„Ég vona innilega að ég sé ekki að væla of mikið“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 5. maí 2024 22:19 Arnar Gunnlaugsson sá rautt þegar Víkingur tapaði 3-1 fyrir HK í Kórnum í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, fékk rautt spjald undir lok leiks í 3-1 tapi gegn HK. Hann sagði HK-inga eiga fullt hrós skilið en honum þykir halla heldur mikið á sína menn í ákvörðunum dómara. „Maður er alltaf ósáttur við að tapa, að sjálfsögðu. Samt var þetta kannski gott einhvern veginn, að tapa á þessum tímapunkti, búið að vera svo ótrúlegt run. Ekki bara núna heldur síðustu ár, stundum er bara fínt að fá tap til að reseta sjálfan sig. Fínt að fá smá slap“ sagði Arnar fljótlega eftir leik. Arnar fékk rautt spjald undir lok leiks þegar hann mótmælti ákvörðun dómara. Tveir Víkingar féllu við í teignum en ekkert dæmt. Ískalt á toppnum Arnar sagði óþarfi að tjá sig um einstaka atvik en vildi beina sjónum dómara að því sem honum þykir ósanngjarnt gagnvart sínum mönnum. Það er, að Víkingur sé stimplað sem grófara lið en önnur og uppskeri færri dóma sér í vil. Þá mátti greina að Arnari þótti halla á sitt lið, HK hafi gengið lengra yfir línuna, spilað óþarflega gróft og komist upp með klár brot. „Fékk ég rautt?“ spurði Arnar fyrst kaldhæðið og brosti út í annað. „Það þýðir ekki fyrir mig að kommenta á það núna. Var þetta víti eða ekki víti, whatever, bara tilfinningar og læti. Það eina sem mig langar að kommenta á, mig langar ekkert að tala um þetta því þá er maður alltaf að væla og skæla. Ég var ekki viss hvort ég myndi kommenta á þetta en, það er greinilega ískalt á toppnum, og það er gaman að vera á toppnum. Allt í lagi að spila tough leik, vera harðir og allt svoleiðis en þegar menn fara út í fíflalæti. Ég get ekki gúdderað það. Mér fannst hingað til dómarar lesa leikinn vel, gagnvart kvörtunum hvað okkur varðar, en nú finnst mér kominn slaki aftur. Það sást svolítið í þessum leik. Plís dómarar, verum aðeins á verði. Við erum ekki grófasta liðið, við erum ekki dirty lið, við erum harðir jú. Þegar aðrir sparka okkur niður viljandi eins og sást í fyrri hálfleik verður maður aðeins að minnast á þetta. Ég vona innilega að ég sé ekki að væla of mikið“ hélt hann svo áfram. „Óþolandi að tala um ósigur okkar“ Arnar hélt því föstu að minnast ekki á einstaka atvik, líkt og þegar Atli Hrafn Andrason kom aftan að og sópaði burt fótum Daniel Dejan Djuric, en uppskar aðeins gult spjald frekar en beint rautt. Atvikið átti sér stað á 37. mínútu. Þá lofaði hann HK mikið fyrir sína frammistöðu, dugnaðinn og vinnsluna sem skilaði liðinu sigri. „Nei veistu, ég held það sjái þetta allir þegar menn fara yfir leikinn í rólegheitunum. Algjöri óþarfi fyrir mig að kommenta [á einstaka atvik]. Það má heldur ekki taka neitt frá HK-liðinu. Óþolandi að tala um ósigur okkar, við óheppnir, loftið lágt eða grasið slæmt. HK sýndu bara virkilegt hjarta í þessum leik. Voru með gott leikplan og hlupu úr sér lungun. Ég lít þannig á að það var gott að tapa þessum leik á þessum tímapunkti, svo mætum við bara galvaskir til leiks móti FH næsta sunnudag“ sagði Arnar að lokum. Besta deild karla Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira
„Maður er alltaf ósáttur við að tapa, að sjálfsögðu. Samt var þetta kannski gott einhvern veginn, að tapa á þessum tímapunkti, búið að vera svo ótrúlegt run. Ekki bara núna heldur síðustu ár, stundum er bara fínt að fá tap til að reseta sjálfan sig. Fínt að fá smá slap“ sagði Arnar fljótlega eftir leik. Arnar fékk rautt spjald undir lok leiks þegar hann mótmælti ákvörðun dómara. Tveir Víkingar féllu við í teignum en ekkert dæmt. Ískalt á toppnum Arnar sagði óþarfi að tjá sig um einstaka atvik en vildi beina sjónum dómara að því sem honum þykir ósanngjarnt gagnvart sínum mönnum. Það er, að Víkingur sé stimplað sem grófara lið en önnur og uppskeri færri dóma sér í vil. Þá mátti greina að Arnari þótti halla á sitt lið, HK hafi gengið lengra yfir línuna, spilað óþarflega gróft og komist upp með klár brot. „Fékk ég rautt?“ spurði Arnar fyrst kaldhæðið og brosti út í annað. „Það þýðir ekki fyrir mig að kommenta á það núna. Var þetta víti eða ekki víti, whatever, bara tilfinningar og læti. Það eina sem mig langar að kommenta á, mig langar ekkert að tala um þetta því þá er maður alltaf að væla og skæla. Ég var ekki viss hvort ég myndi kommenta á þetta en, það er greinilega ískalt á toppnum, og það er gaman að vera á toppnum. Allt í lagi að spila tough leik, vera harðir og allt svoleiðis en þegar menn fara út í fíflalæti. Ég get ekki gúdderað það. Mér fannst hingað til dómarar lesa leikinn vel, gagnvart kvörtunum hvað okkur varðar, en nú finnst mér kominn slaki aftur. Það sást svolítið í þessum leik. Plís dómarar, verum aðeins á verði. Við erum ekki grófasta liðið, við erum ekki dirty lið, við erum harðir jú. Þegar aðrir sparka okkur niður viljandi eins og sást í fyrri hálfleik verður maður aðeins að minnast á þetta. Ég vona innilega að ég sé ekki að væla of mikið“ hélt hann svo áfram. „Óþolandi að tala um ósigur okkar“ Arnar hélt því föstu að minnast ekki á einstaka atvik, líkt og þegar Atli Hrafn Andrason kom aftan að og sópaði burt fótum Daniel Dejan Djuric, en uppskar aðeins gult spjald frekar en beint rautt. Atvikið átti sér stað á 37. mínútu. Þá lofaði hann HK mikið fyrir sína frammistöðu, dugnaðinn og vinnsluna sem skilaði liðinu sigri. „Nei veistu, ég held það sjái þetta allir þegar menn fara yfir leikinn í rólegheitunum. Algjöri óþarfi fyrir mig að kommenta [á einstaka atvik]. Það má heldur ekki taka neitt frá HK-liðinu. Óþolandi að tala um ósigur okkar, við óheppnir, loftið lágt eða grasið slæmt. HK sýndu bara virkilegt hjarta í þessum leik. Voru með gott leikplan og hlupu úr sér lungun. Ég lít þannig á að það var gott að tapa þessum leik á þessum tímapunkti, svo mætum við bara galvaskir til leiks móti FH næsta sunnudag“ sagði Arnar að lokum.
Besta deild karla Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira