Hefur ekki áhuga á slúðurfréttum af öðrum frambjóðendum Árni Sæberg og Hólmfríður Gísladóttir skrifa 4. maí 2024 14:30 Katrín Jakobsdóttir mætti í Pallborðið ásamt þeim Baldri Þórhallssyni og Höllu Hrund Logadóttur. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir segir að hún hafi persónulega ekki áhuga slúðurfréttum af einkalífi forsetaframbjóðenda. Hún leggur þó áherslu á að fjölmiðlar séu frjálsir og þjóðin eigi rétt á að vita ýmislegt um frambjóðendur. Mikið hefur verið rætt og skrifað um framgang fjölmiðla gagnvart forsetaframbjóðendum í aðdraganda kosninga. Þar hefur spurning Stefáns Einars Stefánssonar á Morgunblaðinu um ljósmynd af Baldri Þórhallssyni á skemmtistað í París verið mest á milli tannanna á fólki. „Mér finnst að þjóðin eigi töluvert mikinn rétt á að vita sem mest um þau sem gefa kost á sér í þetta embætti því þetta er auðvitað eitt mikilvægasta, og bara mikilvægasta, embætti landsins,“ sagði Katrín Jakobsdóttir í Pallborðinu á Vísi í gær, spurð út í það hversu nærri frambjóðendum fjölmiðlamenn mega ganga. Hún segir reginmun vera á umfjöllun fjölmiðla í aðdraganda forsetakosninga og annarra kosninga, enda séu nú einstaklingar í framboði. Fjölmiðlar séu frjálsir Kemur það okkur við ef hvort þið hafið haldið fram hjá eða verið sektuð fyrir ölvunarakstur? „Fjölmiðlar auðvitað eru frjálsir, ég ætla ekki að hafa skoðun á því hvað fjölmiðlar taka upp. Persónulega hef ég ekki mikinn áhuga á slíkum fréttum af þeim sem gefa kost á sér í þetta embætti.“ Gefur lítið fyrir að óheppilegt sé að forseti hafi verið í stjórnmálum Katrín segir að hún hafi heyrt talað um að óheppilegt sé að forseti hafi verið í stjórnmálum, líkt og hún var í tæpa tvo áratugi. „En á sama tíma finnst öllum mikils um vert að forseti beiti málskotsrétti og sá forseti sem beitti honum gerði það mögulega einmitt vegna þess að hann hafði þessa þekkingu og reynslu af stjórnmálum. Það er það sem ég vil halda til haga í þessu, það er sú reynsla sem ég kem með á borðinu. Mér finnst hins vegar eðlilegt að fjölmiðlar og aðrir spyrji mann um ýmislegt annað, líka, bæði manns persónulega hagi og önnur þau mál sem maður leggur áherslu á sem tengjast hinu opinbera lífi sem maður kann að hafa lifað áður.“ Forsetakosningar 2024 Fjölmiðlar Pallborðið Tengdar fréttir Betra að fá óþægilegu málin fram fyrr en seinna Prófessor í stjórnmálafræði segir betra fyrir forsetaframbjóðendur að hafa allt uppi á borðum. Í litlu samfélagi séu margar furðusögur á sveimi og mikilvægt fyrir viðkomandi að fá tækifæri til að leiðrétta þær. Þá segir hún forseta í raun gefa upp frelsi sitt þegar hann er kjörinn, þar sem hann sé á sólarhringsvakt alla daga ársins. 2. maí 2024 09:14 „Hinsegin fólk þekkir vel að vera smættað niður í einkalíf sitt“ Samtökin 78 hvetja íslenskt samfélag í heild sinni til að halda sig í málefnalega umfjöllun í aðdraganda kosninga. Það gera þau í tilefni af umfjöllun um einkamálefni Baldurs Þórhallssonar. 1. maí 2024 09:46 Spurningar til Baldurs minni á árið 1980 Sólborg Guðbrandsdóttir rithöfundur og meðlimur í kosningateymi Baldurs Þórhallssonar segir hann þurfa að svara spurningum sem aðrir forsetaframbjóðendur þurfi ekki að svara vegna kynhneigðar sinnar. 29. apríl 2024 21:46 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Fleiri fréttir Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Sjá meira
