Þessum treysti ég til þess að standa vörð um okkar hagsmuni, landið okkar og okkar mannréttindi Ólafur Tryggvi Sigmarsson skrifar 6. maí 2024 09:31 Með hverju árinu sem líður hefur áhugi minn á ríkisstjórn, borgarstjórn, bæjarstjórn og embætti forseta Íslands aukist jafnt og þétt. Á síðustu 10 árum eða þegar mér öðlaðist kosningaréttur hef ég ávallt mætt og skilað kjörseðli eftir minni bestu vitund og sannfæringu á þeim tíma. Fyrir mér er rétturinn að fá að kjósa mikils metinn. Ég mæti á kjörstað undir morgni, í ný hreinsuðum og pressuðum jakkafötum. Vaki fram eftir nóttu og fylgist með nýjum tölum berast. Fyrir mér er kjördagur ákveðin hátíð. Það er því ekki að ástæðulausu að ég skrifa þessa grein. Frá því að ég man eftir að hafa fengið mína fyrstu fræðslu um embætti forseta Íslands hefur forseta embættið ætið verið málað sem gagnslaust og þýðingarlítið embætti eða í raun einhverskonar leikþáttur. Því betur sem ég les mig til um og kynni mér embættið og hlutverk þess verður það ávallt skýrara að raunin sé ekki sú. Forseti Íslands hefur mikið og mikilvægt vald og við sem Íslendingar, við sem þjóð verðum að geta treyst þeim einstakling sem kjörinn verður að sá aðili hafi hagsmuni þjóðarinnar í fyrsta sæti og hafi kjark og vilja til þess að nýta rétt sinn að synjunarvaldi að lagafrumvarpi alþingis og setur það frekar í hendur þjóðarinnar með þjóðaratkvæðargreiðslu hvort frumvarp verði staðfest eða ekki ef svo á við. Í sögu embættisins hefur reynt á synjunarvald forseta þrisvar sinnum. Nú síðast 2011: „lög nr. 13/2011 kveða á um heimild til handa fjármálaráðherra til að staðfesta samninga, sem áritaðir voru í london 8.desember 2010 um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta til breska og hollenska ríkisins á kostnaði af greiðslu lágmarkstryggingar til innistæðueigenda í útibúum Landsbanka Íslands hf. í Bretlandi og Hollandi og greiðslu eftirstöðva og vaxta af þeim skuldbindingum. Lögin voru samþykkt á alþingi hinn 16. febrúar 2011 en forseti Íslands synjaði þeim staðfestingar. Eiga lög nr. 13/2011 að halda gildi?“ Þann 9.apríl 2011 fór fram seinni þjóðaratkvæðagreiðsla þar sem lögunum var hafnað af Íslensku þjóðinni. Þann 28.Janúar 2013 sýknaði EFTA-dómstólinn Íslenska ríkið af öllum kröfum ESA í Icesave málinu. Fyrir mína parta er 26 gr. Stjórnarskrá – Íslands gríðarlega mikilvæg. Vald sem við sem þjóð þurfum að trúa og treysta að Forseti okkar nýtir sér þegar stóru málin koma upp. Fyrir mér stendur mitt val á kjörseðli milli 5 einstaklinga: Arnari Þór Jónssyni, Höllu Hrund Logadóttur, Höllu Tómasdóttur, Katrínu Jakobsdóttur og Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur. Núna nýlega hefur verið deilt á mig og ég séð á samfélagsmiðlum ræðu frá Jóhanni Pál Jóhanssyni þingmanni Samfylkingarinnar sem varðar Lagareldi/ ótímabundið rekstrarleyfi til sjókvíeldis. Jóhann Páll talar um að ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar sé á lokametrunum að afhenda laxeldisfyrirtækjum í eigu norskra auðmanna varanlegan aðgang að fjörðunum okkar með ótímabundnum rekstrarleyfum. Ég spyr mig fyrst hvort þetta sé ekki ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (þá formaður Vinstri hreyfingar - Vinstri grænna). Í öðru lagi þá leggur Svandis Svavarsdóttir (þá matvælaráðherra, Vinstri hreyfingar - Vinstri grænna) fram frumvarp sem varðar Lagareldi eins og var nefnt hér áður. Í kjölfarið talar Bjarkey Olsen (núverandi matvælaráðherra, Vinstri hreyfingar - Vinstri grænna) fyrir fyrrnefndu frumvarpi. Verði frumvarp þetta samþykkt vill ég geta treyst á forseta okkar að hafna þeim lögum og þ.a.l. Setja það í hendur okkar sem hafa öðlast kosningarétt að skera úr um hvort við viljum gefa frá okkur firðina og náttúruauðlindir. því jú verði það samþykkt erum við að gefa auðlindir okkar til Noregs að mestu sem skilar sér ekki til réttmætra eigenda (Íslensku þjóðarinnar) ásamt því að leggja Íslenskt náttúrulíf í gríðarlega hættu, við þurfum ekki að leita lengra en til seinni parts ársins 2023 þar sem eldislaxar úr sjókvíum á Vestfjörðum höfðu leitað upp í Íslenskrar laxár og samblandast VILLTUM laxi. Í kjölfarið var leitast til Norskra sérfræðinga svokallaðir “froskmenn” til þess að kafa í ám og skjóta eldislaxa með skutul-byssum. Á sama tíma tóku Íslenskir veiðimenn sig saman og veiddu árnar með því markmiði að ná sem mestum eldislax úr ánum og var árangur þeirra töluvert betri en hjá Norsku sérfræðingunum. Hvor leiðin skyldi hafa kostað Íslenska ríkið(okkur) meira? Ég tek þetta frumvarp sérstaklega fram sem náttúruverndarsinni og síðast en ekki síst veiðimanni sem kann betur við sig á mölinni frekar en malbikinu. Frá fyrstu fréttum sem ég heyrði af, að Katrín Jakobsdóttir myndi bjóða sig fram til Forseta Íslands fékk ég óbragð í munninn, forsætisráðherra stekkur frá sem skipstjóri ríkisstjórnar Íslands, embætti sem hún hefur gegnt frá árinu 2017. Katrín hefur sjálf sagt að hún hafi ekki ætlað að gefa kost á sér til áframhaldandi þingsetu að loknu kjörtímabili og því hafi hún látið slag standa og boðið sig fram sem forseta Íslands. Innsæi mitt segir að við Íslendingar séum ekki að fá að heyra alla söguna. Ég spyr mig einnig að því skuli frumvarp um Lagareldi vera samþykkt hvort Katrín Jakobsdóttir muni fara gegn flokksystrum sínum og synjað um staðfestingu laga frá Alþingi. Ég tel að svo sé ekki. Að því sögðu fær Katrín Jakobsdóttir ekki mitt atkvæði. Ég man eftir Höllu Tómasdóttur þegar hún bauð sig fram til forseta árið 2016. Mér fannst hún koma vel fram þá og stóð ég lengi í kjörklefanum að velja á milli þess að kjósa hana eða Guðna Th. Ég endaði á því að setja X við Sturla Jónsson, því í grunninn fannst mér hann hafa hagsmuni hims almenna borgara í fyrsta sæti. Í þessari kosningabaráttu hefur mér fundist Halla Tómasdóttir ekki verið jafn sannfærandi og hún var fyrir 8 árum síðan og ég treysti öðrum frambjóðendum mun betur en henni til þess að gegna embætti Forseta Íslands, því fær Halla Tómasdóttir ekki mitt atkvæði. Eftir minni upplifun kom Halla Hrund sem stormsveipur inn í framboðs flóruna til forseta Íslands. Í fyrstu leist mér vel á hana, ég taldi mér trú að hún væri góð talskona Íslands á alþjóðlegum vettvangi, hámenntuð og vel gefinn og eins og ég á hún ættir að rekja í Skaftafellssýslu, en því dýpra sem ég kynnti mér hana og hennar stefnu, fjarlægðist ég hana sem næsta forseta Íslands. Nú nýlega sá ég úr kappræðum á vegum Heimildinnar þar sem Helgi Seljan spyr Höllu Hrund um hennar fyrri störf hvort hún hafi orðið fyrir þrýstingi af hálfu stjórnmálamanna vegna þeirra áhersla sem hún hefur haft, Helgi Seljan spurði Höllu ítrekað af sömu spurningu, Halla gat hvorki svarað játandi eða neitandi heldur varð hún hálf kjánaleg í svörum og talaði í hringi eins og fullkomnum ráðherra er einum lagið. Ég hef því séð og heyrt nóg til þess að ákveða að Halla Hrund fær ekki mitt atkvæði. Það skilur því einungis tvo frambjóðendur eftir, þau Arnar Þór Jónsson og Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur. Ég byrja því að spyrja mig