Freyr nærri kraftaverki: „Þetta var fokking taugatrekkjandi“ Sindri Sverrisson skrifar 6. maí 2024 12:05 Freyr Alexandersson á þrátt fyrir allt fína möguleika á að halda Kortrijk uppi í efstu deild, sem virtist útilokað um áramót. Getty/Nico Vereecken Eftir tvo sigra í röð á Kortrijk, undir stjórn Freys Alexanderssonar, von um að framkalla kraftaverk með því að halda sér uppi í belgísku úrvalsdeildinni í fótbolta. Freyr var keyptur til Kortrijk frá Lyngby í Danmörku í janúar og virtist vera að ganga inn í „kirkjugarð þjálfaranna“, eins og fjölmiðlar höfðu kallað Kortrijk vegna tíðra þjálfaraskipta. Þegar Freyr tók við virtist nefnilega nær útilokað að liðið héldi sér uppi en Kortrijk var þá langneðst, með aðeins tíu stig eftir tuttugu umferðir. Nú er öldin önnur og Freyr nálægt því að leika sama leik og þegar honum tókst að halda Lyngby uppi í dönsku úrvalsdeildinni í fyrra. Felldu Guðlaug Victor og Alfreð Í gær komst Kortrijk upp úr „hreinu“ fallsæti, og það í næstsíðustu umferð, með því að fella Íslendingaliðið Eupen með 1-0 sigri. Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn fyrir Eupen sem missti mann af velli með rautt spjald í fyrri hálfleik, en Alfreð Finnbogason hefur ekki verið með Eupen undanfarnar vikur. Fallbaráttan í Belgíu Charleroi 42 Kortrijk 31 RWDM 30 Eupen 25 *Tvö neðstu liðin falla og þriðja neðsta liðið fer í fallumspil við lið úr næstefstu deild. Kortrijk er núna með 31 stig eftir 35 leiki, einu sigi fyrir ofan RWDM. Annað þessara liða mun falla niður með botnliði Eupen um næstu helgi. Þá mætast Eupen og RWDM, á sama tíma og Kortrijk sækir Charleroi heim. Ljóst er að Kortrijk þarf að ná jafngóðum eða betri úrslitum en RWDM á laugardaginn, þar sem liðið er með verri markatölu en RWDM. 🗣️ "Don't get satisfied!"#AltijdEenKerel 🔴⚪️ pic.twitter.com/TXnwgTJ6ka— KV Kortrijk (@kvkofficieel) May 6, 2024 Freyr var skiljanlega glaður eftir sigurinn í gær, eða honum var alla vega mjög létt, eins og fram kom í ræðu sem hann hélt úti á velli fyrir leikmenn sína og sjá má hér að ofan. „Fyrsta tilfinningin núna, alla vega hjá mér, er léttir. Þannig er það stundum. Þið gerðuð það sem til þurfti og fenguð stigin þrjú. Svo er annar úrslitaleikur næstu helgi,“ sagði Freyr við leikmennina og hélt áfram: „Þetta var fokking taugatrekkjandi. Við verðum að spila betur, vera hugrakkari en í dag, og gera allt á hærra stigi. Við vitum að við höfum ekki verið við sjálfir. Það má enginn vera sáttur núna. Þetta var eitt skref og við vitum hvað er eftir. Við klárum verkið á laugardaginn í Charleroi. Ég er stoltur af ykkur, haldið áfram.“ Belgíski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Freyr var keyptur til Kortrijk frá Lyngby í Danmörku í janúar og virtist vera að ganga inn í „kirkjugarð þjálfaranna“, eins og fjölmiðlar höfðu kallað Kortrijk vegna tíðra þjálfaraskipta. Þegar Freyr tók við virtist nefnilega nær útilokað að liðið héldi sér uppi en Kortrijk var þá langneðst, með aðeins tíu stig eftir tuttugu umferðir. Nú er öldin önnur og Freyr nálægt því að leika sama leik og þegar honum tókst að halda Lyngby uppi í dönsku úrvalsdeildinni í fyrra. Felldu Guðlaug Victor og Alfreð Í gær komst Kortrijk upp úr „hreinu“ fallsæti, og það í næstsíðustu umferð, með því að fella Íslendingaliðið Eupen með 1-0 sigri. Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn fyrir Eupen sem missti mann af velli með rautt spjald í fyrri hálfleik, en Alfreð Finnbogason hefur ekki verið með Eupen undanfarnar vikur. Fallbaráttan í Belgíu Charleroi 42 Kortrijk 31 RWDM 30 Eupen 25 *Tvö neðstu liðin falla og þriðja neðsta liðið fer í fallumspil við lið úr næstefstu deild. Kortrijk er núna með 31 stig eftir 35 leiki, einu sigi fyrir ofan RWDM. Annað þessara liða mun falla niður með botnliði Eupen um næstu helgi. Þá mætast Eupen og RWDM, á sama tíma og Kortrijk sækir Charleroi heim. Ljóst er að Kortrijk þarf að ná jafngóðum eða betri úrslitum en RWDM á laugardaginn, þar sem liðið er með verri markatölu en RWDM. 🗣️ "Don't get satisfied!"#AltijdEenKerel 🔴⚪️ pic.twitter.com/TXnwgTJ6ka— KV Kortrijk (@kvkofficieel) May 6, 2024 Freyr var skiljanlega glaður eftir sigurinn í gær, eða honum var alla vega mjög létt, eins og fram kom í ræðu sem hann hélt úti á velli fyrir leikmenn sína og sjá má hér að ofan. „Fyrsta tilfinningin núna, alla vega hjá mér, er léttir. Þannig er það stundum. Þið gerðuð það sem til þurfti og fenguð stigin þrjú. Svo er annar úrslitaleikur næstu helgi,“ sagði Freyr við leikmennina og hélt áfram: „Þetta var fokking taugatrekkjandi. Við verðum að spila betur, vera hugrakkari en í dag, og gera allt á hærra stigi. Við vitum að við höfum ekki verið við sjálfir. Það má enginn vera sáttur núna. Þetta var eitt skref og við vitum hvað er eftir. Við klárum verkið á laugardaginn í Charleroi. Ég er stoltur af ykkur, haldið áfram.“
Fallbaráttan í Belgíu Charleroi 42 Kortrijk 31 RWDM 30 Eupen 25 *Tvö neðstu liðin falla og þriðja neðsta liðið fer í fallumspil við lið úr næstefstu deild.
Belgíski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira