Tjá sig ekkert um gang Hamraborgarrannsóknarinnar Atli Ísleifsson skrifar 6. maí 2024 10:52 Á myndbandsupptökum í Hamraborg mátti sjá tvo menn brjóta afturglugga verðmætaflutningabíls Öryggismiðstöðvarinnar að morgni mánudagsins 25. mars. Stöð 2 Lögregla á höfuðborgarsvæðinu vill ekkert tjá sig um gang rannsóknarinnar á þjófnaðarmáli þar sem milli tuttugu til þrjátíu milljónum króna var stolið úr verðmætaflutningabíl í Hamraborg í Kópavogi í mars síðastliðinn. Gunnar Hilmarsson aðalvarðstjóri segir að hægt verði að svara því á morgun hvort farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhaldi yfir íslenskum karlmanni um fertugt sem handtekinn var vegna málsins í lok aprílmánaðar. Núverandi gæsluvarðhald rennur út á morgun. Gunnar vildi ekki svara því hvort að fleiri hafi verið handteknir vegna málsins eða um þá peningaupphæð sem maðurinn sem nú sé í gæsluvarðhaldi hafi sett í spilakassa Happdrættis Háskóla Íslands. Samkvæmt heimildum Vísis rötuðu litaðir peningaseðlar í spilakassa á vegum HHÍ og hafi maðurinn verið handtekinn eftir að upptökur úr öryggismyndavélum staðarins sem hýsir spilakassana voru skoðaðar. Á myndbandsupptökum í Hamraborg mátti sjá tvo menn brjóta afturglugga verðmætaflutningabíls Öryggismiðstöðvarinnar sem lagður var fyrir utan Videomarkaðinn að morgni mánudagsins 25. mars. Starfsmenn Öryggismiðstöðvarinnar voru staddir á Catalinu eftir að hafa tæmt spilakassa Videomarkaðarins, en þjófarnir notuðust við Toyota Yaris bíl sem þeir bökkuðu að peningaflutningabílnum, brutu rúðu, opnuðu afturhurð, tóku töskurnar með peningunum og óku svo á brott. Nokkrar mínútur liðu áður en öryggisverðirnir yfirgáfu Catalinu og komust að því að búið var að taka peningana úr bílnum. Lögregla á höfuðborgarsvæðinu lýsti síðar um daginn eftir Toyotu Yaris bílnum án þess að greina frá ástæðum þess. Fyrst var greint frá þjófnaðinum daginn eftir. Töskurnar sjö fundust síðar; tvær við Lágafellskirkju í Mosfellsbæ, ein við Bugðufljót og fjórar úti í móa á Esjumelum, ekki langt frá Ístaki. Töskurnar voru búnar sérstökum litasprengjum sem eiga að springa yfir verðmæti ef reynt er að brjótast inn í töskurnar. Sagði lögregla að vísbendingar væru um að sprengjurnar hafi sprungið í sumum töskunum, en þó ekki öllum. Notast hafði verið við slípirokk til að opna töskurnar. Peningum stolið í Hamraborg Lögreglumál Kópavogur Tengdar fréttir Íslendingur í gæsluvarðhaldi vegna Hamraborgarmálsins Íslenskur karlmaður um fertugt hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í tengslum við þjófnað á tuttugu til þrjátíu milljónum króna í Hamraborg fyrir rúmum fimm vikum. 2. maí 2024 09:42 Litaðir seðlar til skoðunar og málið á mjög viðkvæmu stigi Lögregla heldur spilunum afar þétt að sér við rannsókn á þjófnaði á tuttugu til þrjátíu milljónum króna í Hamraborginni fyrir rúmum fimm vikum. Samkvæmt heimildum fréttastofu er grunur um að reynt hafi verið að koma lituðum peningum í umferð. 1. maí 2024 07:01 Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Sjá meira
Gunnar Hilmarsson aðalvarðstjóri segir að hægt verði að svara því á morgun hvort farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhaldi yfir íslenskum karlmanni um fertugt sem handtekinn var vegna málsins í lok aprílmánaðar. Núverandi gæsluvarðhald rennur út á morgun. Gunnar vildi ekki svara því hvort að fleiri hafi verið handteknir vegna málsins eða um þá peningaupphæð sem maðurinn sem nú sé í gæsluvarðhaldi hafi sett í spilakassa Happdrættis Háskóla Íslands. Samkvæmt heimildum Vísis rötuðu litaðir peningaseðlar í spilakassa á vegum HHÍ og hafi maðurinn verið handtekinn eftir að upptökur úr öryggismyndavélum staðarins sem hýsir spilakassana voru skoðaðar. Á myndbandsupptökum í Hamraborg mátti sjá tvo menn brjóta afturglugga verðmætaflutningabíls Öryggismiðstöðvarinnar sem lagður var fyrir utan Videomarkaðinn að morgni mánudagsins 25. mars. Starfsmenn Öryggismiðstöðvarinnar voru staddir á Catalinu eftir að hafa tæmt spilakassa Videomarkaðarins, en þjófarnir notuðust við Toyota Yaris bíl sem þeir bökkuðu að peningaflutningabílnum, brutu rúðu, opnuðu afturhurð, tóku töskurnar með peningunum og óku svo á brott. Nokkrar mínútur liðu áður en öryggisverðirnir yfirgáfu Catalinu og komust að því að búið var að taka peningana úr bílnum. Lögregla á höfuðborgarsvæðinu lýsti síðar um daginn eftir Toyotu Yaris bílnum án þess að greina frá ástæðum þess. Fyrst var greint frá þjófnaðinum daginn eftir. Töskurnar sjö fundust síðar; tvær við Lágafellskirkju í Mosfellsbæ, ein við Bugðufljót og fjórar úti í móa á Esjumelum, ekki langt frá Ístaki. Töskurnar voru búnar sérstökum litasprengjum sem eiga að springa yfir verðmæti ef reynt er að brjótast inn í töskurnar. Sagði lögregla að vísbendingar væru um að sprengjurnar hafi sprungið í sumum töskunum, en þó ekki öllum. Notast hafði verið við slípirokk til að opna töskurnar.
Peningum stolið í Hamraborg Lögreglumál Kópavogur Tengdar fréttir Íslendingur í gæsluvarðhaldi vegna Hamraborgarmálsins Íslenskur karlmaður um fertugt hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í tengslum við þjófnað á tuttugu til þrjátíu milljónum króna í Hamraborg fyrir rúmum fimm vikum. 2. maí 2024 09:42 Litaðir seðlar til skoðunar og málið á mjög viðkvæmu stigi Lögregla heldur spilunum afar þétt að sér við rannsókn á þjófnaði á tuttugu til þrjátíu milljónum króna í Hamraborginni fyrir rúmum fimm vikum. Samkvæmt heimildum fréttastofu er grunur um að reynt hafi verið að koma lituðum peningum í umferð. 1. maí 2024 07:01 Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Sjá meira
Íslendingur í gæsluvarðhaldi vegna Hamraborgarmálsins Íslenskur karlmaður um fertugt hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í tengslum við þjófnað á tuttugu til þrjátíu milljónum króna í Hamraborg fyrir rúmum fimm vikum. 2. maí 2024 09:42
Litaðir seðlar til skoðunar og málið á mjög viðkvæmu stigi Lögregla heldur spilunum afar þétt að sér við rannsókn á þjófnaði á tuttugu til þrjátíu milljónum króna í Hamraborginni fyrir rúmum fimm vikum. Samkvæmt heimildum fréttastofu er grunur um að reynt hafi verið að koma lituðum peningum í umferð. 1. maí 2024 07:01