Lehmann keypti „Invincibles“ nafnið eftir að Arsenal sofnaði á verðinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. maí 2024 11:30 Jens Lehmann fagnar Englandsmeistaratitlinum 2004 með Ray Parlour. Getty/Stuart MacFarlane Jens Lehmann, fyrrum markvörður Arsenal, er nú eigandi „Invincibles“ nafnsins sem er gælunafn Arsenal liðsins frá 2003-04 tímabilinu. Lehmann keypti einkaréttinn á nafninu fyrir þrjátíu þúsund pund eða 5,3 milljónir íslenskra króna. Lehmann er að setja upp fyrirtæki í tenglum við eignarhald sitt á „Invincibles“ og segist bæði hafa stuðning leikmanna „Invincibles“ liðsins sem og knattspyrnustjórans Arsene Wenger. Arsenal varð enskur meistari tímabilið 2003-04 eftir að hafa taplaust í gegnum alla deildarkeppnina. Það hafði ekki gerst í ensku deildinni síðan 1888–89 (Preston North End) og hefur ekki gerst aftur síðan. Arsenal sofnaði á verðinum og taldi sig hafa rétt á nafninu eftir að hafa skráð það áður. Nú er tuttugu ára afmæli þessa titils og mikið í gangi því tengdu. Lehmann segir að heimildarmynd, æfingaferð til Bandaríkjanna og leikur gegn goðsögnum Manchester United komi til greina en segist að allur ágóði muni fara til góðgerðamála. „Ég fékk hugmyndina af því að „Invincibles“ nafnið verður alltaf vinsælla og vinsælla eftir að styttist í tuttugu ára afmælið,“ sagði Lehmann við Daily Mail en Guardian segir frá. „Enginn átti nafnið og ég var að skoða þetta. Ég vildi tryggja okkar hóp nafnaréttinn þannig að allir sem nota það í leyfisleysi væru að misnota okkar vörumerki,“ sagði Lehmann. „Þetta kom félaginu líklega aðeins á óvart af því að það datt engum þar í hug að tryggja sér nafnaréttinn. Félagið veit alla vega núna að það er verið að stýra notkun þess,“ sagði Lehmann. Lehmann var markvörður Arsenal frá 2003 til 2008. Tímabilið 2003-04 var hans fyrsta hjá félaginu en hann leysti þar af goðsögnina David Seaman. Lehman fékk aðeins á sig 26 mörk og hélt marki sínu hreinu í fimmtán leikjum af 38. View this post on Instagram A post shared by VERSUS (@versus) Enski boltinn Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Sjá meira
Lehmann keypti einkaréttinn á nafninu fyrir þrjátíu þúsund pund eða 5,3 milljónir íslenskra króna. Lehmann er að setja upp fyrirtæki í tenglum við eignarhald sitt á „Invincibles“ og segist bæði hafa stuðning leikmanna „Invincibles“ liðsins sem og knattspyrnustjórans Arsene Wenger. Arsenal varð enskur meistari tímabilið 2003-04 eftir að hafa taplaust í gegnum alla deildarkeppnina. Það hafði ekki gerst í ensku deildinni síðan 1888–89 (Preston North End) og hefur ekki gerst aftur síðan. Arsenal sofnaði á verðinum og taldi sig hafa rétt á nafninu eftir að hafa skráð það áður. Nú er tuttugu ára afmæli þessa titils og mikið í gangi því tengdu. Lehmann segir að heimildarmynd, æfingaferð til Bandaríkjanna og leikur gegn goðsögnum Manchester United komi til greina en segist að allur ágóði muni fara til góðgerðamála. „Ég fékk hugmyndina af því að „Invincibles“ nafnið verður alltaf vinsælla og vinsælla eftir að styttist í tuttugu ára afmælið,“ sagði Lehmann við Daily Mail en Guardian segir frá. „Enginn átti nafnið og ég var að skoða þetta. Ég vildi tryggja okkar hóp nafnaréttinn þannig að allir sem nota það í leyfisleysi væru að misnota okkar vörumerki,“ sagði Lehmann. „Þetta kom félaginu líklega aðeins á óvart af því að það datt engum þar í hug að tryggja sér nafnaréttinn. Félagið veit alla vega núna að það er verið að stýra notkun þess,“ sagði Lehmann. Lehmann var markvörður Arsenal frá 2003 til 2008. Tímabilið 2003-04 var hans fyrsta hjá félaginu en hann leysti þar af goðsögnina David Seaman. Lehman fékk aðeins á sig 26 mörk og hélt marki sínu hreinu í fimmtán leikjum af 38. View this post on Instagram A post shared by VERSUS (@versus)
Enski boltinn Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Sjá meira