Það er gott að eiga góða að og það á svo sannarlega við um aðstandendur Bakgarðshlaups náttúruhlaupa sem hafa notið mikillar velvildar hjá forráðamönnum Mjölnis sem hafa, líkt og aðrir sem hafa fylgst með Bakgarðshlaupinu undanfarna daga, hrifist með.
„Þetta er alveg geggjaður hópur og rosalega gaman fyrir okkur að taka þátt í þessu,“ segir Haraldur. „Þetta er nú komið á þriðja ár sem þau eru hérna hjá okkur. Þau eru alltaf velkomin hingað til okkar og við aðlögum okkar starf bara að þessu. Hliðrum aðeins til fyrir þau.
Þetta eru svo ótrúlegir íþróttamenn. Að horfa á þessi afrek. Þessa hlaupara sem eru að ná að hlaupa yfir 350 kílómetra. Þetta er ómannlegt.