hver eru gildi og sýn þann einstaklings sem ég myndi vilja sjá sem næsta forseta Íslands, hvað finnst mér vera mikilvægast, á hvað trúi ég. Vill ég forseta sem gegnir sínu embætti og gerir það vel, mætir á alþjóðlega viðburði og stendur sig vel að kynna landið okkar, stolt þess og tækifæri eða vill ég Forseta sem vissulega hakar í þau box sem ég taldi upp en er fyrst og fremst með hagsmuni þjóðarinnar, mannréttindi okkar sem einstaklinga og þjóð í forgangi, forseta sem þorir að tala, þorir að fara á móti straumnum og selur ekki sál sína til stórfyrirtækja og stofnanna. Forseta sem er með bein í nefinu, þorir og getur tekið afstöðu í stóru málunum. Forseta sem talar fyrir lýðræði og þegar á brattann sækir leyfir þjóðinni að útkljá málinn. Því það greinilega skiptir engu máli hver myndar ríkisstjórn, hver situr í hvaða ráðherrastól, hvort alþingismaður sé sonur eða foreldri einhvers. Því að leikslokum er þetta eitt stórt matador spil þar sem heiðarlegi, vinnusami, duglegi meðal jóninn tapar alltaf. Þeir sem þekkja mig vita hvar hugur minn og innsæi liggur. Ég trúi því og treysti að Arnar Þór Jónsson haki í öll þau box sem ég nefndi og myndi standa sig með prýði í embætti Forseta Íslands. Arnar Þór er lögmaður, starfar sem hæstarréttarlögmaður, fyrrverandi dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, hefur setið á alþingi sem varaþingmaður, starfað sem kennari og fræðimaður við Háskólann í Reykjavík. Arnar Þór var einnig formaður siðanefndar Læknafélags Íslands. Ég tel Arnar Þór hafa allt til brunns að bera til að gegna embætti forseta Íslands. Ég treysti Arnari Þór og þess vegna fær hann mitt atkvæði i komandi Forsetakosningum. Hverjum treystir þú til þess að standa vörð um okkar hagsmuni, landið okkar og þín mannréttindi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Sjá meira
Með hverju árinu sem líður hefur áhugi minn á ríkisstjórn, borgarstjórn, bæjarstjórn og embætti forseta Íslands aukist jafnt og þétt. Á síðustu 10 árum eða þegar mér öðlaðist kosningaréttur hef ég ávallt mætt og skilað kjörseðli eftir minni bestu vitund og sannfæringu á þeim tíma. Fyrir mér er rétturinn að fá að kjósa mikils metinn. Ég mæti á kjörstað undir morgni, í ný hreinsuðum og pressuðum jakkafötum. Vaki fram eftir nóttu og fylgist með nýjum tölum berast. Fyrir mér er kjördagur ákveðin hátíð. Það er því ekki að ástæðulausu að ég skrifa þessa grein. Frá því að ég man eftir að hafa fengið mína fyrstu fræðslu um embætti forseta Íslands hefur forseta embættið ætið verið málað sem gagnslaust og þýðingarlítið embætti eða í raun einhverskonar leikþáttur. Því betur sem ég les mig til um og kynni mér embættið og hlutverk þess verður það ávallt skýrara að raunin sé ekki sú. Forseti Íslands hefur mikið og mikilvægt vald og við sem Íslendingar, við sem þjóð verðum að geta treyst þeim einstakling sem kjörinn verður að sá aðili hafi hagsmuni þjóðarinnar í fyrsta sæti og hafi kjark og vilja til þess að nýta rétt sinn að synjunarvaldi að lagafrumvarpi alþingis og setur það frekar í hendur þjóðarinnar með þjóðaratkvæðargreiðslu hvort frumvarp verði staðfest eða ekki ef svo á við. Í sögu embættisins hefur reynt á synjunarvald forseta þrisvar sinnum. Nú síðast 2011: „lög nr. 13/2011 kveða á um heimild til handa fjármálaráðherra til að staðfesta samninga, sem áritaðir voru í london 8.desember 2010 um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta til breska og hollenska ríkisins á kostnaði af greiðslu lágmarkstryggingar til innistæðueigenda í útibúum Landsbanka Íslands hf. í Bretlandi og Hollandi og greiðslu eftirstöðva og vaxta af þeim skuldbindingum. Lögin voru samþykkt á alþingi hinn 16. febrúar 2011 en forseti Íslands synjaði þeim staðfestingar. Eiga lög nr. 13/2011 að halda gildi?