Mikið hefur verið rætt og skrifað um framgang fjölmiðla gagnvart forsetaframbjóðendum í aðdraganda kosninga. Þar hefur spurning Stefáns Einars Stefánssonar á Morgunblaðinu um ljósmynd af Baldri Þórhallssyni á skemmtistað í París verið mest á milli tannanna á fólki. „Mér finnst að þjóðin eigi töluvert mikinn rétt á að vita sem mest um þau sem gefa kost á sér í þetta embætti því þetta er auðvitað eitt mikilvægasta, og bara mikilvægasta, embætti landsins,“ sagði Katrín Jakobsdóttir í Pallborðinu á Vísi í gær, spurð út í það hversu nærri frambjóðendum fjölmiðlamenn mega ganga. Hún segir reginmun vera á umfjöllun fjölmiðla í aðdraganda forsetakosninga og annarra kosninga, enda séu nú einstaklingar í framboði. Fjölmiðlar séu frjálsir Kemur það okkur við ef hvort þið hafið haldið fram hjá eða verið sektuð fyrir ölvunarakstur? „Fjölmiðlar auðvitað eru frjálsir, ég ætla ekki að hafa skoðun á því hvað fjölmiðlar taka upp. Persónulega hef ég ekki mikinn áhuga á slíkum fréttum af þeim sem gefa kost á sér í þetta embætti.“ Gefur lítið fyrir að óheppilegt sé að forseti hafi verið í stjórnmálum Katrín segir að hún hafi heyrt talað um að óheppilegt sé að forseti hafi verið í stjórnmálum, líkt og hún var í tæpa tvo áratugi. „En á sama tíma finnst öllum mikils um vert að forseti beiti málskotsrétti og sá forseti sem beitti honum gerði það mögulega einmitt vegna þess að hann hafði þessa þekkingu og reynslu af stjórnmálum. Það er það sem ég vil halda til haga í þessu, það er sú reynsla sem ég kem með á borðinu. Mér finnst hins vegar eðlilegt að fjölmiðlar og aðrir spyrji mann um ýmislegt annað, líka, bæði manns persónulega hagi og önnur þau mál sem maður leggur áherslu á sem tengjast hinu opinbera lífi sem maður kann að hafa lifað áður.“
Forsetakosningar 2024 Fjölmiðlar Pallborðið Tengdar fréttir Betra að fá óþægilegu málin fram fyrr en seinna Prófessor í stjórnmálafræði segir betra fyrir forsetaframbjóðendur að hafa allt uppi á borðum. Í litlu samfélagi séu margar furðusögur á sveimi og mikilvægt fyrir viðkomandi að fá tækifæri til að leiðrétta þær. Þá segir hún forseta í raun gefa upp frelsi sitt þegar hann er kjörinn, þar sem hann sé á sólarhringsvakt alla daga ársins. 2. maí 2024 09:14 „Hinsegin fólk þekkir vel að vera smættað niður í einkalíf sitt“ Samtökin 78 hvetja íslenskt samfélag í heild sinni til að halda sig í málefnalega umfjöllun í aðdraganda kosninga. Það gera þau í tilefni af umfjöllun um einkamálefni Baldurs Þórhallssonar. 1. maí 2024 09:46 Spurningar til Baldurs minni á árið 1980 Sólborg Guðbrandsdóttir rithöfundur og meðlimur í kosningateymi Baldurs Þórhallssonar segir hann þurfa að svara spurningum sem aðrir forsetaframbjóðendur þurfi ekki að svara vegna kynhneigðar sinnar. 29. apríl 2024 21:46 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Fleiri fréttir Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Sjá meira
Betra að fá óþægilegu málin fram fyrr en seinna Prófessor í stjórnmálafræði segir betra fyrir forsetaframbjóðendur að hafa allt uppi á borðum. Í litlu samfélagi séu margar furðusögur á sveimi og mikilvægt fyrir viðkomandi að fá tækifæri til að leiðrétta þær. Þá segir hún forseta í raun gefa upp frelsi sitt þegar hann er kjörinn, þar sem hann sé á sólarhringsvakt alla daga ársins. 2. maí 2024 09:14
„Hinsegin fólk þekkir vel að vera smættað niður í einkalíf sitt“ Samtökin 78 hvetja íslenskt samfélag í heild sinni til að halda sig í málefnalega umfjöllun í aðdraganda kosninga. Það gera þau í tilefni af umfjöllun um einkamálefni Baldurs Þórhallssonar. 1. maí 2024 09:46
Spurningar til Baldurs minni á árið 1980 Sólborg Guðbrandsdóttir rithöfundur og meðlimur í kosningateymi Baldurs Þórhallssonar segir hann þurfa að svara spurningum sem aðrir forsetaframbjóðendur þurfi ekki að svara vegna kynhneigðar sinnar. 29. apríl 2024 21:46