Innlent

Rýnt í forsetakappræður og fylgst með Bakgarðshlaupi

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hádegisfréttir hefjast á Bylgjunni klukkan 12.
Hádegisfréttir hefjast á Bylgjunni klukkan 12.

Samkvæmt nýrri Maskínukönnun líst yfir 40 prósent landsmanna illa á Katrínu Jakobsdóttur sem forsetaefni. Almannatengill segir niðurstöðurnar staðfesta að það sé engin óskastaða að vera stjórnmálamaður í framboði. Þá telur hann Höllu Hrund Logadóttur eiga langt í land með að tryggja sér forsetaembættið.

Fjallað verður um nýja Maskínukönnun og frammistöðu forsetaframbjóðenda í kappræðum á RÚV í gærkvöldi í hádegisfréttum á Bylgjunni. 

Þá förum við að botni Miðjarðarhafs en fulltrúar Hamas eru nú á leið á fund fulltrúa bandarísku leyniþjónustunnar um vopnahlé á Gasaströndinni.

Bakgarðshlaupið fer fram í fimmta sinn um helgina og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Vísi. Við fáum að heyra stöðuna í hlaupinu í beinni útsendingu. 

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum á Bylgjunni klukkan 12.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×