“ Þann 9.apríl 2011 fór fram seinni þjóðaratkvæðagreiðsla þar sem lögunum var hafnað af Íslensku þjóðinni. Þann 28.Janúar 2013 sýknaði EFTA-dómstólinn Íslenska ríkið af öllum kröfum ESA í Icesave málinu. Fyrir mína parta er 26 gr. Stjórnarskrá – Íslands gríðarlega mikilvæg. Vald sem við sem þjóð þurfum að trúa og treysta að Forseti okkar nýtir sér þegar stóru málin koma upp. Fyrir mér stendur mitt val á kjörseðli milli 5 einstaklinga: Arnari Þór Jónssyni, Höllu Hrund Logadóttur, Höllu Tómasdóttur, Katrínu Jakobsdóttur og Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur. Núna nýlega hefur verið deilt á mig og ég séð á samfélagsmiðlum ræðu frá Jóhanni Pál Jóhanssyni þingmanni Samfylkingarinnar sem varðar Lagareldi/ ótímabundið rekstrarleyfi til sjókvíeldis. Jóhann Páll talar um að ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar sé á lokametrunum að afhenda laxeldisfyrirtækjum í eigu norskra auðmanna varanlegan aðgang að fjörðunum okkar með ótímabundnum rekstrarleyfum. Ég spyr mig fyrst hvort þetta sé ekki ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (þá formaður Vinstri hreyfingar - Vinstri grænna). Í öðru lagi þá leggur Svandis Svavarsdóttir (þá matvælaráðherra, Vinstri hreyfingar - Vinstri grænna) fram frumvarp sem varðar Lagareldi eins og var nefnt hér áður. Í kjölfarið talar Bjarkey Olsen (núverandi matvælaráðherra, Vinstri hreyfingar - Vinstri grænna) fyrir fyrrnefndu frumvarpi. Verði frumvarp þetta samþykkt vill ég geta treyst á forseta okkar að hafna þeim lögum og þ.a.l. Setja það í hendur okkar sem hafa öðlast kosningarétt að skera úr um hvort við viljum gefa frá okkur firðina og náttúruauðlindir. því jú verði það samþykkt erum við að gefa auðlindir okkar til Noregs að mestu sem skilar sér ekki til réttmætra eigenda (Íslensku þjóðarinnar) ásamt því að leggja Íslenskt náttúrulíf í gríðarlega hættu, við þurfum ekki að leita lengra en til seinni parts ársins 2023 þar sem eldislaxar úr sjókvíum á Vestfjörðum höfðu leitað upp í Íslenskrar laxár og samblandast VILLTUM laxi. Í kjölfarið var leitast til Norskra sérfræðinga svokallaðir “froskmenn” til þess að kafa í ám og skjóta eldislaxa með skutul-byssum. Á sama tíma tóku Íslenskir veiðimenn sig saman og veiddu árnar með því markmiði að ná sem mestum eldislax úr ánum og var árangur þeirra töluvert betri en hjá Norsku sérfræðingunum. Hvor leiðin skyldi hafa kostað Íslenska ríkið(okkur) meira? Ég tek þetta frumvarp sérstaklega fram sem náttúruverndarsinni og síðast en ekki síst veiðimanni sem kann betur við sig á mölinni frekar en malbikinu. Frá fyrstu fréttum sem ég heyrði af, að Katrín Jakobsdóttir myndi bjóða sig fram til Forseta Íslands fékk ég óbragð í munninn, forsætisráðherra stekkur frá sem skipstjóri ríkisstjórnar Íslands, embætti sem hún hefur gegnt frá árinu 2017. Katrín hefur sjálf sagt að hún hafi ekki ætlað að gefa kost á sér til áframhaldandi þingsetu að loknu kjörtímabili og því hafi hún látið slag standa og boðið sig fram sem forseta Íslands. Innsæi mitt segir að við Íslendingar séum ekki að fá að heyra alla söguna. Ég spyr mig einnig að því skuli frumvarp um Lagareldi vera samþykkt hvort Katrín Jakobsdóttir muni fara gegn flokksystrum sínum og synjað um staðfestingu laga frá Alþingi. Ég tel að svo sé ekki. Að því sögðu fær Katrín Jakobsdóttir ekki mitt atkvæði. Ég man eftir Höllu Tómasdóttur þegar hún bauð sig fram til forseta árið 2016. Mér fannst hún koma vel fram þá og stóð ég lengi í kjörklefanum að velja á milli þess að kjósa hana eða Guðna Th. Ég endaði á því að setja X við Sturla Jónsson, því í grunninn fannst mér hann hafa hagsmuni hims almenna borgara í fyrsta sæti. Í þessari kosningabaráttu hefur mér fundist Halla Tómasdóttir ekki verið jafn sannfærandi og hún var fyrir 8 árum síðan og ég treysti öðrum frambjóðendum mun betur en henni til þess að gegna embætti Forseta Íslands, því fær Halla Tómasdóttir ekki mitt atkvæði. Eftir minni upplifun kom Halla Hrund sem stormsveipur inn í framboðs flóruna til forseta Íslands. Í fyrstu leist mér vel á hana, ég taldi mér trú að hún væri góð talskona Íslands á alþjóðlegum vettvangi, hámenntuð og vel gefinn og eins og ég á hún ættir að rekja í Skaftafellssýslu, en því dýpra sem ég kynnti mér hana og hennar stefnu, fjarlægðist ég hana sem næsta forseta Íslands. Nú nýlega sá ég úr kappræðum á vegum Heimildinnar þar sem Helgi Seljan spyr Höllu Hrund um hennar fyrri störf hvort hún hafi orðið fyrir þrýstingi af hálfu stjórnmálamanna vegna þeirra áhersla sem hún hefur haft, Helgi Seljan spurði Höllu ítrekað af sömu spurningu, Halla gat hvorki svarað játandi eða neitandi heldur varð hún hálf kjánaleg í svörum og talaði í hringi eins og fullkomnum ráðherra er einum lagið. Ég hef því séð og heyrt nóg til þess að ákveða að Halla Hrund fær ekki mitt atkvæði. Það skilur því einungis tvo frambjóðendur eftir, þau Arnar Þór Jónsson og Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur. Ég byrja því að spyrja mig hver eru gildi og sýn þann einstaklings sem ég myndi vilja sjá sem næsta forseta Íslands, hvað finnst mér vera mikilvægast, á hvað trúi ég. Vill ég forseta sem gegnir sínu embætti og gerir það vel, mætir á alþjóðlega viðburði og stendur sig vel að kynna landið okkar, stolt þess og tækifæri eða vill ég Forseta sem vissulega hakar í þau box sem ég taldi upp en er fyrst og fremst með hagsmuni þjóðarinnar, mannréttindi okkar sem einstaklinga og þjóð í forgangi, forseta sem þorir að tala, þorir að fara á móti straumnum og selur ekki sál sína til stórfyrirtækja og stofnanna. Forseta sem er með bein í nefinu, þorir og getur tekið afstöðu í stóru málunum. Forseta sem talar fyrir lýðræði og þegar á brattann sækir leyfir þjóðinni að útkljá málinn. Því það greinilega skiptir engu máli hver myndar ríkisstjórn, hver situr í hvaða ráðherrastól, hvort alþingismaður sé sonur eða foreldri einhvers. Því að leikslokum er þetta eitt stórt matador spil þar sem heiðarlegi, vinnusami, duglegi meðal jóninn tapar alltaf. Þeir sem þekkja mig vita hvar hugur minn og innsæi liggur. Ég trúi því og treysti að Arnar Þór Jónsson haki í öll þau box sem ég nefndi og myndi standa sig með prýði í embætti Forseta Íslands. Arnar Þór er lögmaður, starfar sem hæstarréttarlögmaður, fyrrverandi dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, hefur setið á alþingi sem varaþingmaður, starfað sem kennari og fræðimaður við Háskólann í Reykjavík. Arnar Þór var einnig formaður siðanefndar Læknafélags Íslands. Ég tel Arnar Þór hafa allt til brunns að bera til að gegna embætti forseta Íslands. Ég treysti Arnari Þór og þess vegna fær hann mitt atkvæði i komandi Forsetakosningum. Hverjum treystir þú til þess að standa vörð um okkar hagsmuni, landið okkar og þín mannréttindi?
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun