Fleiri svartsýnir á gott gengi Heru Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. maí 2024 13:06 Hera Björk stígur á svið í Malmö annað kvöld. Alma Bengtsson/EBU Fleiri eru svartsýnir á gott gengi Íslands í Eurovision söngvakeppninni í ár heldur en bjartsýnir. Leita þarf aftur til ársins 2018 þegar Ari Ólafs keppti fyrir Íslands hönd til þess að finna álíka fjölda þeirra sem telja að Ísland muni hafna í einu af neðstu sætunum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri könnun Maskínu. 28,1 prósent telur að Hera Björk muni lenda í einu af neðstu sætunum, 36. til 40. sæti, með lag sitt Scared of Heights. 20,2 prósent telja að hún verði í 31. til 35. sæti og 16,3 prósent að hún verði í 26. til 30. sæti. Rúm 10,5 prósent telja að Ísland lendi í einum af efstu fimmtán sætunum. Töluvert fleiri höfðu trú á góðu gengi Diljáar með lag hennar Power í Eurovision í fyrra. Einungis fimm prósent töldu að hún myndi lenda í einum af neðstu sætunum. Landsmenn hafa ekki verið svo svartsýnir á gengi landsins í keppninni síðan árið 2018 þegar Ari Ólafs keppti með lag sitt Our Choice. Þá töldu 34 prósent landsmanna að Ísland yrði í einum af neðstu sætunum. Könnunin var lögð fyrir þjóðgátt Maskínu, þjóðhóp fólks (e. panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá á netinu. Svarendur eru alls staðar að af landinu, á aldrinum átján ára og eldri. 1072 manns svöruðu könnuninni sem fór fram 22. til 26. apríl. Þegar litið er til kyns, aldurs, búsetu, menntunar, tekna og þess hvaða flokk viðkomandi myndi kjósa virðist lítið bera á milli. 60 ára og eldri eru bjartsýnastir á að Hera muni lenda í einhverju af efstu tuttugu sætunum en 30,2 prósent þeirra telja að hún gæti lent í 16. til 20. sæti á meðan einungis 9,7 prósent 30 til 39 ára hafa þá trú. Flestir sem kysu Miðflokkinn virðast hafa þá trú að Hera geti jafnvel lent í efstu fimm sætunum. 4,6 prósent þeirra telja svo vera en einungis 0,8 prósent þeirra sem kjósa Framsóknarflokkinn. VG kemur þar næst á eftir en 4,3 prósent kjósenda flokksins hafa mikla trú á Heru en einungis 1,8 prósent þeirra sem kysu Sjálfstæðisflokkinn og 1,4 prósent þeirra sem kysu Samfylkingu. Eurovision Skoðanakannanir Tónlist Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri könnun Maskínu. 28,1 prósent telur að Hera Björk muni lenda í einu af neðstu sætunum, 36. til 40. sæti, með lag sitt Scared of Heights. 20,2 prósent telja að hún verði í 31. til 35. sæti og 16,3 prósent að hún verði í 26. til 30. sæti. Rúm 10,5 prósent telja að Ísland lendi í einum af efstu fimmtán sætunum. Töluvert fleiri höfðu trú á góðu gengi Diljáar með lag hennar Power í Eurovision í fyrra. Einungis fimm prósent töldu að hún myndi lenda í einum af neðstu sætunum. Landsmenn hafa ekki verið svo svartsýnir á gengi landsins í keppninni síðan árið 2018 þegar Ari Ólafs keppti með lag sitt Our Choice. Þá töldu 34 prósent landsmanna að Ísland yrði í einum af neðstu sætunum. Könnunin var lögð fyrir þjóðgátt Maskínu, þjóðhóp fólks (e. panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá á netinu. Svarendur eru alls staðar að af landinu, á aldrinum átján ára og eldri. 1072 manns svöruðu könnuninni sem fór fram 22. til 26. apríl. Þegar litið er til kyns, aldurs, búsetu, menntunar, tekna og þess hvaða flokk viðkomandi myndi kjósa virðist lítið bera á milli. 60 ára og eldri eru bjartsýnastir á að Hera muni lenda í einhverju af efstu tuttugu sætunum en 30,2 prósent þeirra telja að hún gæti lent í 16. til 20. sæti á meðan einungis 9,7 prósent 30 til 39 ára hafa þá trú. Flestir sem kysu Miðflokkinn virðast hafa þá trú að Hera geti jafnvel lent í efstu fimm sætunum. 4,6 prósent þeirra telja svo vera en einungis 0,8 prósent þeirra sem kjósa Framsóknarflokkinn. VG kemur þar næst á eftir en 4,3 prósent kjósenda flokksins hafa mikla trú á Heru en einungis 1,8 prósent þeirra sem kysu Sjálfstæðisflokkinn og 1,4 prósent þeirra sem kysu Samfylkingu.
Eurovision Skoðanakannanir Tónlist Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Sjá meira