Gestirnir lögðust neðar á völlinn eftir markið og Stjörnumenn sóttu stíft stærstan hluta hálfleiksins eftir það. Heimamönnum tókst loksins að jafna metin á 28. mínútu þegar fyrirgjöf Jóhanns Árna fann kollinn á Emil Atlasyni sem þakkaði fyrir sig með því að skalla boltann í netið. Þrátt fyrir þunga sókn heimamanna seinustu mínútur fyrri hálfleiks tókst þeim ekki að finna netið á nýjan leik og staðan því 1-1 þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja. Síðari hálfleikur var svo að mestu eign Stjörnumanna. Róbert Frosti Þorkelsson kom heimamönnum yfir með föstu skoti eftir rétt tæplega klukkutíma leik áður en Óli Valur Ómarsson batt endahnútinn á góða fyrirgjöf Guðmundar Baldvins Nökkvasonar fjórum mínútum síðar. Guðmundur Baldvin var svo sjálfur á ferðinniá 75. mínútu þegar hann kórónaði frábæran leik sinn fyrir Stjörnuna með marki og þar með voru úrslitin ráðin. Niðurstaðan varð 4-1 sigur Stjörnunnar sem nú hefur unnið þrjá deildarleiki í röð, en Skagamenn hafa nú tapað seinustu tveimur leikjum sínum. Atvik leiksins Annað mark Stjörnunnar var líklega það atvik sem hafði mest áhrif á leikinn. Skagamenn lögðust djúpt niður á sinn eigin vallarhelming eftir að þeir komust yfir snemma leik, en eftir að Stjörnumenn tóku forystuna eftir um klukkutíma leik neyddust Skagamenn til að stíga ofar sem opnaði leikinn til muna. Mörk breyta leikjum og það sýndi sig sannarlega í kvöld. Stjörnur og skúrkar Guðmundur Baldvin Nökkvason var klárlega ein af stjörnum leiksins. Hann lagði upp fyrsta og þriðja mark Stjörnunnar áður en hann kórónaði leik sinn með því að gulltryggja sigurinn með góðu marki. Hins vegar er erfitt að velja skúrk eftir leik kvöldsins. Stjörnumenn voru einfaldlega betri í kvöld og ekki hægt að setja mikið út á varnarleik einstaka Skagamanna í þeim mörkum sem þeir fengu á sig. Hinrik Harðarson, markaskorari ÍA, fékk reyndar algjört dauðafæri í stöðunni 3-1 til að minnka muninn, en setti boltann í belginn á Árna Snæ Ólafssyni. Í stað þess að minnka muninn niður í eitt mark fengu gestirnir svo á sig fjórða markið stuttu seinna og þar með var dagsrkánni lokið. Dómarinn Elías Ingi Árnason og hans teymi komst bara vel frá þessum leik á Samsung-vellinum. Fá, ef nokkur, vafaatriði sem dómarar kvöldsins misstu af og ætli okkur sé ekki óhætt að skella 8 af 10 á þeirra frammistöðu. Stemning og umgjörð Stemning og umgjörð á Samsung-vellinum voru til fyrirmyndar í kvöld. 824 áhorfendur gerðu sér leið á völlinn og skemmtu sér líklega flestir konunglega yfir góðum fótboltaleik, í það minnsta stuðningsfólk Stjörnunnar. Veðrið var á köflum að stríða fólki, en það er líklega lítið sem sjálfboðaliðar Stjörnunnar geta gert til að sporna við veðuröflunum. Besta deild karla Stjarnan ÍA
Stjarnan vann öruggan 4-1 sigur er liðið tók á móti ÍA í fimmtu umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Eftir að hafa tapað fyrstu tveim leikjum tímabilsins hafa Stjörnumenn nú unnið þrjá í röð. Gestirnir frá Akranesi byrjuðu af miklum krafti og ætluðu sér greinilega að ná inn marki snemma. Það tókst strax á níundu mínútu þegar Árni Salvar fékk mikinn tíma úti á hægri kanti og átti góða fyrirgjöf sem Hinrik Harðarson réðst á og kom gestunum í forystu. Gestirnir lögðust neðar á völlinn eftir markið og Stjörnumenn sóttu stíft stærstan hluta hálfleiksins eftir það. Heimamönnum tókst loksins að jafna metin á 28. mínútu þegar fyrirgjöf Jóhanns Árna fann kollinn á Emil Atlasyni sem þakkaði fyrir sig með því að skalla boltann í netið. Þrátt fyrir þunga sókn heimamanna seinustu mínútur fyrri hálfleiks tókst þeim ekki að finna netið á nýjan leik og staðan því 1-1 þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja. Síðari hálfleikur var svo að mestu eign Stjörnumanna. Róbert Frosti Þorkelsson kom heimamönnum yfir með föstu skoti eftir rétt tæplega klukkutíma leik áður en Óli Valur Ómarsson batt endahnútinn á góða fyrirgjöf Guðmundar Baldvins Nökkvasonar fjórum mínútum síðar. Guðmundur Baldvin var svo sjálfur á ferðinniá 75. mínútu þegar hann kórónaði frábæran leik sinn fyrir Stjörnuna með marki og þar með voru úrslitin ráðin. Niðurstaðan varð 4-1 sigur Stjörnunnar sem nú hefur unnið þrjá deildarleiki í röð, en Skagamenn hafa nú tapað seinustu tveimur leikjum sínum. Atvik leiksins Annað mark Stjörnunnar var líklega það atvik sem hafði mest áhrif á leikinn. Skagamenn lögðust djúpt niður á sinn eigin vallarhelming eftir að þeir komust yfir snemma leik, en eftir að Stjörnumenn tóku forystuna eftir um klukkutíma leik neyddust Skagamenn til að stíga ofar sem opnaði leikinn til muna. Mörk breyta leikjum og það sýndi sig sannarlega í kvöld. Stjörnur og skúrkar Guðmundur Baldvin Nökkvason var klárlega ein af stjörnum leiksins. Hann lagði upp fyrsta og þriðja mark Stjörnunnar áður en hann kórónaði leik sinn með því að gulltryggja sigurinn með góðu marki. Hins vegar er erfitt að velja skúrk eftir leik kvöldsins. Stjörnumenn voru einfaldlega betri í kvöld og ekki hægt að setja mikið út á varnarleik einstaka Skagamanna í þeim mörkum sem þeir fengu á sig. Hinrik Harðarson, markaskorari ÍA, fékk reyndar algjört dauðafæri í stöðunni 3-1 til að minnka muninn, en setti boltann í belginn á Árna Snæ Ólafssyni. Í stað þess að minnka muninn niður í eitt mark fengu gestirnir svo á sig fjórða markið stuttu seinna og þar með var dagsrkánni lokið. Dómarinn Elías Ingi Árnason og hans teymi komst bara vel frá þessum leik á Samsung-vellinum. Fá, ef nokkur, vafaatriði sem dómarar kvöldsins misstu af og ætli okkur sé ekki óhætt að skella 8 af 10 á þeirra frammistöðu. Stemning og umgjörð Stemning og umgjörð á Samsung-vellinum voru til fyrirmyndar í kvöld. 824 áhorfendur gerðu sér leið á völlinn og skemmtu sér líklega flestir konunglega yfir góðum fótboltaleik, í það minnsta stuðningsfólk Stjörnunnar. Veðrið var á köflum að stríða fólki, en það er líklega lítið sem sjálfboðaliðar Stjörnunnar geta gert til að sporna við veðuröflunum.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti